Dagur - 17.12.1956, Síða 14
14
JÓLABLAÐ D AGS
S K U G GI
Þegar bærinn var hundlaus.
Snotra gamla var dauð og enginn
hundur lengur til á bænum. Allir
vita hvernig það er á sveitabæ, þar
sem land er víðáttumikið og sauð-
fjárræktin aðalatvinnuvegurinn. Þá
verður maður sjálfur að hlaupa og
það geta nú orðið hlaup í lagi. Það
I versta er, að kindurnar steinhætta
að bera virðingu fyrir manni og
skil ja fljótlega, að engin hætta er á
ferðum, þótt einhver sé að hóa og
siga, ef enginn kemur hundurinn.
Þá er að reyna að gelta. En það
ber ekki árangur, nema rétt fyrst.
Ærnar vita sínu viti . og læra
fljótt af reynslunni hvað óhætt er
að gera. Túnarollurnar koma lieim
á eftir þeim, sem rekur þær og eru
svo sakléysislegar, að því er líkast
að aldrei hefði ófrómri hugsun að
þeim hvarflað. Svo velja þær sér
bezta blettinn og eta sér til óbóta.
Þær líta tæplega upp, þótt einhver
komi út á hlað, æpandi og sigandi
hundum, sem ekki eru til. Þá þótti
skömm að hafa kindur í túni.
Hundlaus maður er aðeins hálfur.
í göngunum á haustin þykir sá
naumast hálfur míaður, sem ekki
hefur hund. Rosknar og ráðsettar
ær, sem finnst of snemmt að halda
til byggða, láta melöldur og mold-
arbörð skýla sér, í von um að
gangnamenn, senr fara með ófrið
um fjöll og heiðar, taki ekki eftir
sér. Og þær sýna þrjózku ef þær
finnast og halda ekki einu sinni
hópinn. Þá er þreyttum gangna-
manni erfitt um vik. Heitasta ósk
Iians er sú að hafa hund. Þótt ekki
væri nema hvolpur eða bara eitt-
hvert hundkvikindi.
Fjöruær og „fjörulallar“.
Enn er að minnast smalamennsk-
unnar á haustin, þegar farið er að
hýsa. Þá er allra veðra von og
vissara að hafa góða gát á fénu. Séu
veður góð, er ekki gefið hey, og þá
vilja ærnar alveg eins liggja úti.
Þær velja sér þá þurra staði og
leggja í smáhópum. Stundum fara
þær fram á Dal eða eitthvað út í
buskann. Þar sem fjörubeit er, eru
sumar ærnar þaulsætnar í þaranum.
Meðan Snotra garnla hét og var og
fylgdi f jármanninum, gelti hún
þegar kornið var fram á sjávarbakk-
ann og ærnar runnu í halarófu eftir
kindagötunum, skáhallt upp bratt-
ann og tæpt á klettabrúnum.
Nú var ekki því að heilsa, og
ærnar steinhættar að taka mark á
því, þótt hóað væri á bakkanum. Þá
var að klöngrast niður í fjöruna.
F.n bakkinn var bæði brattur og
hár. Það var nú svona og svona að
vera að fara niður í fjöru eftir að
dimma tók. Auðvitað var maður
ekki myrkfælinn eða neitt þess
háttar- Enda engin liætta. Full-
orðna fólkið sagði, að engir draugar
væru til og engin sjóskrímsli eða
fjörulallar. Þetta fullyrti það að
minnsta kosti, þegar átti að fara að
smala. En stundum kom það fyrir á
iiðrum tímum, að sagðar voru s<ig-
ur og þær svo mergjaðar, að hroll
setti að manni.
Einhvern veginn fór það svo, að
þær sögurnar urðu miklu senni-
kgri og ásæknari í huga, á meðan
stokkið var stein af steini í f jörunni,
undir slútandi klettum, með brim-
hljóð og urgandi útsog í eyrum.
Stundum voru Jioldvana hendur
réttar upp úr brimlöðrinu. Þær
hurfu undir næstu iholskeliu. Mér
var sagt að þetta væru bara þara-
leggir, og það gat svo sem verið.
Þá hefði komið sér vel að eiga
hund og láta liann sækja féð. En
fjármenn mega ekki láta bera á
mýrkfælni, og ekki lieldur ungling-
ar, senr eiga kannske að fá að Iiirða
lömbin næsta vetur. Þeir mega ekki
vera hræddir í fjörunni og ekki
Iteldur við dimmar kofadyr, sem
gengið er fram hjá í rökkri. Maður
lítur hvorki til hægri eða vinstri, og
sér þá ekkert ískyggilegt og lætur
sem maður heyri ekki þruskið.
Minnsti livolpurinn valinn.
Svo var loks afráðið að fá hvolp.
F.n það var ni'i ckki vandalaust að
velja sér gott f járhundsefni. í hug-
anum var farið eftir endilangri
sveitinni og loks staðnæmzt við
ágæta fjártík, sem hét Fluga. Þar
var fjárhundurinn pantaður, næst
þegar Fluga ætti hvolpa.
Og þar kom að Fluga varð létt-
ari og átti hvorki meira né minna
en 7 hvolpa. Ég ætlaði strax að
velja úr hinum stóra og marglita
liópi. En Fluga gamla vildi ekki
neitt ónæði og ég sá þann kost
vænstan að hypja mig. Aftur á móti
lofaði bóndi mér að taka einn
hvolpinn frá og gera mér síðan að-
vart, er ég mætti sækja hann.
í sláttarbyrjun komu svo skila-
boðin, og var þá brugðið við. Veð-
ur var sérlega gott. Logn og þoku-
úði. Það var svo blautt á grasinu, að
vatnið spýttist upp með skóvarpinu
í hverju spori. Það gerði ekkert til.
Stundum var það jafnvel gaman,
sérstaklega ef manni tókst að fram-
leiða fjölbreytt hljóð með vatninu
í skónum. Ef skórnir voru heilir í
botninn og þröngir um varpið,
tókst þetta oft prýðilega, með því
að stíga niður á sérstakan hátt.
Hvolpurinn var hvítur með
svarta bringu og lappir. Hann var
silkigljáandi, sem ekki var furða,