Dagur


Dagur - 17.12.1956, Qupperneq 15

Dagur - 17.12.1956, Qupperneq 15
JÓLABLAÐ DAGS 15 þar sem hann hafði setið einn að móðurmjólkinni unr tíma. Bóndi sagði, að þetta hefði verið minnsti hvolpurinn, og þótti mér það held- ur verra. Ég vildi eiga stóran liund. En þegar ég var búinn að taka hann undir höndina og kominn af stað heimleiðis, var hvolpurinn ágætur og alveg eins og hann átti að vera. Ég liafði víst gert mér nokkuð háár vonir um móttökurnar lieima. En þegar ég setti hvolpinn á mitt eldhúsgóljfið, viðbúinn lirósi og fagurmælum, gestinum til handa, varð fátt um kveðjur. Sumir fussuðu meira að segja og mikluðu fyrir sér hið erfiða uppeldisstarf, sem í vændum væri. Sá svarti dill- aði skottkrílinu, og af því að það var svo li'tið, lét hann sér ekki muna um að dilla sér öllum og skildi ekki baun af því, sem sagt var, og það var nii jafngott. Þá var eftir að velja nafnið. — Mörg nöfn komu til álita: Kópur, Snati, Vígi, Skuggi, Krummi, Sám- ur, Smali, Kátur, Lappi, Ncró og mörg fleiri nöfn komu til álits og umræðu. Var ekki sýnt, hvernig þetta mundi enda, því að kappræð- ur voru þá alltíðar, og jafnvel um nafn á hundi. Á endanum var hann nefndur Skuggi, og þótti mér það fallegt naln þá strax og þó fallegra síðar. Skuggi varð allra hunda stærstur. •Skuggi var ógurlegt átvagl, en að sama skapi matvandur. Hann óx svo cirt að undrun sætti. Hann var hræddur við allar skepnur og var farið að tala um að farga lionum. Mér þótti strax mjög vænt um liann og var allslnigar feginn, að Ijótt áform komst ekki í framkvæmd. Fullvaxinn var Skuggi svo stór að lvann gat tekið bita af venjulegu matborði, án þess að lyfta framfót- unum. Hausinn var breiður og eyr- um brotin neðarlega. Skottið stóð beint upp. Hann var mjög sver um háls og bringu, en afturmjór. Aug- unum er ekki gott að lýsa. Þau voru svo margbreytileg, en oftast voru þau dul og dreymandi. Eins og áður er sagt var Skugga ekkert um skepnur gefið, hvorki kindur eða hesta. En hann fylgdi mér hvert sem ég fór, en virtist lengi vel ekki skilja starfið, sem honum var ætlað. Fyrir kom að hann fór eins kortar könnunar- ferðir. Brokkaði þá kringum kind- urnar steinþegjandi, og kom svo til mín sorgmæddur og óánægður. Síðar breyttist þetta. Varð hann svo að segja allt í einu ágætur fjár- ihundur. Þegar fé var rekið, gætti finnn þess að engin kind færi úr hópnum og þurfti sjaldan að minna liann á það. Stundum rak hánn upp smágelt eða hann greij) í fótinn á kindinni, sem hann ætlaðist til að lilýddi sér. En hann sleppti um lcið og kindin tók á sþrettinn. Líka var hægt að senda liann langar leiðir eltir kindum. En lionum hætti allt- af við að stökkva nokkuð hastarlega á kindurnar. Kom fyrir að hann skellti þeim um koll. En ekki gerði hann það af ásettu ráði, því að hann skammaðist sín fyrir það á eftir. Skuggi sigrar Mósa. Skugga skildist það fljótlega, að hestarnir áttu ekki að vera í túninu. En það var hægara sagt en gjört, að venja þá af því. Þeir voru ekki van- ir.að ganga undan hundum og ætl- uðu ekki að breyta þeim sið. Hann fékk marga skrokkskrjóð- una í þeim viðskiptum. Sérstaklega var það Mósi gamli, sem bæði barði og krafsaði. En á endanum varð hann þó að láta í minni jrokann. Það var þegar Skugga hugkvæmdist að bíta í snoppuna á lionum. Þá varð Mósi alveg sjóðandi vitlaus og hvílíkur darradans út alla móa! En Skuggi rak fióttann sigri hrósandi. Hann var beinbnis montinn, þegar hann kom úr þeirri för. Hrossin vöndust fijótlega á að hlýða mcigl- unarlaust. í feluleik við Skugga. Vinátta okkar Skugga hélzt óbreytt og við áttum marga ánægju- stund saman. Við fórum'oft í felu- leik, út um iholt og móa. Þangað lágu leiðirnar vor og haust við fjár- gæzlu og smalamennsku og á sumr- in þegar sækja þurfti hross og kýr eða færa í haga. Leikurinn byrjaði oftast með því, að eg sendi Skugga eitthvað í burtu. Hann grunaði ekki neitt og fór eft- ir því, sem eg benti honum. En á meðan hann var á hlaujmnum, faldi eg mig á nrilli þúfna og kall- aði svo á hann. Skuggi kom þá á harða spretti, í stel’nu þangað, sem hann sá mig síðast. Eg man hvað ]iað var spennandi, að lieyra hann nálgast í löngum stökkum. Svo stcikk hann oftast nær yfir mig, þar sem eg lá og hélt niðri í mér hlátr- inum. Varð þá hvort tveggja jafn snemma, að eg skellti ujrp úr og Skuggi rak upp Iiátt gól. Honum varð svo bilt við. Og það varð mér nú líka. Svo hojijiaði hann í kring- um mig og réði sér ekki fyrir kæti. Ef eg benti honum að fara burt á nýjan leik, var hann varari um sig og tregari til. Hann hljóp þá aðeins stuttan sjiotta í einu og var að smá líta við, nokkurn veginn fullviss um, að eg væri að ,,jrlata“. Ekki var viðkomandi að hann leitaði að mér í þriðja sinn. Þá þótti honum tími til kominn að snúa hlutverkunum við. Þá vildi hann fela sig og láta mig leita. Hann var ekki í neinum vandræðum að koma mér í skilning um þetta. Hann tók þá að sér stjórn leiksins og var þá oft næsta kátleg- (Framhald á bls. 29).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.