Dagur - 17.12.1956, Síða 20

Dagur - 17.12.1956, Síða 20
20 JÓLABLAÐ D AGS móðir mín, og árið eftir yfirgaf eg Danmörk." Annar ökumaðurinn, sem brugð- ið hafði sér út, kom nú inn aftur og sagði: ,yÞað eru víst einhverjir í hættu staddir, því að eg sá liest með aktygjum liama sig í skjóli við hús- gaflinn." Það sló þögn á hópinn, og allir fóru þeir út til að líta eftir, hvort þeir bæru kennsl á hestinn. En þeg- ar þeir konru r'it, sáu þeir, að þarna voru tveir hestar, sem sneru sér undan veðurofsanum. Þeir voru all- ir sílaðir utan, svo að torvelt reynd- ist að greina útlit þeirra. Karl Bacli gekk til hestanna, fór böndum um höfuð annars þeirra og sagði: „Þetta er hryssan hans Westergaards, eg þekki hana á eyr- unum.“ „Já, feðginin, Rósa og Wester- gaard voru einnig í kaupstaðnum,“ sagði kandidatinn. „Bara að hér hafi nú ekki orðið slys,“ sagði Karl Bach, í því hann teymdi hestana til hésthússins. Hinir mennirnir áttu fullt í fangi með að hafa sig aftur í húsaskjólið. Stormurinn liafði greinilega færzt í aukana og stórhríðin orðin að hreinasta fárviðri, einu slíku, sem svo oft geisar um vetur í Kanada, og alla jafna krefst mannfórna. Allir urðu þeir gripnir eins kon- ar skelfingu. Þeir vissu, að Wester- gaard var maður um sextugt og fremur heilsuveill, og að Rósa, dótt- ir hans, var ung, aðeins tuttugu og tveggja ára. Fyrir tveimur árum, eftir að ÚVestergaard missti konu sína, höfðu þau flutt frá Ghicago til nýlendunnar, af því að læknir hafði ráðlagt honum að dveljast á Slétt- unni, svo að taugar Iians kæmust aftur í lag. Það hafði líka sýnt sig, að sú ró og kyrrð, sem ríkti á Slétt- unni, var einmitt rétta lyfið. Rósa, sem var lærð hjúkrunarkona, hafði oft, í veikindum landnemanna, veitt þeim mikilsverða aðstoð. Hún var mjög lagleg, björt yfirlitum, bláeyg og bjarthærð; var hún líka, vegna fegurðar sinnar, kölluð Sléttu-rósin. Kandidatinn var tíð- ur gestur á heimili Westergaards. Hann átti bíl, og Rósa sást oft í fylgcl með honum, þegar hann fór í ökuferðir sínar. 'Þess vegna var það almennt álitið, að þau væru trúlof- uð. Allir áðkomumennirnir voru sammála um það, að ekkert væri hægt að gera til hjálþar þessum tveim ferðamönnum, fyrr en veðrið lægði eitthvað. Það væri aðeins til að leggja líf sitt í hættu, þar sem engin merki voru finnanleg til að glöggva sig á. Það væri einnig hugs- anlegt, að þau hefðu komizt í húsa- skjól, áður en veðurofsinn hefði náð hámarki sínu. Á meðan þeir ræddu þetta frain og aftur, kom Karl Bach frá því að fara með hestana í hús. Hann gekk þegar að veggnum og tók þaðan niður húðfat mikið. „Eg ætla að leggja aktygi á þá brúnu og ríða áleiðis til bæjarins,“ sagði hann ákveðið. Ferðafélagarnir lögðu fast að honum að hætta við för þessa, en hann sat við sinn keip, og hélt af stað út í érveðrið. Langur tínri leið, eða svo fannst ferðafélögunum, þar sem þeir biðu milli vonar og ótta þess, sem verða vildi, en jafnframt hugguðu þeir hver annan með því, að Karl Bach myndi spjara sig. „Eg er ekkert hræddur um Bach,“ sagði einn þeirra. „Hann þekkir Sléttuna eins og fingurna á sér. Hann hefur verið ktireki á stór- búinu hans þacksons í sex ár, og hann kann ekki að hræðast. Þið megið vera vissir um, að hann verð- ur kominn aftur fyrr en okkur var- ir. Nei, þá er meiri ástæða til að ótt- ast um feðginin." Þegar Karl Bach kom þangað, sem allmikill hálmstakkur var, en frá honum og bæjarhúsunum var spottakorn, nam hann staðar, og var þangað til að krafsa snjóinn frá hálminum, að honum tókst að kveikja í stakknum. Því næst hélt hann för sinni áfram! Hann var nú viss um, að hann gæti ekki farið villur vegar, þar sem hann hafði logandi hálmstakkinn sér að leiðar- ljósi. Við og við gaf hann frá sér öskur eins og þau, sem kúrekar eru vanir að viðhafa, þegar þeir reka nautgripi eða hross. Og í hvert sinn, sem öskrið var fyllilega hljóðnað, kallaði hann eins hátt og hann gat: „Er nokkur þar?“ En enginn virtist heyra köll hans á þessari ógnþrungnu nótt. Sleði Westergaards hafði orðið fastur í daldragi nokkru. Með mestu erfiðismunum hafði þeim loks tekizt að spenna hestana frá. Vonlaust virtist þeim að ná. til mannabyggða, tóku þau þess vegna það til ráðs að búa sem bezt um sig á sleðanum, og bíða þess að veðr- inu slotaði. Þó að þau væru klædd skjólgóðum íoðfötum og hefðu bæði undir og ofan á sér þykkar ábreiður, gerði kuldinn fljótlega vart við sig, og þeim varð brátt Ijóst, að hér var um lífið að tefla. Þau höfðu legið þarna æðistund, og byhirinn grenjaði, án afláts um- hverfis þau, er Rósa stóð á fætur og sagði við föður sinn, að hann skyldi sveipa ábreiðu hennar einnig um sig, því að hún ætlaði að freista þess að ná í hjálp. En faðir hennar sagði: „Við skulum láta eitt yfir okkur bæði ganga, dóttir góð.“ Samstundis og hann hafði sleppt orðinu, heyrðu þau, þrátt fyrir grenjandi hríðina, hvellt öskur, og rétt á eftir heyrðist kallað: „Er nokkur þar?“ „Já,“ kallaði Rósa á móti. Þau hlustuðu í ofvæni, en heyrðu aðeins hvininn í storminum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.