Dagur - 17.12.1956, Qupperneq 13
JÓLABLAÐ DAGS
13
í tíð Magnúsar voru oft ýmsir
smíðagallar á úrum, er þau komu
frá verksmiðjunum, svo sem of
grunnur eða djúpur gangur, en það
er bilið milli holáss (sylinder) og
ganghjóis. Margt fleira gat og kom-
ið til greina, sem þurfti að lagfæra.
Allar slíkar lagfæringar krefjast
mikillar þekkingar og nákvæmni
úrsmiðsins og eru engum færar
nema þeim, sem hefur góða greind
og sérþekkingu í úrsmíði. Sjóngler-
ið (lúpan) er góð hjálp við slíkar
aðgerðir.
Ótal mörg fleiri úrsmíðaverk-
færi hefur Magnús átt, sem ég hirði
ekki um að telja upp hér, enda eru
nöfn á þeim flestum útlend og ekki
skiljanleg nema fagmönnum.
Margt var smíðað.
Hér hefur verið getið nokkurra
þeirra hel/tu verkfæra, sem Magn-
ús hefur notað við gullsmíði og úr-
smíði. En það, sem hann hefur
einkum smíðað af gull- og sillur-
munum, mun hafa verið þetta:
Trúlofunarhringar, silfurskeiðar,
tóbaksdósir, svipuhólkar (pískar),
skúfhólkar, útsagaðar stafanælur,
silfurvíravirkis-brjóstnælur, silfur-
víravirkis- bolmillur, silfurmillur,
steyptar, silfurbolreimar með nál,
silfurbeltispör, vírivirki, stokka-
belti, signet o. fl.
Magnús var ágætur leturgrafari
og gróf á marga muni fyrir fólk.
Mörg snilldarvel grafin signet eru
til eftir 'hann.
Niðurlagsorð.
Það var á fundi í lelagi iðnaðar-
manna á Akureyri, að mér var falið
að gera drög að þessu æviágripi
Magnúsar Jónssonar. Eg hafði þá
ekki hugmynd um, hversu erfitt
það var, því að nú eru flestir sam-
tíðarmenn hans dánir, þeir sem
eitthvað þekktu liann, og annað
Iiefur ekki verið skrifað um hann
í óbundnu máli en lítið greinar-
korn í tímariti iðnaðarmanna eftir
Árna Hólm frá Saurbæ, og svo það,
sem Klemenz Jónsson skrifar í Sögu
Akureyrar. En þjóðskáldið Matthí-
as Jochumsson orti eftirmæli um
Magnús Jónsson. Er þar, svo sem
vænta mátti, lýst af snilld skapgerð
og mannkostum Magnúsar. Þrem-
ur árum eftir að Magnús cló, réðst
eg til úrsmíðanáms hjá Sigmundi
Sigurðssyni, tengdasyni Magniisat;
og var hjá honum í 3 ár. Bjó eg all-
an þann tíma í húsi Magnúsar heit-
ins. Eg kynntist þar því dálítið
starfi lians og smíði í þeim tveimut
starfsgreinum, sem hann var meist-
ari í, nefnilega gullsmíði og úr-
smíði. \bð það hef eg stuðzt hér að
framan.
Hús Magnúsar var í Aðalstræti
2, Akureyri. Var það áður fyrr
barnaskóli, og hafði Magnús keyp!
það af bænum í þann mund, eJ
hann byrjaði starf sitt á Akureyri
Htisið er tvær hæðir með allbröttu
tisi. Lækurinn úr Búðargili rann
fyrir lraman það og meðfram Aðal
stræti. Hann var opinn, en með
upphlöðnum bökkum úr grjóti.
Brii úr tré var byggð yfir lækinu
heim að húsinu, og var hún beint á
móti forstofudyrum hússins. Garð
ur var við suðurenda hússins, í
þeim garði voru tvær birki-hríslur,
sem Magnús hafði gróðursett þal
fyrr á árum. Síðar gróðursetti Sig*
mundur reynitréplöntur í garðin-
um, og nú eru þar mörg stórvaxin
tré. Rétt við vesturhlið hússins var
brekkan. Skannnt uppi í henni, bak
við Aðalstræti 2, sté)ð lítið hús. sem
kallað var „Smiðjan". Þar var mér
sagt, að Þórður Thorarensen hefði
byrjað með gullsmíðaverkstæði sitt.
í Aðalstræti 2, á fyrstu hæð, var lor-
stofa eða gangur, og var stigi þaðan
upp á aðra hæð. Úr forstofunni var
gengið í búðina. Var hún allstór, og
var búðarborðið við austurvegginn;
l
á því voru skápar með skrautgripa-
vörum og úrum. Við vesturvegginn
var stór skápur með silfurplettvör-
um til borðbúnaðar o. fl. Margar
klukkur voru hengdar á veggina, og
var gaman að heyra þær allar ganga
og slá í einu. Var það nýlunda lyrir
nrig, sem kont úr sveitakyrrðinni.
Úr búðinni var svo gengið í verk-
stæðið. Þar voru tvö vinnuborð,
annað við austurglúgga, sem sneri
út að götunni, og var það borð
meistara míns, en hitt' var við suð-
urglugga, og unnum við lærisvein-
arnir við það. Borð þetta var smíða-
borð Magnúsar heitins. Vestur úr#
verkstæðinu voru dyr að svefnher-
bergi okkar lærisveinanna. Þcgar
komið var upp á efri hæðina, var
gengið eftir gangi að borðstofunni,
hún var allrúmgóð, máluð dökk-
rauð, í henni voru borðstofuhús-
gögn úr eik, fremur vönduð. Á suð-
urvegg hékk stór mynd af Magnúsi,
sem horfði til manns nreð sínum
broslrýra og festulega s\ jp. Norður
af borðstofunni var gestastofan;
hún var nreð ljósu veggfóðri, og í
henni voru nrjög vönduð, flosklædd
húsgögn. Svefnherbergi var þar
norðan við, og svaf Signrundur þar.
En svefnherbergi Hólmfríðar var í
vesturhorni lrússins nróti dagstof-
unni. Á loftinu við suðurstafn var
eitt herbergi. Þar bjó Vilborg, móð-
ir Hólrirfríðar, þá orðin gömul
kona. 'Þannig var lrús Magnúsar,
þegar eg kynntist því, og hafði því
ekkcrt verið breytt frá því að Magn-
tis dó.
1 M