Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 Vísnaþáttur Landasuða í gegnum tíðina hefur landi verið landanum kær þó að slík suða varði við lög. ísleifur Gíslason á Sauðárkróki ortí um Eirík nokk- urn er kvað hafa rutt landanum braut í Skagafirði: Sykurgrautínn sýður hann, sigur hlaut í landi. Allar þrautir yfirvann Eiríkur brautryðjandi. Er Einar Hjörleifsson tók upp ættarnafnið Kvaran kvað Einar Jochumsson: Einari varð til upphefðar ættarnafnasnaran. Hjörleifssoninn hengdi ’ann þar og heitir síðan Kvaran. Einar Kvaran var mikill fylgis- maður Bjarnar Jónssonar ráð- herra og sagt var að það yrði Ein- ari til nokkurs framdráttar. Nokkr- um árum eftir lát Bjarnar gaf Einar út leikritíð Syndir annarra árið 1915. Um það kvað Tryggvi Hjör- leifsson Kvaran: Þegar Björn var fallinn frá fækkaði auralindum. Síðan lifir Einar á annarra manna syndum. Eitthvert sinn kom Jón S. Berg- mann þar sem verið var að safna fé til kristniboðsstarfa. Þá kvað hann: Skyldu annars æðri völd eilíflega muna alla þá sem koma í kvöld krónu í Guðskistuna? Kona ein á Sauðárkróki tjáði Ól- ínu Jónasdóttur aö hún væri geng- in í söfnuö Ásmundar Eiríkssonar og væri hún öll önnur síðan. Gæti hún nú tekið amstri dægranna og öllu því sem að höndum bæri með kristilegri ró og spekt og af vörum hennar hrykki ekki svo mikið sem eitt blótsyrði. Skömmu síðar mætir Ólína henni á götu. Var hún þá óðamála og bölvaði öllu í sand og ösku og kvaðst hafa verið svikin um síldarvinnu. Þá kvað Ólína: Sýnist haggað sálarfrið svipurinn fremur drýldinn. Eru þarna að eigast við Ásmundur og síldin. Ásmundur af öðrum ber, eins og margir finna, samt er eins og sýnist mér síldin ætla að vinna. Haraldur Hjálmarsson frá Kambi orti margan óðinn til Bakkusar: Flaskan oft mér leggur lið, læknar flestöll sárin, enda hef ég hana við haldið gegnum árin. Um náungakærleik og hjálpsemi ókunns manns kvað Egill Jónas- son: Gekkstu þannig lífsins leið, langa götu og breiða. Gerðir aðeins út úr neyð öðrum manni greiða. í ritdómi í Helgafelli um bók Kristmanns Guðmundssonar, Nátttrölliö glottír, sagði Magnús Ásgeirsson að bókin væri mjög Vísnaþáttur Valdimar Tómasson kynósa. Skömmu síðar þýddi Krist- mann bókina Rekkjusiðir. Var þá ort: Kynósa í Kristmanns rann koma þær sem vantar mann. Rúmsiðunum hefir hann helgaö allan sannleikann. Június Jónsson, verkstjóri á Akureyri, var vísnavinur og hag- orður. Um skeið var Þura í Garði nágranni Júníusar. Eitt sinn sendi hún konu hans svohljóð- andi afmæliskveðju: Gegnum lífið góða ferð á gæfuvegi fínum, þú ert ekki öfundsverð af eiginmanni þínum. Júníusi rann blóðið tíl skyldunn- ar að þakka fyrir sig, sendi Þuru kveðju og kvað: Þú kvartar ei en kalt er það að kúra ein í næturhúmi og enginn hefði öfundað eiginmann í þínu rúmi. Lýk ég hér þessum þætti með vísu Ásgrims Kristinssonar frá Ásbrekku er hann kvað eftír aö hafa heyrt rætt um skáldskap for- fóður síns, Bólu-Hjálmars: Nam hann ungur íslenskt mál, erfði tungu spaka, en loppu þunga lagöi á sál lífsins hungurvaka. Vinningshafar í spurningaleik DV og Máls og menningar Dregnir hafa verið út 5 vinningshafar í spurningaleik DV og Máls og menningar og hljóta þau heppnu að launum bókina Jörðin og furður hennar sem gefin er út af Máli og menningu. Anna Lilja Gísladóttir Drápuhlið 45 - Reykjavik Anton Rúnarsson Frostafold 6 - Reykjavik Bjarki Þór Runólfsson Háaleitisbraut 155 - Reykjavík Ragnar Magnússon Sóltúni 8 - Keflavík Sindri Svan Ólafsson Öldugötu 10 - Árskógshreppi Kærar þakkir fyrir þátttökuna! Matgæðingur vikuimar___________________________________________dv Pastaréttur með ódýru grænmeti Sigurveig Gunnarsdóttir, mat- gæðingur vikunnar að þessu sinni, rekur kaffistofuna Lóuhreiður og fæst þvi mikið við matseld og bakstúr. Pastarétturinn sem hún býður upp á er samkvæmt hennar eigin uppskrift. „Ungt fólk notar mikið pasta en það setur bara einhverju sósu út á og þá vantar alla næringu. Ég setti saman pastarétt með ódýru græn- metí sem er ætlaður ungu fólki. Kryddið sem er notað gefur réttin- um skemmtilegt bragð,“ tekur Sig- urveig fram. Hún segir réttinn holl- an og góðan og í miklu uppáhaldi á hennar heimili. Pasta með grænmeti 250-300 g þrílitar pastaskrúfur 11 vatn 1 tsk. salt 1 msk. olía Pastað er soðið í samræmi við leiðbeiningar á pakkanum. Vatn- inu