Dagur


Dagur - 17.12.1956, Qupperneq 2

Dagur - 17.12.1956, Qupperneq 2
2 JÓLABLAÐ DAGS Friðarhöf ðinginn Jólabugvekja eftir SÉRA KRISTJÁN RÓIiERTSSON „Því að barn er oss íætt, sonur er oss éeíinn; á hans herðum skal hötöingadómurinn hvíla; naín hans skal kallaö: undrarúðgjaíi, guðhetja, eilítöartaðir, íriðarhöfðingi.“ (Jesaja 9, 6). Og þá eru jólin enn aS nálgast, hátíð friðarins, eins og þau hafa verið kölluð. Og vís't ættu þau að vera friðarhátíð, því að þau eru helguð honum, sem Guð gaf mönnunum að friðarhöfðingja. Mörgum öldum fyrir fæðing Krists var um hann spáð af spá- mönnum Guðs og honum valið þetta nafn öðrum nöfnum fremur. Ef til vill eru líka jólin oss svona kær, af því að vér vitum að þau eiga að vera hátíð friðarins. En í ljósi þeirra atburða, sem nú eru að gerast úti um heim, verður friðar- hátíðin eins og sjónleikur, sem óvart hefur farið inn á skakkt leik- svið. Það er eins og jólin eigi ekki heima í heimi nútímans. Eg held, að vér hljótum að finna þetta öll, ef vér erum nógu hreinskilin við oss sjálf. Undanfarnar vikur hefur ríkt ófriður í f jarlægum löndum, en nú er heimurinn samt orðinn svo lítill, að vér, sem búum við hið yzta haf, finnum, að þetta snertir oss eins og aðra menn. Og vegna þess um- róts, sem þessir árekstrar hafa valdið, fer ófriðarhættan vaxandi í heiminum. Allar þjóðir bíða nú sem í ofvæni eftir því, hvort enn ein heimsstyrjöldin skelli á eða ekki. I dag er heimurinn því frið- vana, einstök lönd vettvangur blóðugs stríðs, önnur vettvangur ótta og taugastríðs, svo að heldur við ofþjökun. Inn í þetta umhverfi koma svo hin árlegu jól vor mannanna, frið- arhátíðin, sem Guð hefur gefið. Á jólunum stendur friðlaust mann- kyn frammi fyrir friðarhöfðingj- anum, sém Guð vill að verði kon- ungur vor. I margar aldir hafa hin- ar svokölluðu menningarþjóðir lotið þessum höfðingja í orði kveðnu. Þjóðirnar hafa tilbeðið Krist og sungið honum lof. Honum hafa menn reist musteri, og hug- sjónir hans eru hafðar í hávegum. En samt ríkir stríð, og kristnar þjóðir grípa til vopna, mannslífum og verðmætum er fórnað. Hvernig stendúr á þessu? Er þarna verið að vinna í anda Krists, friðarhöfð- ingjans, eða í samræmi við þann boðskap, sem jólunum er helgað- ur? Nei, hér er barizt gegn friðar- höfðingjanum sjálfum. í hvert skipti, sem kristnar þjóðir grípa til vopna, krossfesta þær Krist á ný. Þannig er smánuð sú hátíð á borði, sem mest lofast í orði. Til eru menn, og þeir virðast vera í meirihluta í dag, sem halda því fram, að beiting vopnavalds sé að vísu böl, en þó réttlætanlegt, ef það er gert fyrir góðan málstað. En hafa þessir menn áttað sig á því, að þarna hugsa þeir og breyta í samræmi við regluna: tilgangur- inn helgar meðalið? Átta þessir menn sig ekki á því, að með svona hálli og afstæðri kenningu er hægt að réttlæta næstum því hvað sem er? Og eru þessir menn virki- lega svo ókunnugir boðskap Krists, að þeir viti ekki, að hann for- dæmdi alla vopnabeiting, jafnvel til varnar. Sjálfur kaus hann að minnsta kosti ekki að vera varinn, heldur sagði við Pétur: „Slíðra þú sverð þitt, því að allir þeir, sem grípa til sverðs, munu farast fyrir sverði.“ Ef jólin eiga í framtíðinni að vera annað og meira en grátlegur harmleikur, sýnandi andstöðu vora við hið góða, þá verða kristnar þjóðir að taka Krist alvarlegar en þær hafa gert hingað til. Annað hvort erum vér Krists megin, eða vér erum það ekki. Hið þriðja er ekki til. Sá, sem lofar stríð og und- irbýr stríð í orði eða verki, sá, sem viðheldur vígbúnaði eða hervæð- ing í einhverri mynd, hann stríðir á móti friðarhöfðingjanum Kristi, og skiptir þá engu hvort hann tel- ur sig traustan meðlim kirkju sinn- ar eða ekki. Ef vér getum réttlætt ófrið, þá erum vér að lítilsvirða Krist. Þær kristnu þjóðir, sem efla herbúnað eða stuðla að hernaði, þær eru í raun og veru ekki kristn- ar nema að nafninu til. Með því að beita sverðinu hafa þær hafnað Kristi, hvort. sem þær bera nafn hans á vörum sér eða ekki.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.