Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 Starfaði í flóttamannabúðum Rúandamanna í Saír: Fannfyrir spennu í loftinu - segir Elín Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur sem fékk snert af taugaveiki vegna óþrifnaðar í búðunum Elín Guómundsdóttir hjúkrunarfræðingur er nýkomin heim eftir hjálparstarf í flóttamannabúöum Rúandamanna í Saír. DV-mynd Gunnar V. Andrésson. „Þótt maður sé kannski feginn að vera kominn heim í allsnægtirnar eru alltaf blendnar tilfinningar að skilja við það sem maöur hefur verið að byggja upp. Á þeim þremur mán- uðum sem ég dvaldi þarna fann mað- ur vel að flóttamennirnir voru að öðlast sjálfstæði," segir Elin Guð- mundsdóttir hjúkrunarfræðingur sem er nýkomin heim frá Saír þar sem hún starfaði í flóttamannabúð- um Rúandamanna. Þessar flótta- mannabúðir hýsa hátt í tvö hundruð þúsund manns og hafa þær verið mikið í fréttum undanfama mánuði. Elín varð aldrei vör við styrjaldir á svæðinu þótt stundum kæmu upp deilur eða ófriöur. „Maður fann þessa spennu í loftinu," segir hún. Menn áttu það þó til að nota stórar sveðjur á nágranna sína ef gmn- semdir vöknuðu um njósnastarf- semi. Aðstaða hjúkrunarfólksins var ekki alltaf upp á það besta enda var mikið um veikindi hjá starfsmönn- unum og var Elín meðal þeirra sem veiktust. Hún fékk snert af tauga- veiki sem lýsti sér í ógleöi, hita, slappleika, lystarleysi og niðurgangi. Þessi veikindi stóðu yfir í þrjár vik- ur. Elín segist þó hafa verið heppin þar sem aðrir hafi fengiö verri sjúk- dómseinkenni en hún. Ástæða þess að hjúkrunarfólk smitaðist var fyrst og fremst skortur á hreinlætisað- stöðu. Alvarlegir faraldssjúkdómar Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Elín fór utan til hjálparstarfa. Hún hefur áður farið á vegum Rauða krossins til Taílands og Afganistan. „Ég hef auðvitað kynnst hörmungum og neyð fólks áður en starfiö var allt öðmvísi þama. í þessum stóru flótta- mannabúðum geisuðu miklir far- aldssjúkdómar eins og kólera, blóð- kreppusótt, malaría og heilahimnu- bólga. Maður varð að gæta sín mjög vel vegna smithættu. Ég var til dæm- is alltaf með hanska við störf og sér- staklega þegar maður var að hand- fjatla nálar og slíkt enda um 30% fólksins í búðunum með eyðni. Það er náttúrlega nægiieg ástæða til að fara varlega. Einnig varð maður að leggja áherslu á góðan handþvott því að auðvelt er að smitast af þessum sjúkdómum, t.d. blóðkreppustótt, með snertingu." Elín segir að það hafi komið tvisvar sinnum fyrir að starfsmenn hafi þurft að yfirgefa búðimar í skyndi vegna hættu á árásum. „Það voru róstur stutt frá þannig að menn vissu ekki hvort spennan myndi magnast. Þessu var þó ekki beint gegn hvítu mönmmum heldur var þetta vegna þess að hútumenn, sem þama bjuggu, töldu einhvem aðila vera njósnara frá tútsi. Mannslífið er lítils metið á stað sem þessum." Ofsoðið grænmeti og hrísgrjón Þór Daníelsson fór með Elínu til Saír en hann sá um fæðudreifingu í búöunum. Elín var hins vegar mest á sama staðnum. í fyrstunni bjuggu starfsmenn hjálparstofnana í tjöld- um en þegar á leið fluttu þeir í ný- byggt hús. Starfsmennimir höfðu sinn eigin kokk sem reyndi að gera sitt besta í matargerðinni. „Hánn bauð oftast upp á ofsoðið grænmeti og hrísgrjón en stundum fengum við geitarkjöt sem tók okkur allan dag- inn aö tyggja," segir Elín. „Maður gerir ekki miklar kröfur til matar- æðis á stað sem þessum," bætir hún við. Alþjóða hjálparstofnanir höfðu allar starfsmenn á sínum snæram í flóttamannabúðunum og segir Elín að hún hafi hitt aftur nokkra sem áður höfðu starfað með henni. „Það skemmtilegasta við starfið er hversu mörgum maður kynnist og hittir jafnvel aftur sama fólkið." Starf sem þetta er þó gífurlega erf- itt. „Maður áttar sig kannski ekki fyrr en heim er komið hversu mjög krefjandi þetta var í rauninni. Starfið er bæði líkamlega og andlega erfitt. Ég get nefnt sem dæmi lyktina á svæðinu sem er ógeðsleg. Það er ekki bara að fólk hafi þjáðst af niðurgangi heldur hafði það líka kastaö upp hér og þar. Fólkið veður drulluna ber- fætt, þaö er svitalykt af því og fót þess óhrein þannig að það er mjög illa lyktandi. Öll vinnuaðstaða okkar starfsmanna var vægast sagt mjög bágborin. í fyrstunni unnum við hjálparstörfm undir bemm himni og þar sem íbúarnir kynda með eldivið var loftið mettað reyk allan sólar- hringinn. Reykurinn frá kofunum, aska frá nærliggjandi eldfjalli, lyktin á svæðinu og rykið í loftinu varð til þess að manni leið illa fyrstu vikum- ar og ég var alltaf með kvef og háls- bólgu. Hins vegar gekk starfið frá- bærlega vel og það er einmitt stefna Rauða krossins aö hjálpa flótta- mönnunum sjálfum að taka við öll- um rekstri. Við vorum með hjúkmn- Elln gefur hér litlu vannærðu barni að drekka. Grautur eldaður i eldhúsi sjúkraskýlisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.