Dagur


Dagur - 17.12.1956, Qupperneq 8

Dagur - 17.12.1956, Qupperneq 8
8 JÓLABLAÐ DAGS og ýfði dálítið hárið á okkur Stebba. Jenný fór að kjökra. Við settumst upp í rúminu. Hún var að gráta og grúfði sig ofan í svæfilinn. „Hvað er að?“ spurði pabbi. Rödd hennar virtist koma langt að neðan úr svæflinum. „Eg vil ekki fá neitt hjá Jóla- sveininum," sagði hún. „Hann kemur með stóra brúðu handa þér.“ „Eg vil ekki hafa brúðu. Eg vil ekki hafa neitt. Bara ekki neitt.“ „Ekki neitt?“ „Ekkert,“ snökti hún og sparkaði til fótunum. „Ekkert, ekkert." „Jenný litla.“ Hún vildi vildi ekki láta hann snerta sig. Hún vatt sig og sneri sér undan. Hún brölti upp á hnén og skreið yfir í fótaenda rúmsins, hnijrraði sig þar saman og sneri baki við honum. Pabbi varð alveg forviða. Hann leit yfir til okkar, en ekki gátum við hjálpað neitt. „Þú vilt kannski eitthvað annað, Jenný. Dálitla tebolla eða strokfjöl og strokjárn. „Eg vil ekki neitt,“ andæfði hún. „F.g vil að þú fáir eitthvað." Og þegar hún hafði sagt þetta, varð liún alveg róleg. Pabbi var orðlaus og steinhissa. Nú lagðist Jenný aftur út af, róleg og stillt og dró teppið alveg upp að liöku. Við Stebbi lögðumst líka út af. Pabbi bara glápti. Svo slökkti hann Ijósið. í dyrunum nam hann staðar. „Farið þið nú að sofa,“ sagði hann. „Eg ætla að vekja ykkur klukkan ellefu. Við ætlum að fara til miðnæturmessunnar. ÖIl saman, í sérstöku tilefni, okkur til gleði og ánægju.“ Stebbi settist upp í rúminu í snarkasti: „En þú hefur engar buxur!“ „Samfestingurinn þornar,“ sagði pabbi. „En pabbi. ...“ „Æi, ekkert.“ Stebbi velti sér niður við hliðina á mér. „Hann getur ekki farið til kirkju í samfestingnum," hvíslaði hann. „Hvað heldurðu þá, að fólk hugsaði og segði!“ Eg skeytti þessu ekkert. Eg smeygði mér fram úr rúminu. Gegnum opnar dyrnar inn að fremra herberginu sá eg pabba sitja við gluggann rneð flónelskuflinn sinn vafinn utan um fæturna á sér. Hann nuddaði héluna af orluggan- um og gægðist út á veginn til að líta eftir mömmu. Allt síðdegið hafði þetta verið leikur okkar Stebba og Jennýjar. En fyrir pabba var þetta enginn leikur. Hann hafði áhyggjur út af mömmu. Hann virtist núna svo ellilegur og einmana. Og allt í einu skildist mér, livað Jenný hafði átt við. Eg 'kærði mig heldur ekkert um neina jólagjöf. Við vorum ekki sofnuð, þegar mamma kom aftur. Við heyrðum hana stappa fótum í skóhlífunum á forstofutröppununr. Svo opnaðist hurðin, og hún kom þjötandi inn með snjóinn á herðunum. Hún rétti pabba stóran böggid, vafinn í brúnan umbúðapappír. „Hæ ,hó!“ sagði Stebbi. „Þarna er það komið. Þetta er byssan mín.“ Við Jenný lágum grafkyrr. Stebbi stóð í dyrunum í skímunni. Mamma leit upp til að sjá, hvort við svæfum, og sá þá Stebba í dyr- ununr. „Farðu aftur upp í undir, eins,“ sagði hún. „Ætlarðu ekki að opna hann?“ Stebbi kom aftur upp í rúmið. Mamma lokaði hurðinni. Við vor- unr í myrkrinu, nenra hvað ofurlitla glætu lagði inn undir hurðina. iÞetta virtist allt eitthvað svo til- gangslaust. Manrnra og pabbi börð- ust í bökkum og áttu við ranrman reip að draga. En Stebbi var ekkert að hugsa um það. Hann velti sér bara í rúminu og rak í nrig olnbog- ana á víxl í ærslunr sínum. Að neð- an heyrðunr við eitthvað áþekkt trunrbulrljóði, þegar böirdunum var sprett utan af stóra böggliirunr. Síðan varð hljótt. Að nokkurri stuird liðinni opn- aði mamma hurðina. „Nú megið þið koma,“ sagði hún brosandi. Stebbi stökk fram á gólfið, eir við Jemrý gengum hægt ofair. Stebbi stóð á nriðju stofugólfinu og hvarfl- aði björtum, eftirvæntingarfullum augum unr alla stofuna. „Hvar er lrún?“ sagði hann „Hvar er byssan mín?“ „Bíddu írxi ofurlítið,“ sagði nramma. Eg litaðist um. Pabbi var horf- inn. Mamma gekk yfir að fata- skápnum. Hún drap fingrum á lrurðina. „Tilbúinn?“ spurði hún. Og innan úr skápnum svaraði rödd pabba: „Tilbúinn," og hurð- in opnaðist. Þetta var ungur maður. Hann kom út úr skápnum og gekk fram á mitt gólfið. Við hörfuðum forviða yfir til mömmu. Ókunni maðurinn brosti. Og þá þekktum við hann öll. Þetta var pabbi. En lrann var í nýjum fötum, og nreð fallegt háls- bindi. Og hann var 1 jómandi falleg- ur. Við gláptum á hamr, undrandi og hrifin. En sú gleði! En sú feg- urð! Hann stóð þarna og hrosti að okkur, glaður, en dálítið órólegur. Hann rétti franr hendurnar til Jennýjar að vanda. Hún var alveg frá sér numin af gleði og liékk í mömmu sinni, ánægð með að standa þarna í fjarlægð og lrorfa á hann, þögul og hamiirgjusöm. Manrnra varð að ýta henni gætilega í áttiira til hans. Hún leit íriður og hreyfði sig varla. F.n svo rak hún allt í einu upp gleðióp og hljóp í fangið á lronum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.