er hellt af pastaskrúfunum sem síðan er blandað saman við græn- metið. í grænmetisblönduna þarf eftirfarandi: 1 dl olía 1 msk. Italian seasoning (kúfuð) 1 tsk. karrí (kúfuð) 1 tsk. aromat (kúfuð) 2 meðalstórir laukar 1 lítíl rófa 2 stórar gulrætur 1 lítill blaðlaukur 1 rauð paprika 1 grætí paprika Hinhliðin Langar að hitta Claudiu Schiffer - segir Magnús ÖmÚlfarsson, unglingameistari í skák Magnús Öm Úlfarsson bar sigur úr býtum á Unglingameistaramótí íslands 1994 í skák fyrir 20 ára og yngri en hann varð fyrir stuttu einnig skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Magnús Örn er 18 ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og sýnir hér á sér hina hliðina: Fullt nafn Magnús Öm Úlfarsson. Fæðingardagur og ár: 18. maí 1976. Maki: Enginn. Börn. Engin. Bifreið: Fiat Uno, árgerð 1988. Starf: Nemandi í Fjölbraut í Breið- holti. Laun: Engin. Áhugamál: íþróttír, skákin, tae kwondo, sem er austurlensk bar- dagalist, og ferðalög. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói undanfarið? Ég hef fengið þrjár tölur í lottóinu - það er allt og sumt. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Slappa af og feröast.' Hvað flnnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst margt leiðinlegt, eins og að vakna á morgnana. Uppáhaldsmatur: Pitsa. Uppáhaldsdrykkur: Mjólk. Hvaða íþróttamaður fmnst þér standa fremstur í dag? Sigurður Magnús Örn Úlfarsson, unglinga- meistari t skák. DV-mynd Brynjar Gauti Sveinsson handboltakappi. Uppáhaldstímarit: Ekkert sérstakt. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Claudia Schiffer. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Claudiu Schiffer. Uppáhaldsleikari: Harrison Ford. Uppáhaldsleikkona: Julia Roberts. Uppáhaldssöngvari: Joe Strummer í Clash. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Guð- mundur Árni Stefánsson hefur verið litríkur upp á síðkastið. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Garfield. Uppáhaldssjónvarpsefni: Nýjasta tækni og vísindi. Uppáhaldsmatsölustaður: Pitsa 67. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Stærðfræðibókina mína. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Mér finnst þær allar hálf- slappar en ég hlusta helst á 97,7. Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn sérstakur. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bjarni Fel er alltaf traustur. Uppáhaldsskemmtistaður: Ætli það sé ekki heimilið mitt. Uppáhaldsfélag í íþróttum? ÍR. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Bara að gera allt vel sem ég tek mér fyrir hendur. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór til Benidorm og einnig fór ég í keppnisferðalag til Ungverjalands. Báðar þessar ferðir voru mjög vel heppnaöar. Sigurveig Gunnarsdóttir. 2 stórar bökunarkartöflur 4 pressuð hvítlauksrif Grænmetíð er skoriö í strimla. Allt sett á pönnuna ásamt olíunni og kryddinu. Látið krauma við meöalhita þar til það er hæfilega eldað. Gæta þarf þess að elda græn- metið ekki of lengi. Pastaskrúfunum er blandað sam- an við grænmetið. Lok sett á pönn- una og rétturinn látínn standa í um þaö bil 5 mínútur. Gott er aö hafa nýbakað gróft brauð með og hrá- salat. Ostakaka 75 g brætt smjör 21/2 dl hafragrjón 1 1/4 dl sykur 1 egg 1 tsk. lyftiduft 1 msk. hveití (kúfuð) Bræddu smjörinu hellt yfir hafra- grjónin. Lyftíduftí og hveiti bland- aö saman og sett út í ásamt egginu. Sett í eldfast mót og bakað í 22 mínútur við 175 gráður. Látið kólna í forminu með álpappír yfir svo botninn verði ekki harður. 220 g rjómaostur 1/2 bolli sykur 2 tsk. vanilludropar 3 msk. sítrónusafi 1/2 dós ananaskurl Öllu hrært saman (safinn frá an- anaskurlinu er fyrst pressaöur frá). Duftí úr 1 pakka af Toro sítr- ónuhlaupi blandað í 1 bolla af sjóð- andi vatni og kælt. Hlaupiö ásamt 1/2 pela af þeyttum rjóma er sett út í ostahræruna. Ef hræran er mjög hn er gott að láta hana standa í skálinni í 20 til 30 mínútur í kæliskáp. Hræran er síðan sett yfir botninn og skreytt með kiwiávöxtum, mandarínum og vínberjum. Síðan er kakan sett í kæliskáp þar tíl hræran er orðin stíf. Með þessari ostaköku er svo drukkið sterkt og gott kaffi. Sigurveig skorar á Sesselju Guð- mundsdóttur hárgreiðslumeistara að vera næsti matgæðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.