Dagur


Dagur - 17.12.1956, Qupperneq 30

Dagur - 17.12.1956, Qupperneq 30
30 JÓLABLAÐ DAGS GUÐNI SIGURÐSSON: Fyrstu kynni af rjúpunni Frásögn mín a£ rjúpunni liefst á ])ví, er eg var orðinn svo gamall, að eg þótti liðtækur til snúninga. Minnist eg þess, að þegar snjó tók að leysa tir brekkunum, kom rjúp- an óðar í auðu blettina, þótt hún hetði ekki sést þar áður í langan tíma. Tvíbýli var á heimilinu, en hvorugur bændanna átti byssu, og íékk því rjúpan að vera þarna í friði, enda mun hún hafa fundið það og kunni áreiðanlega að meta það. Þarna dvöldu þær allt vorið og sumarið og fram yfir varptímann, meðan þær voru að koma upp ung- um sínum, lengra og skemmra frá bænum. Sérstaklega man ég eftir einum hjónum, sem héldu til á sama stað vor eftir vor. Var stund- um verið að tala um það, hvort þetta myndi vera sörnu rjúpnahjón- in, en því gat auðvitað enginn svarað með vissu. En miklar líkur voru samt til þess, að svo væri, því að þá var enn ekki farið að veiða rjúpur þar í sveit. — En seinna keypti Bárður bróðir minn lítinn framhlaðning og tók að stunda rjúpnaveiðar. Þetta rjúpnapar hélt til norðaust- ur af bænum. Fyrst á vorin eftir að rjúpan tók að setjast að í brekkun- um, mátti sjá kerrann (þannig var rjúpnasteggurinn alltaf nehrdur) á verði, þar sem nrest bar á lionum, en kvenfuglinn sást hvergi. Snemma á vorin, meðan rjúpurn- ar voru í tilhugalífinu, lenti stegg- urinn minn oft í áflogum við að- komusteggi, sem vildu ræna hann konunni, og urðu úr þessu hin me$tu læti. Einu sinni sem oftar var það snemma morguns, áður en kornið var á fætur, að einkennileg hreyfing heyrðist uppi á baðstofu- þakinu. Var þar hlaupið um létt- um fótum og kurrað, og grunaði nrig þegar, hvað hér væri um að vera, og að nú væru rjúpnastegg- irnir farnir að fljúgast á uppi á baðstofumæninum. Eg var ekki lengi að smeygja mér í fötin og flýtti mér síðan út til að sjá leikinn. Læddist eg meðfram skemmuveggnum að norðan og að sundi á milli eldluiss og baðstofu og gægðist þar upp fyrir. Sá eg tvo hvíta fugla á harðahlaupum eftir baðstofuþakinu, báða með slapandi vængi og uppsperrt stél, sem þeir breiddu út eins og bezt var unnt. Þannig hlupu þeir ropandi fram og aftur um þakið og reyndu að ná taki hvor á öðrum, unz þeir lentu sinn hvorum rnegin við mæninn. Horfðust þeir þá hvasst í augu eins og grimmir hanar, stukku síðan upp og ráku bringurnar saman, og virtist þetta vera liámark áfloganna, því að nú flugu þeir burttu, en þó samhliða og svo nærri, að þeir slógu hvor annan xiieð vængjunum. Þann- ig flugu þeir, ineðan eg sá til þeirra. Eftir skannna stund kom þó annar þéirra aftur,1 og þóttist eg vita, að þar væri kunningi minn að koma sem sigurvegari úr hinni miklu orr- ustu. Þegar hann nálgaðist varð- stöðvar sínar, hækkaði hann flugið allmikið, áður en liann renndi sér ropandi niður á holtið sitt og sett- ist. Síðan hljóp hann nokkra hringi smáropandi og hristi stélið í ákafa, áður en hann nam staðar og tók upp varðstöðuna á ný. Sumarlíf rjúpunnar. Þannig leið vorið, og eftir að brekkurnar höfðu klæðst sínum fjölbreytta sumarskrúða, mátti sjá rjúpnasteggina enn í hvíta bún- ingnum sínum á áberandi stöðum. En nú var búningur þeirra orðinn heldur rytjulegur, bæði leirugur og götóttur. En loks rann upp sú stund, að sjá mátti þá skrýdda sín- um fagra, dökkbrúna sumarklæðn- aði. Meðan stéggirnir standa í styrj- öldum og halda uppi þessu órólega lífi, hefur lítíð borið á kvenfuglin- mu. Hún héfur haft fataskipti í kyrrþey, enda mátti hún engan

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.