Dagur - 17.12.1956, Page 21
JÓLABLAÐ DAGS
21
Þá heyrðu þau aftur öskur og
kall, en að þessu sinni virtist þeim
það f jarlægara.
„Já, já!“ hrópaði Rósa í örvænt-
ingu sinni; og í þetta skipti skynj-
aði Karl Iiaclt hróp hennar. Hann
sveigði hestana til hliðar og réið í
þá átt, sem lionum heyrðist hljóðið
koma úr.
Og með því að kallast þannig á,
komst hann að lokunr til þeirra.
„Hverjum eigum við að þakka
lífgjöfina?" spurði Westergaard.
Karl Bach sagði til sín.
„Heldur þú, að jrú komist með
okkur heim til }rín?“
„Já, vissulega."
Það var áreiðanlega harðsótt ferð
til baka, jressa fimm, sex kílómetra
að heimili Karls Bachs. Að Jressu
sinni sóttu þau móti stórhríðinni.
Þau skiptust á um að sitja í sleðan-
um og stjórna hestunum; þess á
milli gengu þau aftan við sleðann,
cn vegna veðurofsans urðu þau að
halda sér l'ast í bakslána, til þess að
týnast ekki út í veðrið. Þctta var að
sönnu olurefli, einkum fyrir ungu
stúlkuna og heilsubilaðan föður
hennarpen á þennan liátt gátu Jrau
haldið á sér hita. Karl Bach, sem
réð ferðinni, varð annað slagið að
nema staðar, svo að þau gætu blás-
ið mæðinni, og svo börðust Jrau
áfrarn á ný.
„Mér virðist eg finna reykjar-
lykt,“ kallaði Westergaard.
„Já, reykurinn og logandi lrálm-
stakkurinn hér fram undan, er leið-
arstjarna okkar," svaraði Karl Bach.
Reykurinn varð þéttari og Jrétt-
ari, eftir því sem Jrau nálguðust
logandi kófmökkinn, og þar kom,
að þau fundu hitann leggja á móti
sér; að örskammri stundu liðinni
vöru Jrau svo heima hjá Bach.
Eftir að tekið hafði verið á móti
þeim með innilegum fögnuði, og
Jrau boðin hjartanlega velkomin,
voru Jrau leidd í bæinn.
Kandidatinn l'lýtti sér til Rósu og
hjálpaði henni úr snjóugum loð-
feldinum. Það voru bornar upp
spurningar og Jreim var svarað;
féllu Jrá mörg hrósyrði í garð Karls
Bachs á nreðan hann var titi að
ganga frá hestunum í hesthúsinu.
Þegar hann kom Jraðan, voru
menn í ágætu skapi að spjalla sam-
an. Westergaard hafði verið komið
í rúmið, Jrví að hann var orðinn dá-
lítið Jrrekaður eftir Jrennan hrakn-
ing, en Rósa yar glöð og virtist líða
vcl.
„Jæja, bjargvættur minn,“ sagði
lnin, „ættum við tvö Jrá ekki að
leitast við að gera okkur öllum jól-
in gleðileg?"
„Já, eg er fús til að láta allt. í té,
scnr eg get,‘ svaraði Karl Bacb.
„Nokkrar steiktár móhænur hef eg
hér í pottinum, en — ungfrú, án
jólatrés verður ekki hægt að halda
regluleg, dönsk jól.“
„Jólatré! Það hef eg vissulega titi
á sleðanum, fáeinar flöskur af víni
og eitthvað af góðgæti er þar einn-
ig-“
I skyndi voru veizluföngin sótt
og allir höfðu nóg að gera við að
skreyta jólatréð.
Rósa dúkaði borðið, framreiddi
matinn og allir nutu máltíðarinnar
glaðir og reifir.
Síðan var kveikt á jólatrénu. Karl
Bach slökkti á lampanum, tók man-
dólínið ofan af þilinu og lék undir
á Jjað, meðan sungnir voru fallegir,
gamlir jólasálmar, sem allir Jrekktu
frá bernskuheimilum sínum. Rósa
hóf sönginn með sinni hljómskæru
rödd og hinir tóku undir, hver eftir
sinni getu, með drynjandi rómi.
Það ríkti sérstakur hátíðleika-
blær í stofunni. Sumir mannanna
höfðu ekki séð jólatré í mörg ár.
Þeir sátu og horfðu í Ijósin með
glampa í augum. Glaðlegt skvaldr-
ið, sem fyVr ríktj, var að mestu
þagnað; aðeins af og til heyrðist
mælzt \ið í hálfum hljóðum.
Kandidatinn hafði fært sig Jrang-
að, sem Rósa sat, til jress að
skemmta henni, en það virtist líta
svo út, að hún gæfi því engan
gaum, sem hann sagði. Athygli
hennar beindist þan'gað, sem Karl
Bach var fyrir. Hann hló nú aftur
og lék við hvern sinn lingur, eins
og ekkert óvanalegt hefði komið
fyrir.
„Hann virðist ekki leiða hugann
að því, að hafa bjargað tveimur
mannslífurn í nótt,“ hugsaði hún.
Hvenær, scm hann tók til máls,
Jrckkti hún sömu röddina, sem bor-
izt hafði til hennar, í neyðinni, Jjar
úti um nóttina. Hún gat ekki haft
augun af honum. Sérstaklega fríður
var hann ekki, en hann var djarf-
legur og karlmannlegur og hafði
fullkomið vald á framkomu sinni;
en augun voru falleg og fjörleg.
Eins þreytt og syfjuð og 'hún var,
vildi hún ekki leggja augun aftur,
einungis sitja, horfa á hann og
hlusta á málróm hans, var efst í
huga hennar. Henni fannst hún
t’era hamingjusamari en nokkru
sinni fyrr.
iÞegar bólaði á fyrstu morgun-
skímunni, á austurloftinu, gekk
veðrið niður. Það var engu líkara
en að storminn hefði iðrað Jtess,
sem hann hafði af sér brotið og það
hvíjdi aftur kyrrð og Iriður yfir
hinni rniklu víðáttu. En á einum
stað í snjóbreiðunni var hringlaga,
dökkur blettur, og það var þar, sem
liálmstakkurinn hafði staðið og
brætt snjóinn með loga sínuin.
Jólagestir Karls Bachs hurl'u nú á
brott, eftir að hafa kvatt hann og
Jrakkað honum margsinnis lyrir sig.
Þégar Westergaard kvaddi, þrýsti
hann hönd lífgjafa síns og sagði: „í
nótt höfum við, dóttir mín og eg,
komist í svo mikla skuld við Jjig,
að eg er hræddur um, að við geturn
aldrei £ndurgoldið hana.“
Karl Bach hristi höfuðið. „Þið
eruð ckki í neinni skuld við mio-,“
O’