Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 43 „Þú læðist út úr herberginu á tánum. Þá byrjar barnið að gráta. Fimm af bókunum sem þú last um uppeldi Barnið er að gráta. Þú ert búin að gefa honum að borða, skipta um bleiu, klæða hann í nýju ljósbláu náttfotin með bangsamyndunum og vagga honum í faömi þér. Þú sýndir honum mynd af dansandi mús og nashymingi og lagðir hann til svefns í litla sæta rúmið sitt við hliðina á skemmtilegu þroskaleik- fangi. Þú veist að hann er örþreytt- ur. Hann nuddaði litlu augun sín og geispaði og var næstum sofnað- ur ofan í diskinn sinn. Þú læðist út úr herberginu á tánum. Þá byrj- arbarniðaðgráta. Fimm af bókunum sem þú last um uppeldi og umönnun ungbarna sögðu að leyfa ætti börnum að gráta. „Það er gott fyrir barn sem þarf að læra fljótt hver ræður. Ekki viltu spiila barninu með of miklu eftirlæti. Þú lætur hann gráta um stund. Og hann grætur og grætur." Ekkert hrífur Þú stendur inni í eldhúsi í skjóli við Elektrólúx ísskápinn þinn en gráturinn er mörg hundruð decibel að styrkleika. Hann smýgur gegn- um veggi, isskápa, merg og bein og magnast upp í eyrum þér. En af hverju grætur hann svona mikið? Sjö bækur sem þú last um uppeldi og umönnun ungbarna sögðu að ekki ætti að láta barn gráta. Það er ekki gott fyrir böm að gráta. Þau fá þá tiiflnningu að engum þyki vænt um þau. Viltu að drengurinn haldi að þér standi á sama? Skiptir hann þig kannski engu máli? Þú ferð aftur inn til hans og tekur hann upp. Þú segir honum að þú elskir hann. Hann skeytir því engu. Þú skoðar fótin hans. En ekkert stingur eöa þrýstir. Bleian er skraufaþurr sem þerripappír. Hann hækkar róminn. Kannski er honum of heitt. „Er þér heitt?“ seg- ir þú. En hann bara heldur áfram að gráta. Kannski er honum kalt. Þú þreifar á litlu höndunum hans sem eru heitar en samankrepptar. Hann hækkar enn róminn. Kannski er hann svangur. Þú ferð með hann inn í eldhús. Það hefur ekkert að segja. Hann slær frá sér pelanum og hækkar grátinn þegar þú réttir honum uppáhaldskökuna hans. Yfirgnæfir bílana Kannski leiðist honum. „Viltu koma út í gönguferð?" segir þú biðj- andi. Þú treður honum háöskrandi Á læknavaktinni í peysu og buxur. Hann berst á móti þegar þú setur hann í vagn- inn. Hann heldur áfram að gráta og virðist ekki hafa neinn áhuga á gönguferð með þér. Hann grætur svo hátt að þú heyrir varla í bílun- um eða þremur herþotum sem fljúga lágt yflr borginni. Þrír pönk- arar með nælur í eyrunum og hanakamb ganga fram hjá og líta ásakandi á þig. Þú sérð spuming- una í augum þeirra. „Æfli hún misþyrmi barninu? Er þetta kona sem pínir barnið sitt með nálum og heitu straujárni og fer með það sárþjáð út á göngu? Neitar hún barninu um stappaða banana og súrmjólk? Þú roðnar, skammast þín og herðir á þér sem mest þú mátt. Kannski hættir hann að gráta ef þú ferð hratt yflr. En ekkert dugar. Gráturinn úr vagninum hækkar um nokkur hundruð decibel. Þú fyllist örvinglan. Kannski er hann veikur. Þú hraðar þér heim. Hann er örugglega hættulega veikur. Þú kastar þér á símann og hringir í heilsugæslustöðina. Hjúkrunar- fræðingur svarar. „Hvað er að?“ segir hún þreytulega þegar hún heyrir hver þetta er. Þú ert búin að tala við þessa konu nokkrum sinnum áður. Þú hringdir til að segja henni að drengurinn hefði sofið of lengi einn daginn. Og enn grætur barnið Daginn eftir hringdir þú vegna þess að hann vildi ekki að þú klæddir hann í rautt. Einu sinni fannst þér hann fjandsamlegur gagnvart bangsanum sínum. „Hann grætur," segir þú ákveðið. „Grætur?" segir hún. „Já, grætur," segir þú. „En það gera börn,“ segir hún. „En af hverju," segir þú. Allt í einu er eins og hún missi stjóm á sér. „Æfli þú sért ekki að gera hann vitiausan eins og mig.