Dagur - 17.12.1956, Qupperneq 6
6
JÓLABLAÐ DAGS
i. -
lega reis hann upp og fór út úr elcl-
liúsinu. Við heyrðum hann ganga
upp á loft og inn í svefnlierbergið.
Við heyrðum hann aflæsa hurðinni.
Mamma ætlaði að fara á eftir
honum. Við sáum, að hún beit á
vörina og hikaði við. Svo sneri hún
við og settist aftur niður. „Ljúkið
þið nú við að borða,“ sagði hún.
„Pabbi ykkar er þreyttur. Hann
ætlar að halla sér út af dálitla
stund.“
„Ilvers vegna er hann þreyttur,
mamma?“ spurði Jenný. „Ilann
hefur ekki verið í vinnu. Af hverju
er hann þá þreyttur?"
„Hættu nú,“ sagði Stebbi.
„Ég vona að hann sé ekki of
þreyttur," sagði ég. „Búðunum
verður bráðum lokað.“
Að klukkustund liðinni var
pabbi, enn uppi í svefnherbergi.
Við Stelrbi vorum kvíðnir og óró-
legir. Ef búðunum yrði nú lokað
í fyrra lagi? Ef Jreir yrðu nú bún-
ir að selja allar byssurnar og knatt-
trén! Við læddumst á tánum upp að
dyrunum og gægðumst inn um
skráargatið. Pabbi lá á bakinu með
kreppt knén og krosslagða fætur í
bjarma snævarins inn um glugg-
ann. En jrað var of dimmt til þess,
að við sæjum framan í hann. En
við sáunr glóðina í vindlingi í hendi
lians. Stebbi varð stórhneykslaður.
„Hann liggur þá bara og reykir!"
Mamma rak okkur burt frá hurð-
inni.
„I-Iann liggur bara og eyðir tím-
anum,“ sagði eg.
„Látið þið 'hann eiga sig.“
Við sátum á dagstofugólfinu með
vekjaraklukkuna á milli okkar. Víð
höfðum nána gát á stóra vísinum.
H.ann virtist þeytast á liarða spretti
umhverlis skífuna.
„Hann hlýtnr að vera orðinn al-
veg bandóður," sagði Stebbi loks-
ins. „Lítt’ á, hvernig hann þeytist
áfram!“
En vísirinn var ekki bandóður.
Tíminn var á harða spretti.
„Ein klnkkustund og fimmtíu og
fimnr mínútur eftir,“ tónaði ég.
„Ein klst. fimmtíu og fjórar. —
Ein klst. fimmtíu og þrjár."
Klukkan kortér ylir sjö kom
pabbi olan aftur. Hann var alveg
búinn að ná sér aftur. ’Hann stóð á
miðju gólfi og nuddaði saman
höndunum með cftirvæntingu.
„Ha,“ sagði lrann. „Og þá er að
snúa sér að gleðilegum jólum.“
„Þú ættir að flýta þér,“ svaaði ég.
„Kærðu þig ekki um það, dreng-
ur minn.“
Hann litaðist um eftir Jennýju.
Hún kom framan úr eldhúsi með
mömmu sinni. Hún hélt víst, að
hann væri enn í þungu skapi, og
dró sig því í lilé og hélt í svuntu
mömmu sinnar. En er hún sá, að
hann opnaði faðminn við henni og
brosti sínu alúðlega brosi, rak hún
upp ofurlítið gleðióp og hljóp í
fangið á honum. Hún stakk andlit-
inu inn undir vanga hans, og hann
strauk um hrokkin-kollinn liennar.
Nú sagðist hann háfa fengið góðar
fréttir handa henni. Fyrir fáum
mínútum uppi í svefnherbergi
hefði hann héyrt hávaða fyrir utan
gluggann, smelli í hreindýraklauf-
um og skrjáf í aktýgjum. Það var
Jólasveinninn, sern var á ferðinni
með boð til liennar. Hann ætlaði
samt að koma hingað í nótt með
brúðu handa Jennýju.
Þetta vakti engan fögnuð hjá
henni. í stað Jress grúfði hún sig
fastara inn í hálskrika hans, og
vinnuharðar hendur lians lukust
um grannar axlir hennar. Hann
lylti henni gætilega upp og sveigði
liana ofurlítið frá sér til að sjá
framan í hana. Hún var að gráta.
„Ertu þá ekki glöð, fyrst hann
ætlar að koma?“ spurði hann.
Hún þrýsti saman vörunum og
liristi höfuðið, og það átti að
merkja jii. Pabbi litaðist vandræða-
lega um eftir hjálp.
„'Það er ekkert að henni,“ sagði
mamma. „Þú ættir nú að flýta þér.“
Jenný stcið þarna ósköp einmana-
leg með beygt höfuð og litlu fing-
urna rauðu blauta af tárum. Pal)l)i
skildi ekkert í Jrcssu. Hann stóð
upp.
„Frakkinn minn,“ sagði hann.
Eg hljóp eftir honum.
„Hattinn minn.“
Stebbi hljóp eftir honum.
Hann færði sig í frakkann og
setti upp hattinn. Nú var hann til-
búinn. Eg fór franr og opnaði úti-
dyrnar. IÞað var mjög kalt úti.
Við fórum öll til dyra með honum
nema Jenný. Hún hafði ekki
hreyft sig, heldur stcið niðurlút
með skeifu á munni. Pabbi varð
klökkur af að sjá hana svona. Ilann
gat ekki farið án Jress að^segja fáein
orð við hana. En það var ljóta
skyssan að koma inn aftur, því að
Jregar liann beygði sig til að lyfta
henni upp í fang sér, heyrðist eitt-
Jrvað rifna. Hann rétti sig hægt upp
og stakk hendinni inn undir frakk-
ann og aftur á Iruxnasetuna. Þau
mamma horfðust í augu, og augna-
ráð þeirra lýsti kvíðvænlegum lyr-
irboða einhvers slyss.
„Nei, æ-nei!“ andvarpaði mamma.
Hann færði sig úr lrakkanum. Við
Stebbi hlupum aftur fyrir hann.
Þetta hefði átt að \ era afskaplega
hlægilegt. Við hefðum átt að kút-
veltast á gólfinu af hlátri. í skólan-
um myndum \ ið hafa öskrað af
hlátri \ ið svona sjón, jrangað til
við hefðum lengið sting undir báð-
ar síður. En nti hlógum \ið ekki
Jretta aðlangadagskvöld. . Buxur
pabba liöfðu svipzt sundur ofan l'rá
mjaðmarvösum og niður í knés-
bætur. Hefði hann átt aðrar buxur,
Jrá hefði Jtetta getað verið bezta
skemmtun. En nú voru erfiðir tím-
ar. Þessum buxum pabba hafði ver-