Dagur - 17.12.1956, Page 18

Dagur - 17.12.1956, Page 18
18 JÓLABLAÐ DAGS minnar að taka á móti þessum óvæntu gestum. Skiptu sér á bæina. Næsta dag var allgott veður og fóru skipsmenn þá á strandstaðinn til eftirlits, en gátu lítið aðhafzt fyrir brimi. Þá var mönnunum ráð- stafað til frekari dvalar á næstu bæjum. 4 voru áfram á Hellu, 2 á Krossum og 2 á Stóru-Hámundar- sttíðum. Þarna dvtíldu þeir um viku tíma. Nú var unnið að því að rannsaka skipið. Reyndist það ekki mikið brotið, en botn beyglaður. Til tals kom að reyna að ná því út og flytja til Akureyrar. I'allið var þó frá því. Næst var þá að bjarga úr javí tíllu lausiegu, svo sem seglum, ktíðlum og fleiru. Uppboðið. Þann 14. okt. fór svo fram upp- boð á tíllu, sem bjargað var úr skip- inu. Var það mikið uppboð. Stein- grímur Jónsson, sýslumaður, stjórn- aði uppboðinu. Þetta var fyrsta embættisverk hans hér í hreppi, því að hann tók við sýslumannsembætt- inu á þessu ári. Steingrímur gekk riisklega að verki, var kátur og fjörugur. Þegar hann ætlaði að bjóða upp eitt stórseglið, sem breitt hafði verið ur á jtírðina, svo að menn sæju, hvort það væri ógallað, vildi svo til að Bjtírn Líndal, ltígfr., sem þarna var ásamt fleiri fyrir- mtínnum á Akureyri, stóð á segl- inu. Sýslumaður kallar þá: ,,Upp með seglið, en niður með Líndal!“ Siðast var skipsskrokkurinn boð- inn upp. Fór hann á kr. 2.300.00. Nokkrir menn hér í hreppi og úr Svarfaðardal htífðu þá komið sér saman um að kaupa skipið og mynduðu hlutafélag. Hluthafar varu 10. Vegna ]>ess að skipskrokk- urinn var úr járni var verðmæti hans lítið. Mótorvélin var mesta verðmætið, en ekki varð ni'i hlaupið að því að ná henni úr skipinu, þar sem það var, því að sjór var kominn í vélarrúmið. Reynt var að draga skipið nær landi með.spilkrafti, en það fullnægði ekki. Skipið skorið sundur. Það ráð var þá tekið að kaupa logsuðutæki. Með þeim var skipið hlutað sundur og afturhlutinn með vélinni dreginn á land. Þá náðist vélin, scm var tveggja silindra, 125 hestöfl. Vélina keypti Ásgeir Pét- ursson, kaupmaður, Akureyri, fyrir kr. 10.000.00. Farmur skipsins, salt- ið sem eftir var í því, ónýttist allt. Allmörg föt af steinolíu, tilheyr- andi vélinni, náðust úr skipinu. Mikil vinna fór í það að bjarga vélinni og tíðru úr skipinu. Að vísu var verkakaup ekki hátt þá, aðeins greiddir 50 aurar á klukkustund, jafngilti það 1 kg. af steinolíu, sem enn var dýr eftir heimsófriðinn. Voru þetta óhagstæð hlutftíll fyrir verkamanninn. Hluthafarnir htífðu ekki heldur teljandi hag af kaupun- um, því að mikinn útbúnað þurfti við að draga skipið að landi og ná úr því vélinni. Um helmingur olí- unnar fór líka forgtírðum í sjóinn, er annar geymirinn laskaðist nótt- ina áður en átti að ná olíunni. Strandmennirnir fóru héðan til Akureyrar og þaðan til Reykjavík- ur, og svo áfram til Danmerkur. Nokkru eftir komu þeirra til Danmerkur, barst konu minni bréf frá þeim, sem hjá okkur dvtíldu, og voru þeir mjtíg þakklátir fyrir mót- ttíkurnar og aðbiiðina. Þeir stígðu 0 O að dvtílin hér á bæjunum hefði verið ólík því, sem sumir þeirra hefðu átt við að búa, er þeir urðu skipreika við Skotlandsstrendur nokkru áður. Danirnir fjórir, sem voru á Hellu, voru allir á bezta aldri, kátir og StejniÖ, siöuslu leifar af Rigmor. fjtírugir. Vegna þess að þetta var í sláturtíðinni var borið fyrir þá nýtt slátur. Ekki htífðu þeir borðað það áður. Þeir voru því hikandi við það fyrst, en svo fór, að þeir voru orðnir sólgnir í það, sérstaklega ef rúsínur voru í því, óg stígðust þeir mundu sakna þess. Það er gleðiefni að þessu strandi fylgdu engin slys, en ekki er nú ætíð svo. Það er líka ánægjulegt að geta bugað góðu að þeim, sem í hrakningum lenda.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.