Dagur


Dagur - 17.12.1956, Qupperneq 11

Dagur - 17.12.1956, Qupperneq 11
JÓLABLAÐ DAGS 11 skóla 3000 krónur. Hann var ókvæntur alla ævi. Fósturdóttur hans og erfingja, 'Hólmfríði Jóns- dóttur, átti Sigmundur Sigurðsson, úrsmiður, og bjuggu þau 'hjónin jafnan síðan í liúsi Magnúsar, liinu yzta í Aðalstræti, vestan við læk- inn.“ Ennfremur gaf Magnús Jóns- son Iðnaðarmannafélagi Akureyrar 2000,00 kr. og _ Ræktunarfélagi Norðurlands 3000,00 kr. Á þessu sést bezt gjafmildi Magnéisar, og að hann hefur fylgzt vel með þeim ungu félagssamtökum, sem jrá voru að byrja að starfa undir forustu aldamótamanna, en félög jressi skorti fé til sinna framkvæmda, svo scm Ræktunarfélag Norðurlands, Iðnaðarmannafélagið og Sjúkrahús Akureyrar. Gullsmíðaverkfæri og vinnuaðferðir. Ilér á eftir verður lítillega getið helztu tækja, sem notuð voru á verkstæðum gullsmiða. Er jrá fyrst að nefna „deigluna“, tækið, sem málmurinn var bræddur í, og notk- un lrennar. Til þess að bræða gull og silfur, varð að nota kolaeld. Bezt var að bræða málma við viðarkola- eld, Jdví að glóðin af viðarkolum er venjulega hrein og laus við gjall, en það vill setjast á deigluna, ef stein- kol eru notuð. Magnús hefur óefað lær't að l>ræða málma hjá Indriða á Víðivöllum, og munu þeir hafa not- að viðarkol, því að á dögum þeirra Indriða var talsverð kolagerð í Fnjóskadal. Gull fluttist til lands- ins ýmist „hrátt“ smíðagull, 24 kar- ata, eða jrá að gullpeningar voru bræddir og notaðir til smíða, en í Jreim er 22 karata gull. Til þess að fá 14 karata gull, sem venjulega er í giftingarhringum, þurfti að vigta í déigluna gulil, silfur og koþar, þannig, að blöndunin gæfi 14 kar- ata gull. Síðan var þetta brætt sam- an og j)ví hellt í mót, þar sem Jrað storknaði. Ef smíða átti hringa úr gullinu, var það slegið kalt, þar til Jrað hafði fengið Jrann gildleika, Grafalur. sem átti að vera í hrmgnum. Mik- ill vandi var að slá gullið, svo að ekki kæmu í Jrað veilur eða brestir. En til Jress að korna í veg fyrir Jrað, varð að „svita“ gullið, eins og Jrað var kallað. Það var gert á þann hátt að elda það með blásturspíjru í spíritus- eða steinolíuloga. Var þá gullið eldað, Jrar til yfirborð gull- stangarinnar var orðið bráðið. Hurfu þá allar veilur og sprungur, einkum þó- ef burís var borinn á það. Líka aðferð þurfti að hafa við aðra málrna, sem bræddir voru í deiglu, og þurfti að slá. Valsinn er áhald, sem ómissandi er við gullsmíðar. Hann er þannig gerður, að 2 sívalningar snviast hvor á móti öðrum, og er þeim snúið með tveimur sveifum, sem festar eru á enda sívalninganna, hvor á móti annarri. Bilið á milli sívaln- inganna má stækka og rninnka með skrúfbolttvm, sem Jnýsta saman leg- unum, sem þeir snúast í. Er því 'hægt að valsa þykkt og þunnt alla hina linari málma. Líka er í vals- inum keilumynduð skora fyrir hringaefni. Rennismiðju notuðu gullsmiðir talsvert á dögum Magn- úsar við svijruhólka, skvifhólka og hringa, ennfremur til að snvia hjól- löguðum vírburstum við hreinsun á silfurmunum o. fl. Dragsmiðjan var áhald til að lengja og mjókka vír. Hvin var borð, nálega 1 Vl» m. á lengd, um 20 sm. á breidd og 3 sm. á Jrykkt. Á öðrum enda Jress var sívalningur, sem gekk í tveimur klossum líkt og vefjar í vefstól. Utan um sívalning- inginn vafðist svo ól úr ósútuðu leðri, þegar sívalningnum var snvi- ið, en honum var snúið.líkt og vefj- arrif í vefstól. Dróst vírinn í gegn- um löð, sem var fest á hinum enda borðsins. Töng með tenntum kjafti hélt í vírinn, sem draga átti, og var hún með upjrbeygðum krókörm- um, sem krækt var í þríhyrnt auga úr járni, er var í enda ólarinnar, og liélzt töngin saman, Jregar togað var í. Víravirki alls konar var svo smíðað vir vírnum. Öll þessi verk- færi, sem hér hafa verið nefnd, eru erfið í notkun og reyna á kraftana. Enda var víst Magnvis orðinn lúinn og slitinn um aldur fram. Onnur verkfæri voru Jressi: Eldsmiðja, smiðjutöng, hamrar, steyjrumót, margs konar, beygitang- ir, stórar og smáar, flatkjöftur, bit- tangir, korntangir, hringalaðir, skrúflaðir, vírdráttarlaðir, perlu- hjól og snúruhjól, skástrikahjól til að skreyta með svipuhólka, karata- stimplar, Jrjalir, margs konar, munnblásturspípur, lóðlampar,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.