Dagur - 17.12.1956, Síða 32
32
JÓLABLAÐ DAGS
snöggvast heim í fagurt fjallahérað,
þar sem fjöllin eru 600—700 metra
há, og öll þau Ar, sem eg þekkti
þarna til, var þar mikið af rjúpu á
hálendinu. Þegar komið var með
safnið innan ar afréttinni í fyrstu,
göngum, lagu sumar þessar fjalla-
bungur þvert í leiðinni, og vildu þá
framgjarnar kindur losa sig við
krókinn óg fara beinustu leið þvert
yfir hálendið. Kom þá oft í minn
hlut að fylgja þeim eftir. En þarna
norðaustan í hálendinu er mjög lít-
ið um gróður. Þrátt fyrir það hélt
rjúpan sig þarna, en nú hafði hún
að mestu lokið að skipta lit, ]ré)tt
enn mætti sjá flekkóttar rjúpur inn-
an um. Og eftir því sem ofar dró,
urðu hóparnir stærri og þéttari. Eg
fór þá að velta fyrir mér, á hverju
allur þessi rjúpnafjöldi mundi lifa,
því að í fljótu bragði virtist fremur
lítið um matföng þarna efra, en þó
var ekki að sjá, að hún liði nokkurn
skort. Sunnan í fjöllunum var aftur
á móti meiri gróður, en þar lét
rjúpan næstum aldrei sjá sig á
daginn. Meðan svona stóð ;í fyrir
henni, munu ýmsir hafa hugsað
sem svo, að nú væri hin ægilega
lægð að ganga yfir rjúpuna, og
mætti nú senn vænta stórtíðinda!
Eg huggaði mig þó alltaf við það,
að rúpan myndi ekki taka upp á
þeim skólla að lesa hin kínversku
rit og hafa síðan fjöllin að st.ökk-
palli og fljúga inn í hið óendanlega
og eihfa, sem enginn skildi né vissi
hyar væri. Og sem betur fór var
þetta alveg ástæðulaus ótti. Þegar
snjóa tók á fjöllin, kom það í ljós,
að hún hafði aldrei glúrað neitt í
hina kínversku speki, heldur hald-
ið sig þarna upp á fjöllunum eins
og áður, enda hefði það ekki verið
skemmtileg að sjá á eftir henni,
þreytandi háloftsflug, án þess að
hafa hugmynd um, hvað af henni
hefði orðið!
Nú var snjór kominn á fjöll, en
þó ofar en í miðjum hlíðum, og
rnjög grunnur neðst. Tóku nú
veiðimenn að hugsa sér til hreifings
og bjuggust við, að rjúpan mundi
fylgja snjóröndinni. F.n þær vonir
brugðust algerlega, því að er þeir
komu þangað, sást ekki nein rjúpa,
en nægar slóðir, og krafstrar voru
jrat na miklir.
Þarna voru órækar sannanir fyrir
háttum rjúpunnar, meðan hún
dvelur enn upp í háfjöllum, og ef
veiðimenn ætluðu sér að hafa eitt-
hvað upp úr krafstrinum, urðu þeir
að hypja sig upp á efstu bungur.
Þá erum við komnir alla leið upp
á fjöllin, þangað sem rjúpan heldur
sig, meðan srijór hefur ekki lagzt
yfir allt land. Þarna efra er allmik-
ill snjór, og verður þess brátt vart,
að þarna er rjúpan um kyrrt, en alls
ekki á beit. Fljótt yfir að líta sést
engin rjúpa, þær 1 iggja allar í
snjónum. F.n sé farið að ganga um,
fljúga þær upp, en í hverju bæli er
stór drithaugur, sem sýnir glöggt,
að hér er ekki um hungur að ræða,
heldur um hrausta og heilbrigða
o o
fugla.
Vetrarlíf rjúpunnar.
F.g fékk mörg tækifæri til að at-
huga h'f rjúpunnar þarna á hálend-
inu. Svo mátti segja, að fram færu
vaktaskipti hjá henni. Á meðan
snjór lá á hálendinu, kom það ekki
fyrir, að hún færi niður fyrir snjó--
línu um hádaginn. F.n óðar er
rökkva tók, fór að koma hreyfing
á hana, og um dagsetrið var luin
komin á flug, og kerrarnir farnir að
ropa. Nú var engin hætta á ferðum
og því óhætt að fylla sarpinn ræki-
lega. Fn snemma fór hún svo á la t-
ur, því að á morgnána, áður en
bjart var orðið, heyrðist oft til
hennar á holtunum í kringum bæ-
inn. F.n þegar birti, var fuglinn
floginn, og engán einasta rjúpa sjá-
anleg fyrr en efst upp á hábungum.
Hér var ekki um neina sjúklinga
að ræða, heldur heilbrigða rjúpu,
sem lifði samkvæmt óhagganlegu
lögmáli lífs síns, er háð var lita-
skiptum hennar tvisvar á ári
hverju. En eftir að snjór var kom-
inn yfir allt haglendi, og litlir sem
engir hagar framar í brekkunum,
leitaði hún í skóginn og hélt þar til,
meðan ekkert var fáanlegt annars
staðar. Oft brugðust einnig hagarn-
ir í skóginum, og varð rjúpan þá að
hlaupa um hjarnið og slíta grennsta
limið af gulvíðinum, eða þá settist
hún upp í limi birkitrjánna og
plokkaði brumið af greinunum.
Um hríð gat rjúpan lifað á þessu,
en til lengdar yarð þetta of einhæf
fæða, og gat hún því fallið ein-
göngu sökum þess, að hana skorti
kjarnfóður. F.nda mun hafa sézt, er
snjó leysti úr skóginum, að þar lá
fleira af dauðri rjúpu heldur en
annars staðar. F.innig sást það, að ef
vciði var mikið stunduð í skógin-
um, þá lá þar meira af særðri rjúpu
heldur en á bersvæði. Þess vegna
ætli að friða alla skóga og skóglendi
fyrir veiðimönnum. Ætti það að
vera Ijúft hverfum þeim manni,
sem skógargróður á í sínu landi, að
láta ekki skjóta þar rjúpu. Bæði er
skóglendið síðasta bjargarvon rjúp-
unnar, þegar allt annað er þrotið,
og auk þess veldur skothríð allmikl-
um skemmdum á skógargróði.
Aldrei hef eg orðið var við neinn
sjúkdóm í rjúpnastofninum, hvorki
vetur né surnar.