Dagur - 17.12.1956, Side 9

Dagur - 17.12.1956, Side 9
JÓLABLAÐ DAGS 9 KRISTJÁN HALLDÓRSSON, úrsmiður, Stóru Tjörnum: Brot úr ævisögu Magnúsar Jónssonar, gullsmiðs á Akurcyri MAGNÚS JÓNSSON (venjulega nefndur Mag'nús gullsmiður) var fæddur að Öxnafelli í Eyjafirði hinn 15. júlí 1850. Foreldrar Magnúsar voru þau hjónin séra Jón Jónsson, prestur að Grund og Möðruvöllum í Eyjafirði, og Guð- rún Ragnheiður Magnúsdóttir Árnasonar lrónda í Öxnafelli, og konu hans, Hólmfríðar Jónsdóttur. En Magnús Árnason í Öxnafelli var afi Magnúsar Sigurðssonar stór- bónda og kaupmanns á Grund. Magnús Jónsson missti móður sína, þá er hann var um 9 ára að aldri. Fór hann þá skömmu síðar í fóstur til hálfsystur sinnar, Þóru Jónsdóttur, sem var af fyrra hjóna- bandi séra Jóns, föður þeirra.. En maður Þóru var Indriði Þorsteins- son, gullsmiður, þá búsettur á Ak- ureyri, en var lengst af kenndur við Víðivelli í Fnjóskadal, þar sem hann bjó alllengi og til æviloka. „Þú ert svo fallegur, pabbi!“ kallaði hún. „Svo fallegur-“ Eg fann að mamma lagði hand- legginn um herðar mér. Hún hafði gengið fram á milli okkar Stebba. Snerting handa hennar var nægileg. Hún þurj'ti ekkert að skýra frá því, að hún hefði farið ofan í borgina og keypt handa pabba fyrir alla peningana. „Pabbi,“ sagði Stebbi. „Ætlarðu nú að fara með okkur í kirkju?" „Við förum öll saman,“ sagði pabbi. Meðan Magnús var enn á bernskuskeiði, andaðist Þóra, systir hans og fóstra. F.kki hafði þeim hjónum orðið barna auðið. Indriði kvæntist öðru sinni (um 1864) og gekk að eiga Þóru Kristjánsdóttur frá Sigríðarstöðum í Ljósavatns- skarði. Þau bjuggu á Víðivöllum frá 1864 til 1879, og um það leyti dó Indriði. Ekkja hans bjó skamma stund á Víðivöllum. Þeirn hafði ekki orðið barna auðið. Þóra giftist aftur. Maður hennar var Jón á Espihóli, og var hún seinni kona hans. Hóf gullsmíðanám. Á Víðivöllum gerðist Magnús gullsmíðanemi hjá Indriða, og þar mun hann hafa lokið gullsmíða- námi. Enda ekki í kot vísað að læra hjá Indriða, þ\ í að hann var talinn mjög vel lærður í sinni iðn. Hann „Good egg,“ sagði Stebbi (frb. „gúdd egg“ = ágætt, fyrirtak). Hann þreif í aðra höndina á Jennýju, og eg í hina, og svo fórum við að dansa utan um pabba.í hring og í hring, og pabbi stóð í miðjurn hringnum, bjartur og 1 jómandi eins og jólatré, og leit þakklátum aug- um á mömmu. En við sungum eins hátt og við gátum: „Jólin, jólin, — heims um ból!“ H. V. þýddi úr ensku. lærði gull- og silfursmíði erlendis. Ekki verður með nokkurri vissu vit- að, hvort Magnús hefur kynnzt úra- og klukkuviðgerðum hjá Indriða, því að í þá daga var þannig ástatt hér á landi, að enginn lærður úr- smiður var þá til, að minnsta kosti var það ekki hér norðanlands. — 1 gömlum Norðanfara, sem er frá þeim tíma, er Magnús var um tví- tugsaldur, eru auglýsingar frá gull- smið á Akureyri, sem fengizt hefur við það að gera við úr. Það er því ekki ólíklegt, að þeir, senr áttu úr eða klukku, sem þurfti aðgerðar við, hafi leitað til Indriða á Víði- völlum og síðar til Magnúsar, er hann flyzt að Hrísum. Enda mun það vera ástæðan fyrir því, að Magnús ræðst í að sigla til Kaup- mannahafnar til úrsmíðanáms eftir nokkurra ára dvöl á Hrísum. Árið 1871 fluttist Magnús frá Indriða mági sínum á Víðivöllum að Hrísum í Eyafirði til Jóns Jóns- sonar bróður síns og hefur þá verið fullnuma gull- og silfursmiður, rúmlega tvítugur að aldri. Á Hrísum tekur Magnús að stunda iðn sína á eigin ábyrgð, og þar tekur hann sína fyrstu læri- sveina til náms. En það voru Magn- ús Benjamínsson, síðar úrsmiður í Reykjavík, og Páll Jónsson, skáld, er síðar tók ættarnafnið Árdal. Báð- ir þessir fyrstu nemendur Magnús- ar urðu síðar þjóðkunnir menn. Magnús Benjamínsson m. a. fyrir smíði á klukkum, sem eru svo mik- ið völundarsmíði að nákvæmni í réttum gangi, að vart verður lengra komizt, en Páll fyrir ljóð sín og leikritagerð. Úrsmíðanám í Höfn. Ekki verður með fullri vissu sagt, hvenær Magnús hefur farið frá Hrísum. En áreiðanlegar heimildir sýna, að hann kemur heim úr fyrstu utanför sinni vorið 1878, þá 28 ára I

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.