Dagur - 17.12.1956, Síða 16
16
JÓLABLAÐ DAGS
KRISTJÁN E. KRISTJÁNSSON:
SKIPSSTRANDIÐ
VIÐ HELLUHÖFÐA
Bærinn Hella og Helluhöfði eru
vestan Eyjaf jarðar, nokkru innar en
Dalvík, og inn og yfir af Hrísey.
Vestan höfðans skerast smávíkur
inn á ströndina. Heita þær: Reits-
vík, Gerðisvík og Djúpavík. Sú síð-
astnefnda er nú af sumum nelnd
Símavík, því að þaðan liggur sæ-
síminn til Hríseyjar. Innan við
höfðánn er Naustavík. haðan liggur
rafmagnsstrengurinn til Hríseyjar.
I Naustavík er lending góð og það-
an stundað útræði fram á síðustu
ár. Frá Reitsvík var lengi útræði
síðari liluta vetrar og á vorin. Há-
karlaskip Hellubænda og nágranna-
bænda lögðu þar upp afla sinn og
ljræddu lifrina. Enn sjást Jrar leifar
af gömlum grútarpottum. í norð-
anátt getur verið brimasamt í vík-
unura vestan Jiöfðans. Sennilegt má
telja að Helgi hinn magri hafi sett
farm sinn á land á þessum slóðum,
því að þaðan er skammt að Há-
mundarstöðjjm, þar sem hann bjó
hinn lyrsta vetnr. Landnáma segir,
að Helgi hafi numið land „innan
Svarfaðardals og búið á Hámundar-
stöðum“.
Ekki fara sögur af sjóslysum ;i
þessuni slóðum fyrr en árið 1921 að
skip strandaði vestan Djúpuvíkur.
Þegar Rigmor strandaði.
Það var 28. september 1921,
að stórt, þrímastrað seglskip með
hjálparvél, strandaði þarna. Skipið
var á leið frá Siglufirði til Akur-
eyrar. Hafði það verið með salt-
larm, sem ]>að var búið að losa að
mestu. Erá Siglufirði fór það síðari
hluta dags í sæmifegu veðri. Er leið
að k\'i)ldi fór veður -versnandi. Varð
nú hvass norðvestan með snjókomu
og miklum sjógangi.
Þegar kom inn fyrir Ólafsfjarð-
armúla var komið versta veður og
munu þeir hafa larið nokkuð inn
með vesturströndinni og ekki orðið
varir viðHríseyjarvitann,sem þávar
kominn. Hann var byggður 1920.
Um tíma héldu þeir kyrru fyrir
austur af Dalvík, en héldust þar
ekki við og ætluðu þá að taka strik-
ið inn fjörð.
I brimgarðinum.
Ekki liöfðu þeir lengi farið, er
sá í brimgarð fyrir stafni, snúa þeir
þá meir til austurs, en þar verður
fljótt land fyrir stafni. Það var
Djúpvíkurtöng. Hrekur svo skipið
þarna að landi. Landtaka var ekki
góð, því að þarna er klungur og
klettar fyrir, en nokkuð aðdjúpt
þar, sem skipið bar að landi. En svo
sem liálfri skipslengd austar eru
flúðir, og hefði skipið borið þar að,
var lítil von um mannbjörg. Skipið
var járnskip, en þannig byggt, að
það risti mjög grunnt, var svo til
flatbotna. Það hafði verið byggt í
Hollandi og notað jrar, en var nú í
eigu útgerðarfélags í Nakskov í
Danmörku. Skijjið var fárra ára
gamalt.
Björgun.
Áhöfn skipsins voru 8 menn, allt
Danir nema matsveinninn, sem var
íslenzkur, Kristján Kristjánsson að
nafni. Var hann þá ca. 15 ára.
Um björgun áhafnarinnar er það
að segja, að þegar skijíið tók niðri,
fór sjór fljótt að ganga yfir það og
var ekki lengur vært í því.
Skipsmenn fóru þá að atliuga
landtöku, en lítið sást fyrir myrkri
og sjógangi. Öðru hvoru rofaði þó
fyrir landi og sá þá í allháa kletta,
en I jöruborð lítið.