Dagur - 17.12.1956, Síða 26
2G
JÓLABLAÐ DAGS
„Fast þeir sóttu sjóinn”
Eigi alls fyrir löngu 'hitti eg einn
af eldri sjómönnunum á Dalvík að
máli, Hallgrím Gíslason á Bjarna-
stöðum. Bar að vísu margt á góma,
en aðalumræðuefnið varð þó sjó-
sóknin frá Dalvík fyrr og síðar. „Á
henni hlýtur Hallgrímur að kunna
góð skil,“ hugsaði eg með mér, „því
að héðan hefur hann sjálfur stund-
að sjó frá 12 ára aldri.“ Eg mæltist
því til’ þess, að hánn segði mér
nokkuð frá sjómennskuferli sínum
og 1 eða 2 sjóferðasögum. Hann tók
því vel, en hafði þó þann fyrirvara,
að ýmislegt hefði hann reynt á
sjónum, sem hann kærði sig ekki
um að fest væri á pappír. Eg varð
auðvitað að ganga að því.
Eg ætla nú að skýra lesendum
,,Dágs“ frá nokkru af því, sem
Ilallgrímur sagði mér, en fyrst vil
eg þó kynna Hallgrím með nokkr-
um orðum.
Hallgrímur Gíslason er fæddur á
Skeiði í Svarfaðardal 12. okt. 1880,
og er þannig einu ári betur en hálf-
áttræður. Foreldrar lians voru
hjónin: Gísli Sigurðsson, föður-
bróðir Stefáns Jónssonar á Brirn-
nesi, hins góðkunna manns, — og
SolveigHallgrímsdóttir, hins sterka,
er bjó á Skeiði frá 180)0-1880. „I>ví
miður tók eg ekki krafta þessa afa
míns og nafna í arf,“ sagði Hall-
grímur, en eg hélt, að hann mætti
vera. Landgæði eru mikil og hag-
lendið vítt. Skógur mun hafa verið
þar í hlíðinni á milli Kúgils og
Grundar, kannski mikilí. l>ar lifa
enn, þrátt fyrir 1000 ára beit, ihn-
bjarkarsprotar margir, og bíða þess,
að hlúð verði að þeim og nýr birki-
skógur græddur upp í dalnum.
vera ánægður með það, sem honum
hefði gefizt. — Halígrímur ólst upp
með foreldrum sínum og fluttist
með þeim til Dalvíkur, er hann var
á 4. ári. Þar hefur hann átt heima
síðan þá, að einum ársparti undan-
teknum, sem hann var á Akureyri.
Eg spurði Hallgrím, hvort hann
hygði á bústaðaskipti, og tók hann
lítt á því, — fyrr en þá, er hann yrði
að gjalda sömu skuldina sem allir
aðrir, — „og víst vil eg, að duft mitt
megi fá að livíla í Upsagarði.“ —
Hallgrímur er meðalmaður á hæð
og allþrekinn, bjartur á hár og
skegg, — bláeygur, ert hefur senni-
lega aldrei verið vel hraustur í aug-
um og notar því gleraugu. Hann er
vel viti borinn og einkar söngelsk-
ur. Hann mun hafa sungið í Upsa-
kirkju í mörg ár. — Hinn 16. nóv.
1909 kvæntist Hallgrímur og gekk
að eiga Hansínu Jónsdóttur Hans-
sonar Baldvinssonar Upsaprests
iÞorsteinssonar. (F. 12. september
1886. D. 15. júlí 1956.) Bæði voru
þau hjón vel kynnt. Þau munu hafa
vandað sitt ráð sem bezt þau máttu,
enda rnunu þau hafa átt almennum
vinsældum að fagna. Að gefnu til-
efni skal þess getið, að þau voru
bæði óvenjulega kirkjurækin. —
Hallgrímur hóf sjósókn með þeim
Baldvin G. Þorvaldssyni á Böggvis-
stöðum og Jóni Stefánssyni í Nýja-
bæ. Hann telur, að þeir.hafi „sjóað
sig“, bæði í fiskiróðrum og selaróðr-
um. Minnist liann beggja með
þakklæti. Ungur gjörðist hann há-
seti á þilskipum, bæði á hákarla- og
fiskiskipum. Hann var 5 ár á há-
karlaskipinu „Víkiúgi“ frá Há-
mundarstöðum meðjóhannesi ski]>-
stjóra Jóhannessyni á Upsum. Lét
hann hið bezta af skipi og skip-
stjóra. Það var langt frá því, að
hann kvartaði um vist eða aðbúnað
á þessu litla skipi, en lét þess þó
getið, að betur færi um háseta á
flotanum nú en þá, og ólíku væri
saman að jafna um allan útbúnað.
„En vclféll mér við skipstjórann og
skipsfélaga mína, þó ekki væri stór-
mannlegt um borð lijá okkur,“
mælti Hallgrímur, og brosti
ánægjulegay ,er hann minntist lið-
inna stunda. — Hallgrímur var
einnig eitthvað á fiskiskipum, eins
og áður er sagt. Hann var t. d. á
kútter „Jakobi“ frá Akureyri með
Ásgrími skipstjóra Guðmundssyni.
Ásgrím teiur hann liafa verið sér
sent bezta löður og sér því einkar
kæran. Á haustin reri Hallgrímur
jafnan á árabátum, sem gengu frá
Böggvisstaðasandinum (eða Sand-
inum), — en svo nefndist Dalvíkin
upphaflega. Lengst mun hann hafa
verið háseti á sexæringnum „Kára“,
sem Jón í Nýjabæ átti, eða 14 ver-
tíðir alls, og.vár Þorsteinn Jónsson,
póstafgreiðslumaður, (f. 29. sept.
1879, d. 1. janúar 1956) jafnan for-
maður all.an þann tíma. „Kári“ var
mesta happafleyta. Hann munu
þeir nafnar,. Jón, faðir Stefáns í
Brimnesi, og Jón Stefánsson, hafa
byggt, eins og fleiri báta á þeim ár-
um. Því miður er nú ekkert eftir af
þessum ágæta báti, og ekki einu
sinni mynd, ef eg veit rétt. Eór illa,
að hann skykli ekki geymdur handa
væntanlegii sjóminjasafni Dalvíkur.
Mér lék forvitni á, að heyra sagt
frá ,,aldamótaróðrinum“ svokallaða,
sem svo oft er nefndur hér og víð-
ar. Eg spurði því Hallgrím um
hann. Honum sagðist frá á þessa
leið:
,jÞit talar um aldamótaróður. Eg
þykist vita, að þii munir eiga við
róðurinn okkar á „Kára“ í „kirkju-
rokinu“ 20. sept. 1900.“ Eg kvað
það rétt verá. — „Já, þetta haust var
skipshöfnin á „Kára“ sú, er hér
segir: