Dagur - 17.12.1956, Síða 5

Dagur - 17.12.1956, Síða 5
JÓLABLAÐ DAGS 5 ganga eftir stéttinni og yfir gras- blettinn heirn að húsinu. Mann' gekk hratt að vanda og var léttstíg- ur. Alit í einti varð hann okkar var í glugganum. Hafi hann brosað, þá heftir það kostað hann allmikla áreynslu. Nú heyrðum við til hans á förstofutröppunum, að hann var að stappa af sér snjóinn, unz okkur virtist, að nú hefði hann stappað ailt of mikið og qf iengi, eins og itann væri smeykur við að koma inn fyrir. Síðan kom hann samt inn og lé/i: ekki hafa séð okkur í glugg- anum, því að hann hrosti og sagði stillilega: „Jaéja, jæja, jæja. — Gleðileg jól, öll saman!" Hann fleygði af sér snjáðum frakkanum og brosti enn til að leyna vandræðum sínum. Og hon- um veittist erfitt að forðast augu okkar allra. En þó var allt í einu engrar skýringar þörf. Hann var pabbi okkar, konungur heimilisins, og maður bjóst ekki við því af kon- ungi, að hann léti hugfallast eða yrði skeifdur, þótt eitthvað bját- aði á. Hann hengdi frakkann sinn inn í skápinn og sneri sér iiægt að Jcnnýju og rétti frarn hendurnar, og hún ldjóp til hans. „Sástu Jólasveininn?" spurði Jenný. ,,Jólasveininn? Æi, já. En hann hafði orðið fyrir einhvérju hræði- legu óhappi. Hann lrað mig að segja þér, að hann hefði orðið alltof seinn í ár. Tvo þrjá daga eftir áætl- un. Hann bað mig líka að segja jennýju, að hann hefði ljómandi fallega brúðu handa henni.en hann gæti ekki komizt yfir veginn fyrr en eftir nokkra daga.“ Jenný var hálf utan við sig og þuklaði á hálsbindi pabba. — Hún hafði þótzt sjá Jólasveininn allan liðlangan daginn. Ut um gluggann hafði ht'm séð hann þjóta um himingeiminn í stórum, rauð- urn sleða, sem tvö hreindýr drógu. Hvernig gat þá staðið á því, að hann skyldi ekki geta komið, fyrst hann hefði farið svo oft fram hjá uppi yfir húsinu í dag? Mamma laut nú einnig niður að Jennýju og sagði: „Já, hann er seinn á stundum. Það kemur oft fyrir.“ Jenný var mjög sorgbitin, en hún var trúarsterk. Hún athugaði andlit þeirra gaumgæfilega, hvort hvergi leyndist hrekkur eða skreytni, og hún skyggndist neki- lega inn í augu foreldra sinna. Síð- an leit hún á okkur Stelrba. „Honum seinkaði líka fyrir þremur árum,“ sagði ég. „Heiia viku, meira að segja,“ sagði Stebbi. AÞetta virtist sannfæra Jennýju, þótt hún segði ekkert enn. En við Stebbi vorum of glaðir til að hugsa nokkuð frekar um Jennýju, því að pabbi hafði litið til okkar viður- kenningaraugum. Og þau sögðu, að hann væri okkur þakklátur fyrir að stuðla að því, að halda draumi Jennýjar litlu og draumheimi lif- andi. Þetta lýsti gleði hans vegna þess, að við vorum ekkert vonsvikn- ir, þótt nú yrðu engar jólagjafirnar. Það birti einnig ljóslega, að allt sem hann ætti og innynni sér, væri okk- ar vegna. Við borðuðum kvöldverðinn í eldhúsinu. Pabba þótti smásteik góð, en í kvöld sat hann hæglátur og hreyfingarlaus, lét gaffalinn liggja kyrran á diskinum og and- varpaði djúpt öðru hvoru. Við kenndum í brjósti um liann, svo að ekki þurfti að ginna né hóta okkur til að borða, og við átum með mestu græðgi. Loksins spurði mamma um herra Harding. „Hann sendi peningana í pósti," sagði pabbi. „Þeir koma því ckki nógu snemma." A7ið urðum öll döpur í huga við þessa frétt. Jenný vildi vita, hvort herra Harding væri sami maður og Jólasveinninn. „Já, einmitt sá sami,“ sagði pabbi. Allt í einu klappaði mamma í hendurnar, og augu hennar 1>1 ik- uðu. „Bíðið andartak," sagði hún. „Nú man ég nokkuð.“ Hún ýtti frá sér stólnum og flýtti sér inn í svefn- herbergið. „Hvað er nú að henni?“ sagði pabbi og gaf henni gætur. Mamma kom aftur brosandi. Hún hélt á úrinu sínu litla, sem hún notaði aldrei, af því að Jrað var úr gulli, og hún geymdi það ætíð á kistubotni sínum undir írsku lín- dúkunum, þar eð það var bæði verðmætt og einnig dýrmætt henni. Pabbi hafði gefið henni það, áður en þau giftust. Urið var fest á svart- an flauelskodda í dálítilli pappa- iiskju. Mamma var dálítið skjálf- hent, Jregar hún lyfti upp litla flau- elskoddanum og tók undan honum fimm gullmyntir. Pabbi tók við myntunum. Þetta voru peningarl Fimm ensk pund. James frændi •hafði gefið mömmu þau í brúðar- gjöf fyrir fimmtán árum. Pabbi horfði á fimm gullpeningana i lófa sínum og síðan á mömmu. Hún var mjög hreykin núna. Dökku augun hennar blikuðu, varir hennar voru rakar, og eftirvæntingarsvipur á andliti hennar. Pabbi fór að hlæja. Hann hló svo hátt og óstjórnlega, að við fórum líka að hlæja, unz við urðum þess varir, að þetta var alls ekki eðlileg- ur hlátur, því að augu hans fylltust tárum. Og allt í einu sveið mig líka í augun, og eg greip annarri hendi fyrir þau, því að eg þoldi ekki að horfa á pabba. Hann grét aldrei, hann hafði aldrei áður grátið, svo að ekki var heldur við því búizt af honum, en nú sat hann þarna með j)eningana í lófanum, og stór tár runnu niður kinnar hans. Skyndi-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.