Dagur - 17.12.1956, Síða 7

Dagur - 17.12.1956, Síða 7
JÓLABLAÐ DAGS 7 ið ætlað að endast fram á næsta vor. „Fljótur nú!“ sagði mamma. „Farðu úr þeim í snatri!“ Hann fór úr buxunum, og Stebbi hafðx þegar hlaupið inn í svefnherbergi að sækja saumakörfu mömmu. Pabbi stóð þarna í síðum næribtunum með hattinn á hnakk- anum, og mamma breiddi úr rifnu buxunum á fangi sér og stakk svört- um tvinnaspottaendanum í munn sér og hélt nálarauganu upp móti ljósinu. Hún var skjálflient. Hún gat ekki þrætt nálina. Við stóðum eins og steingervingar og héldum andanum \ ið hverja tilraun hennar til að smeygja tvinnaendanum í nálaraugað. Og við stundum af sársauka við hvert mistak. Svitinn spratt út á enni mömmu. Hún hætti sem snöggvast til að nudda og depla þreyttum augunum. En svo reyndi <hún á ný, einbeitt og ákveð- in. Tvinninn smaug inn í nálaraug- að, en spratt svo út aftur og seig niður. Mamma var alveg uppgefin. „Horfið ekki svona á mig,“ sagði hún. „Eg get þetta alls ekki, þegar þið glápið öll á mig.“ „Snúið ykkur öll við,“ skipaði pabbi. Við snerum okkur við og horl'ð- um á útidyrnar. Pað vár dauðaþögn dálitla stund, en svo heyrðum við andann tekinn á lofti og þóttumst vita, að mamma hefði sigrað. Við snarsnerumst á liæl og sáum, að hún var farin að þræða saman aðra rifuna. En þegar hún 'liafði stungið sporið og dregið tvinnann að, rifn- aði brúnin undan tvinnanum, svo lélegt og slitið var þetta orðið. Flún reyndi að taka stærri spor, en ekk- ert hald var í dúknum/Til reynslu tutlaði hún ofurlítið í rifubrúnina, liægt og gætilega, en hún táðist upp alveg cins og baðmull. Mamma hristi höfuðið alveg uppgefin. „Það er ekki hægt að gera við þetta,“ sagði hún. „Það er alveg út- slitið.“ „Skelltu bót á það,“ sagði pabbi. „Gerðu eittlivað," sagði eg. „Klukkan er orðin átta.“ „Þú verður að fara í eitthvað annað,“ sagði mamma. „í hvað þá?“ „Eg þvoði samfestinginn þinn í gær. Hann hangir úti á snúru.“ Stebbi hljóp út eftir honurn. Pabbi athugaði buxurnar gaum- gæfilega. „Þær beztu sem eg hef átt,“ sagði hann. „Keypti þær fyrir átta árum.“ Við heyrðum hátt öskur í Stebba fyrir frarnan. Hann kom þjótandi inn í dagstofuna með samfesting jxabba. Hann var alveg gaddfrosinn og eins og úttroðinn belgur. „Lítið Jrið bara á!“ Stebbi hló. Hann lét samfestinginn standa við hliðina á sér. Við Jenný hlógum 1 íka. En Jrað var eins og samfesting- urinn hæddist neyðarlega að okkur. Jafnvel uppbi'ot og stroppur voru stíflrosin og sperrt af virðuleik. Pabbi leit á mömmu, ráðaleysisleg- ur á svipinn. Hann virtist spyrja: „Lít eg raunverulega svona út?“ Mamma forðaðist að líta á hann. Hún tíndi saman saumadótið sitt. „Þú verður hérna hjá þeim. Eg . ætla að fara í búðirnar.“ Stebbi dansaði um allt gólfið við samfestinginn. „Nú er nóg kornið," sagði pabbi ákveðið. Stebbi kallaði samfestinginn kær- ustuna sína og fór burt með Jressa skrípakind sína og andvarpaði smeðjulega yfir unnustunni. Nét var í mörgu að snúast á heimilinU. Mamma ákvað, að hún færi ekkert að „klæða sig upp á“. Pabbi fór í náttfötin sín og hjálpaði henni síð- an í svarta jakkann. Jenný var send eftir hattinum hennar í fataskápn- um, en eg sótti skóhlífarnar. Mamma átti enga hanzka, og þegar hún var búin að setja upp hatt- inn, smeygði liún ullarvettlingum Stelxba upp á litlu hendurnar sínar. Og er hún lét hendurnar síga, duttu vettlingarnir af henni. Hún settist niður, svo að pabbi gæti srneygt upp á hana skóhlífunum. Hann blés og másaði og ýtti bæði henni og stólnum um alla stofuna, áður en Jressu erfiði væri lokið. Og loksins klukkan fjórðung gengin til níu komst mamrna af stað. Aftur var farið að snjóa. Pabbi fór með henni út fyrir dyrn- ar. Við horfðum á eftir henni út um gluggann, hún var eins og ofurlítið svart hnoð innan í hvítum slæð- unum, sem duttu niður úr himnin- urq. Pabbi kom inn, Jregar hún var horfin. í lófa sínum hélt hann á fá- einum snjóflygsum. Þær bráðnuðu f.ljótt, meðan hann horfði á Jrær. Hann kreppti hnefann fast utan unr vatnsdropana í lófa sínum. „Það er kominn háttatími," sagði hann. Við mölduðum í móinn. Við ætl- uðum að vera á fótum, þangað til mamma kæmi aftur. En það vildi hann alls ekki leyfa okkur. Jenný fór upjr í svefnherbergið okkar og kom aftur með náttsloþþinn sinn. Pabbi sat við glúggann. Hún fór til hans og drap fingurgómi á kinnina á honum. „Viltu afklæða mig?“ sagði hún. „Jenný !itla,“ sagði hann. „Ástin mín litla.“ Hún hallaði höfði ujrp að barmi hans og lá Jrar með opin augu og hlustaði á hjartslátt hans. Við systkinin sváfum öll í sama herbergi. Við Stebbi lágum í stóra rúminu, en Jenný svaf enn í litla barnárúminu úti við gluggann. Pabbi bar Jennýju ujrjr í litla rúm- ið og hlúði vel að henni með rúm- fötunum. llann kyssti hana c henni. Svo kom hann yfir til okkar ’c r •

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.