Dagur - 17.12.1956, Page 24

Dagur - 17.12.1956, Page 24
24 JÓLABLAÐ DAGS Scð inn í Þorvaldsdal. Mælti hún þá svo um og lagði á, að það skyldi engum framar nýtast, og nágrönnunum til maklegrar refs- ingar skyldu hrossin engu týna nema lífinu. Merkti kerling svo fyr- ir hæfilegu stykki af fjallinu og hrundi það yfir hrossin. Þar heitir síðan Hestahraun, og þykir sumum það styðja þjóðsögnina, að frarn undan hrauninu gægjast vallgrónir bakkar, og langt inn í hraunið er á einum stað geil, sem af óskiljanleg- um ástæðum hefur ekki hrunið yf- ir. Þar hafa gangnamenn á Þor- vadsdal oft áð, og leyft gæðingum sínurn að grípa niður í engjar Sig- ríðar stórráðu. Hinum megin ár, sunnan Heim- ari-Lambár, sem steypist fram af 500 m hárri Lambárbrún, sést fyrir tóftarbrotum fremsta bæjar, sem líkur eru til að staðið hafi í daln- um, en það var Lambárkot. Þar um liggja enn götur gangnamanna af Árskógströnd, er þeir fara í Fögru- hlíðargöngur. Sumarfagurt er þarna í dalnum, sléttlendi talsvert be'ggja megin ár allt frá Þverá og fram að Langholti, sem er hávaxin melalda vestan meg- in Þorvaldsdalsár, frá Lambánni og inn undir Olnboga. Var fastur siður, og er líklega enn, að spretta myndarlega úr spori, þegar gangnamenn komu á Þveráreyrar og Vatnsbakka. Sam- tímis var þá gjarnan tekið lagið, og snarbrött Vatnshlíðin látin um það að útvarpa gleðskap og söng alla leið inn til Derris og Kaupmanns. Meðan engir voru bílvegir og fátt um ferðalög í aðra landshluta, fóru Ströndungar skemmtiferðir inn á Dal á Gránum sínum, Rauðkum og Skjónum, veiddu silung í lygnun- um sunnan við Hraun, tíndu fjalla- grös í Fögruhlíð og Nautártung- um, eða nutu bara frelsis og frið- sælu íslenzka dalsins. Þorvaldsdalur ytri mun hafa byggður verið þegar á Landnáms- tíð, og langt fram eftir öldum er búið þar á 7 bæjum a. m. k., en munnmæiasagnir tilgreina fleiri. f Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, er svo sagt frá.býlum í Þorvaldsdal, að 3 séu þá í ábúð (Kúgil, Grund og Kleif), en 4 í eyði (Lambárkot, Hrafnagil, Hávarðs- staðir og Þórhallakot). Af eyðibýl- unum fjórurn byggðist Hrafnagil aftur og var lengi búið þar (fór síð- ast í eyði 1925). Á I-Iávarðsstöðum var ljyggt upp aftur um síðustu aldamót, en aðeins fá ár liðu, þar til kotið eyddist enn. Á Þórhallakoti er síðast búið um 1096 (samkv. frá- sögn jarðabókarinnar). Flest þess- ara býla eru enn með greinilegum ummerkjum eftir ábúð, enda 5 þeirra í manna minnum mönnum byggð. Þau eru öll í yzta hluta dals- ins, þ. e. norðan Hrafnagils og Kúgilshrauns. Miðhlutinn, þaðan að Háaleiti og í botn Nautárdals, hefur lengst af verið afréttur. Þar telur Jarðabókin þó hiklaust að verið liafi eitt býli, Lambárkot í Fögruhlíð, en lítil sjást þess nú rnerki. Munnmæli herma svo enn- fremur, að á Vatnsbökkum liali staðið bærinn Fögruvellir, þar und- ir sem nú er Hrafnagilshraunið, og beint á móti (þar sem Kúgilshraun- ið er) hafi verið býlið Þverá. Engin merki er unnt að sjá þessu til stuðn- ings, þó að satt kunni að vera. Að þessu samanlögðu hefur röð bæja í Þorvaldsdal verið sem hér segir: Að vestan: Lambárkot, (Þverá), Kú- gil, Grund, Kleif. Að austan: (Fögruvellir), Hrafnagil, Hávarðs- staðir og Þórhallakot (er fyrr mun hafa heitir Þórhallsstaðir). Tveir síðast nefndu eru án ela landnáms- bæir. Skulu hér á eftir leidd nokkur rök að því, að svo sé. Landnámabók getur um Þorvald Galmason, og telur hann fyrst búið hafa í Þorvaldsdal, en síðar niðri á Galmaströnd (tilgreinir þó ekki hvar). Faðir hans, Galmur, hafði numið Galmaströnd milli Þorvalds- dalsár og Reistarár, og hefur senni- lega búið að Galmastöðum við Fagraskógarvík (Arnarnessvík), því að þar var býli er hét Galmastaðir (stóð þar fram um 1920). Svo vill til, að þar suður og uppi í fjallinu, sem aðskilur Galmaströnd og Mjóa- dal (grunnan afdal upp frá Hrafna- gili), er skarð, sem heitir Þorvalds- skarð. Hefur einhverjum Þorvaldi verið tíðförult þar, eða maður með því nafni e. t. v. orðið þar úti. Svarfdæla saga getur um Hávarð bónda í Þorvaldsdal og syni hans Vigfús og Þorvald, en nefnir ekki á hvaða bæjum þeir hafi búið. i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.