Dagur


Dagur - 17.12.1956, Qupperneq 10

Dagur - 17.12.1956, Qupperneq 10
10 JÓLABLAÐ D AGS að aldri. í þessari fyrstu utanför sinni lærði Magnús Jónsson úr- smíði í Kaupmannahöfn hjá Lang- balle úrsmíðameistara. En Lamt- balle þessi hafði lært úrsmsíði lijá Jörgen, föður J. Jörgensen „hunda- dagakonungs". Langballe, meistari Magnúsar, hefur verið orðinn nokkuð roskinn maður, þegar Magnús lærði hjá bonum. Það má gera ráð fyrir því, að Magnús hafi dvalið 'hjá Langballe, meistara síii- um í Kaupmannahöfn, í 3 ár, því að Jrað var sá tími, sem úrsmíða- nemar þurftu í Jrá daga til Jress að verða fullnuma úrsmiðir. Þetta sama vor, 1878, sem Magn- ús kom heim frá Khöfn, settist ’hann að á Akureyri og byrjaði þá þegar að reka Jrar úrsmíða- og gull- smíðaverkstæði, sem hann síðan. vann á og stjórnaði til dauðadags. Faðir úrsmíðaiðnarinnar. Það iná með nokkrum sanni segja, að Magnús sé faðir og braut- ryðjandi úrsmiðaiðnarinnar hér á landi, því að nálega allir, sem lærðu þessa iðn seint á 19. öldinni, lærðu hjá Magnúsi, að undantekn- um Eyjólfi Þorkelssyni í Reykjavík, sem lærði utanlands nokkru lyrir aldamótin. Nokkru eftir heimkomuna stækk- ar Magnús verkstæði sitt og tekur 2 námssveina. Voru það þeir Þórður Tltorarensen, er síðar var gullsmið- ur um langt skeið á Akureyri, en hann var faðir Ólafs bankastjóra, Stéfáns úrsmiðs og þeirra systkina. Hinn maðurinn var Páll Eiríksson, ættaður úr Skagafirði. Hann fór að loknu námi til Ameríku. Sigfús, sonur séra Sigurðar á Skinnastað, lærði og úrsmíði hjá Magnúsi um líkt leyti. Hann stundaði úrsmíði í Vopnafirði um allmörg ár. Hann missti sjónina þar og átti síðan heima í Hvammi í Þistilfirði, en andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar ár- ið 1917. Þá lærði og skömrnu fyrir aldamótin síðustu hinn góðkunni úrsmiður, Friðrik Þorgrímsson, úr- smíði hjá Magnúsi, og stundar hann enn iðn sína í hárri elli. Síð- astur réðst til úrsmíðanáms hjá Magnúsi, Sigmundur Sigurðsson, ættaður úr Skagafirði. Hann var drengur liinn bezti og góðum gáf- um gæddur, hagorður vel og fynd- inn í orði. Magnús bar gott traust til lians og gerði liann að eftir- manni sínurn við verzlun og verk- stæði. Síðar kvæntist hann Hólm- fríði Jónsdóttur, bróðurdóttur og fósturdóttur Magnúsar. En hún var einkaerfingi Magnúsar og erfði luis hans, verkstæði og verzlun. Þau Hólmfríður og Sigmundur eignuð- ust einn son, er heitinn var Magnús el'tir frænda sínum. Hann er nú starfsmaður hjá SÍS í Reykjavík. Sótti sjálfur vörur sínar. Magnús Jónsson fór margar ferð- ir til útlanda, aðallega til Danmerk- ur, í verzlunarerindum. Jónína Jónsdóttir, bróðurdóttir hans, sem eg hef heimildir mínar frá, sagði mér, að Magnús hefði farið 7 ferðir til útlanda, og er það nokkuð mikið á þeim árum, Jregar ferðir voru fá- ar og skipakostur slæmur. Vörur þær, er Magnús flutti inn, voru fyrst og fremst úr og klukkur. Úr- in frá G. T. verksmiðjunum í Sviss, ýmist lykil-trekkt eða hald-trekkt, með 4 til 10 steina „sylinder“- verki eða 15 steina „ankergangs"- verki. Úr þessi reyndust mjög vel og eru enn í eigu margra og ganga enn. Klukkurnar voru aðallega frá þýzkum verksmiðjum, Junghaiís, Hamburg-Amerikanische o. fl. — iÞessar klukkur eru enn í eigu margra og ganga vel. Magnús verzl- aði með vörur bæði úr silfri og gull- pletti, bæði útlendar og þær, sem hann smíðaði sjálfur. Þá seldi liann og byssur, saumavélar og fatnað. Eina klukkan, sem hægt var að treysta. Magnús var fyrsti maður á Ak- ureyri, sem kom fyrir rafmagns- dyrabjöllu í liúsi sínu, og heyrðist hringingin frá henni upp í íbúð hans. Á verkstæðinu var hnappur, sem lærisveinarnir þi*ýstu á, ef þeir þurftu að finna hann til að segja sér fyrir verkum, eða ef í búðina komu gestir, sem þurftu að finna Magnús. Stóra klukku setti Magnús á framhlið hússins, og var hún trekkt og sett rétt eftir tímatalning- um innan frá búðinni. En tímann tók Magnús eftir sólar-hæð með sextanti, áhaldi, sem sjómenn nota á höfum úti. Klukka Jressi var eina klukkan í bænum, sem menn gátu reitt sig á. Því var Jrað, að margur haaðurinn stanzaði fyrir framan liana til að setja eftir henni úrið sitt. Af Javí fékk hún nafnið „Akureyrar- klukka“, Jdó aðallega lijá sveitafólki. Þegar einhver kom úr Akureyrar- kaupstað, var liann einatt spurður á Jressa leið strax og hann kom heiin: „Hvað er nú Akureyrarklukka? Þú hefur líklega tekið rétta klukku í kaupstaðnum." Svona var Jrað Jrá, þegár fólk hafði hvorki síma né út- varp og sumir ekki annað en sólina að styðjast við eða klukkugarm. Magnús var stórgjöfull. í Sögu Akureyrar eftir Klemenz Jónsson (útg. 1948) er Magnúsar getið á þessa leið (bls. 114): „Hann var úr- og gullsmiður, vandaður maður, hæglátur í framkomu. . . .“ Ennfremur (bls. 212—213): „Magn- ús var velmetinn borgari, stilltur og gætinn, en þéttur fyrir, afskipta- lítill um almenn mál, en stundaði atvinnu sína vel, varð hann Jiví vel auðugur maður. Hann andaðist 1905 og hafði í erfðaskrá sinni ánafnað spítalanum 2000 krónur að gjöf, og til íátækra barna í barna- i >

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.