“ Þú skellir á og veitir því eftirtekt að íbúðin er einkennilega hljóð. Þú htur á drenginn. Hann er sofnaður í vagninum sínum. Yfir honum er óendanlegur friður og ró. Þú lætur faliast í stól og ferð að gráta. En það er enginn sem huggar þig. Enginn býður þér upp á ban- ana eða pela, gáir að því hvort fötin passa eða þrengja að þér. Þú ert alein í öllum heiminum og það stendur öflum á sama. Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar: Staða forstöðumanns kerfisþjónustu (kerfisbókavarðar). Á vegum kerfisþjónustu er rekstur tölvukerfisins Gegnis og annarrar tölvu- þjónustu I safninu. Krafist er sérmenntunar í bókasafnsfræði, með áherslu á tölvurekstri í bókasöfnum, ásamt starfsreynslu á því sviði. Staða deildarstjóra í skráningardeild sem hefur umsjón með skrán- ingu íslenskra rita og útgáfu íslenskrar bókaskrár. Krafist er sér- menntunar í bóksafnsfræði og starfsreynslu við skráningarstörf. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, merktar landsbókavörður, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 12. desember 1994. Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn 18. nóvember 1994 ^ Kosningaskrifstofa ^ opnuð Vegna prófkjörs framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður kosninga- skrifstofa mín opnuð í dag, laugardag, kl. 21.00 að Nýbýlavegi 14-16, Kópa- vogi. S. 644690 - 644691. Fax 644692. Allir stuðningsmenn velkomnir. Siv Friðleifsdóttir V J Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Hjaltabakki 28,2. hæð f.m„ þingl. eig. Guðmundur Þorkelsson, gerðarbeið- endui- Byggingarsjóður tíkisins, Hús- félagið Hjaltabakka 18-32, Kreditkorí hf„ Lífeyrissjóður verslunarmanna og íslandsbanki hf„ 23. nóvember 1994 kl. 15.30. Aðalstræti 9,1,864% götuh., hl. kj. og yfirbyggingarréttur, þingl. eig. Ragn- ar Þórðarson, gerðarbeiðendur Gjald- heimtan í Reykjavík og íslandsbanki hf„ 24. nóvember 1994 kl. 16.00. Hverfisgata 102, hluti, þingl. eig. Al- bert Eiðsson, gerðarbeiðandi Bygg- ingarsjóður ríkisins, 23. nóvember 1994 kl. 14.00. Hvirfill, Mosfellsbæ, þingl. eig. Bjarki Bjamason, gerðarbeiðandi Skarð hfi, 23. nóvember 1994 kl. 10.30. Bergþórugata 29, risíbúð t.v„ þingl. eig. Gylfi Reykdal, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 24. nóv- ember 1994 kl. 16.30. Mávahbð 19, hluti, þingl. eig. Jón Rafii Jóhannsson, gerðarbeiðendur Frakkastígur 20, hluti í íbúð á 1. hæð merkt 0101, þingl. eig. Viken Samúels- son, gerðarbeiðepdur Byggingarsjóð- ur ríkisins og Islandsbanki hf„ 24. nóvember 1994 kl. 14.00. Féfang-ijármögnun hf. og Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins, 23. nóv- ember 1994 kl. 13.30. Skipholt 37, hluti, þingl. eig. Hrafhinn hf„ veitingahús, gerðarbeiðandi Gjaldheimtan í Reykjavík, 24. nóv- ember 1994 kl. 15.00. Funafold 23, þingl. eig. Haraldur Bjömsson, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík og tollstjórinn í Reykjavík, 23. nóvember 1994 kl. 16.30. Skólavörðustígur 23, hluti, þingl. eig. Borgarfell hf„ gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 24. nóvember 1994 kl. 14.30. Grasarimi 7, þingl. eig. Pétur Ámi Carlsson, gerðarbeiðandi Gjaldheimt- an í Reykjavík, 23. nóvember 1994 kl. 17.00. Stigahh'ð 22, 3. hæð t.h„ þingl. eig. Byggingarféíag verkamanna svf„ gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður versl- unarmanna og Sameinaði lífeyrissjóð- urinn, 23. nóvember 1994 kl. 14.30. SÝSLUMAÐURINNIREYKJAVÍK k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.