Dagur - 17.12.1956, Síða 28

Dagur - 17.12.1956, Síða 28
28 JÓLABLAÐ DAGS enginn okkar getað þetta, annar en Valdimar. Á Sauðanesi þágum við hinn bezta beina hjá þeim hjónum Guð- jóni Jóhannssyni og Sigurlínu, senr þar bjuggu þá. Þau marglögðu að okkur að vera hjá sér um nóttina. En heim vildum við komast, ef unnt væri. Við vissum svo sem, að heima myndu allir vera orðnir hræddir um okkur og flestir telja okkur af. Heim urðum við því að komast, — og heppnina höfðum við með okkur í það sinnið. Það lygndi snögglega um kvekiið, þegar við vorum komnir talsvert áleiðis. Batnandi sjóveðri urðum við fegn- ir. Við vorum orðnir allþrekaðir. Þegar við vorum komnir inn að Bikhólnum, sem fyrr er nefndur, urðum við varir við mann, er stóð þar á bakkanum og horfði hálfpart til hafs. Við þóttumst vita, að þar myndi kominn Jón, faðir Þorsteins. Ekki lögðum við að landi til að taka hann. Við létunr okkur nægja að veil'a til lians. — Okkur skilaði fljótt lieim í lendingu eftir jretta. F.n þegar þar kom, stóð þar Baldvin á Böggvisstöðum. Hann beið þess ekki að við lentum, heldur óð út í sjóinn, til að taka á móti okkur. — Hvarvetna var okkur fagnað liið bezta, enda töldu víst flestir okkur úr helju heimta.“ Þannig sagðist Hallgrími frá þess- um minnisstæða róðri. Eg innti þann eftir, hvort liann hefði nokk- urn tíma hreppt verra veður eða komizt í meiri þrekraun á sjónum en í þessum róðri. „Eg veit ekki,“ mælti hann, en svarar svo eftir litla stund: „F.kki var liann betri róður- inn, þegar við Jentum á Lamba- skerjunum. — Það var síðla þetta sama haust, að við rerum snemma dags í s æmilegu veðri, en mjög Jjótu útliti. Okkur hásetunum hafði skilizt á formanninum, að hann myndi ekki róa, eins og útlit- ið var þá, en allt í einu brast hann í það. Af einhverjum ástæðum vildi Iiann ekki láta bera á því, að liann „leggði í hann“. Við fórum því hijóðlega. T. d. settum við „Kára“ ganrla niður á hlunnum, svo að sem minnst heyrðist til okkar. — Allt gekk nú vel í fyrstu og fengum við sæmilegt veður en þyngjandi sjó út að Sauðanesi. Þegar þar kom, var komin mikil suðaustan kvika. Var þá minnzt á, hvort ekki myndi rétt vera, að bíða birtingarinnar í land- vari, en af því varð þó ekki. Var haldið áfram út á móts við svoköll- uð Mígindi — en þá var komið vit- laust veður. Skipar þá formaðurinn að lands skyldi leita og taka barn- inginn á svokölluð Larribasker. Var það þegar gjört og gekk okkur von- um framar vel, eins og veðrið var þá. En varla mun nokkur þráður lrafa sanrt verið þurr á okkur, er við lentum þar. Við settum bátinn upp í grjótið og bjuggum um okkur undir kinnungnum á Itonum og sofnuðum vært. Við vöknuðúm við það, að verið var að setja bát rétt hjá okkur. Var þar þá kominn Guð- jón Daníelsson frá Hreiðarsstöðum á Hamarsbátnum. Hann hafði þá lagt línu sína meðan við sváfum. \7eðrið var þá heldur þolanlegra. Við brugðum því skjótt við og lögðum línu okkar í tveim lykkjum út og upp í Múlavoginn. Að því loknu snerum við til lands upp í voginn. Veður var heldur betra, en .mikill var sjórinn. Við skriðum inn í skúta undir bjarginu og tókum okkur matarbita. F.ftir litla stund sjáunr við bát, sem hleypir á reið- anum, en hefur enga pjötlu uppi. Varð þá iÞorsteini formanni að orði, að þar myndi fara Gunnlaugur Jónsson frá Kofa á Böggvisstaða- bátnum. Það reyndist rétt vera. Að- komubátnum tókst að ná landi hjá okkur í voginum. — 'Nii er við höfð- uin matast, vildum við fara að ná línu okkar. En þar sem veðrið tók þá af nýju að versna, sýndist öllunr ófært að leggja frá landi. Það var hvorki dragandi eða leggjandi. Þarna urðum við svo að bíða franr um kl. 4 um daginn. Þá lægði veðr- ið heldur, svo að við á „Kára“ lögð- um í að draga, en Gunnlaugur að leggja. En meðan á línudrættinum stóð, bráðhvessti af nýju. F.g lref aldrei fyrr né síðar séð slíkan sjó af suðaustri hér inni. Var ekki um annað að gjöra en að hætta að draga, enga var þá aðeins D/2 lóð eftir í sjó. Báturinn var orðinn full- ur af fiski, því afli var góður, og engin leið til að „hleypa". Var því einn kostur nauðugur, að taka barning, eins og gjört var, þó að lítt „væri hann drægur“. Mígindis- bótin var þá öll í einu broti. Segir svo ekki frekar af því, fyrr en við vorum komnir inn að Lambaskerj- um. Þá segir Þorsteinn, að hann sjái ekki, að við komumst lengra, eins og veður og sjór væri. Myndi því sá einn fyrir, að hann reyndi að snúa bátnum til lands og freista landtöku upp á líf og dauða í Lambaskerjum. Lífi sínu og sinna manna vilji hann reyna að bjarga, en um bátinn rnegi þá fara sem vilji. Setur hann þá stýri fyrir og snýr bátnum „upp á skipbrot" til lands með aðdáunarverðu snarræði og lagni. Já, Þorsteini var margt til lista lagt, bæði á sjó og landi. Nú var svo dimmt þarna, að ekki sá til vogarins inn með klöppinni. \7ar það bæði vegna myrkurs og sjó- gangs. En það vildi okkur til lífs — sennilega — að hásjávað var. — I.andtakan tcikst giftusamlega. Bát og mönnum var borgið. Við skiptum liði, er í land kom. Sumir báru iiskinn í höndunum á land upp, en aðrir stóðu í sjónum og héldu við bátinn á meðan. Var komið langt á vöku, er því var lok- ið. Við héldum svo heim í Sauða- kot með fisk til þeirra hjóna, Sí- monar Jónssonar og Jórunnar Magnúsdóttur, er þá bjuggu þar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.