Dagur - 17.12.1956, Síða 3

Dagur - 17.12.1956, Síða 3
JÓLABLAÐ DAGS 3 Þannig minna jólin oss á það, sem Guð hefur trúað oss fyrir, en sem vér höfum grátlega brugðizt, án þess að finna til blygðunar. Sá, sem hefur hreinskilni og einurð til að taka orð Krists eins og þau eru töluð, hann getur ráðið yfir þeirri blindu, sem flestir virðast slegnir. Ef til vill virðist það fávísleg kenning í dag að halda því fram, að það sé ekki hægt að trygga frið með öðru móti en að elska frið og hætta öllum vopnaburði, og að það geti aldrei þjónað góðum mál- stað að grípa til illræða, t. d. stríðs. En ef þessi kenning er fávísleg, þá hefur Kristur líka verið aðeins barnalegur draumóramaður, því að þetta er kenning hans. Sjálfsagt værum vér samkvæmari sjálfum oss, ef vér höfnuðum slíkri kenn- ing og tækjum upp hina búvæn- legu hetjukenning hinna nafn- kristnu hugsjónamanna: vígbúist til að tryggja friðinn. En þrátt fyrir allt getum vér þó ekki þurrkað Krist út, og ef til vill óskum vér heldur ekki eftir því. Þrátt fyrir allt vort hreystihjal og hermennskuást og hagnýta speki hinnar svokölluðu heilbrigðuskyn- semi, þá finnum vér innst inni, að Kristur hafði rétt fyrir sér, en vér rangt. Það er eftir í oss eitthvað af barnseðlinu, sem skynjar fegurð- ina í fátækt Krists og friðinn í jarðneskri örbyrgð hans. Enginn hefur gefið framtíðinni fegurri lit og ljóma en hann, enda var hann upprunninn í dýrð himnanna. Þess vegna freistumst vér enn til þess að halda jól, af því að vér biðjum þess og bíðum, að menn- irnir sjái einhvern tíma og skilji að þeir eiga að vera Guðs börn en ekki erindrekar myrkursins. Jólin eru enn ein áminning um það, að vér með öll vor vopn erum á villi- götum. „Slíðra þú sverð þitt,“ sagði friðarhöfðinginn. Jólin eru friðar- ins orð til friðvana þjóða, og gjör- völl kristnin fordæmir stríð, en boðar frið á jörð. Megi sá boðskap- ur verða svo heyrður, að harkmikil hermannastígvél hætti að troða í svaðið helgustu hugsjón allra alda, friðarhugsjónina. Höfðingja höf- um vér fengið af Guði sendan, friðarhöfðingja. Hann einn á að vera konungur vor. Gleðileg jól! l*> jr I | t 1 I I é I s I Vi-c I I $ I I I GUNNAR S. HAFDAL: & X í I- I I © 1 ■>;? © X t I I ± Vé" I JÓL Nú hljóðnar þys, er hátíð ljóss og friðar með helgum ljóma gistir kristna jörð. Nú iagna sálir hljómi heilags kliðar í húsi Guðs við jóla-messugjörð. Og jólin eru ljósafoss svo íagur í fljóti timans hvert eitt líðandi’ ár. Þá boðast öllum barnsins jóladagur, svo birti í sálum manna og þorni tár. % t % t % <3 f % t % t t t ? * <c Frá barnsins stól slær bjarma yfir heiminn, þá birtist öllum dýrð um heilög jól. Og Ijóssins dísir svífa gegnum geiminn, © % og göngu hækkar eilíf Drottins sól! I | I ww ! i % £ 1 « é + * <?i

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.