Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 61 Það er mikið sungið um frið og ást i Hárinu. Tvær sýningar í dag á Hárinu Það bjuggust víst fáir við í sum- ar þegar sýningar hófust á Hár- inu að það yrði ein alvinssælasta leiksýning ársins, en sú varð raunin og eru nú 30.000 manns búin að sjá söngleikinn sem er með því allra mesta sem gerst hefur í leikhúsi hér á landi. Það er greinilegt að hippatíma- bihö í kringum 1970 fær góðan Leikhúsin hljómgrunn hjá ungu kynslóð- inni og hafa lögin og persónum- ar, sem eru böm síns tíma, höfð- að sterkt á afkomendur þeirra sem lifðu þessi uppgangsár friðar og ástar, þar sem blómin voru táknræn fyrir boðskapinn. Það er ekki aðeins á íslandi sem Hár- ið hefur verið fært upp aftur, fleiri lönd hafa sýnt söngleikinn, en ekki hafa allar þær uppfærslur endað vel. Til að mynda var fljót- lega hætt að sýna Hárið í London, þótt aðsókn væri sæmileg, þar sem sýningin var það dýr að hún stóð ekki undir sér. Hárið verður sýnt áfram í fyrr-. um Gamla bíói fram til áramóta en þá mun íslenska óperan taka húsið í notkun. í dag verða tvær sýningar á söngleiknum, önnur kl. 20.00 og sú síðari kl. 23.00. Félagsleg staða fólks með flogaveiki í dag mun Landssamtök áhuga- fólks um flogaveiki efna til mál- þings um félagslega stööu fólks með flogaveikl Málþingið verður haldið að Hótel Lind við Rauðar- árstíg og hefst kl. 14.00. Fyrirles- arar eru Ingibjörg Stefánsdóttir, Auður Matthiasdóttir, Eyrún Gísladóttir, Einar Magnússon og Margrét Margeirsdóttir. Áætlað er að málþinginu ijúki kl. 18.00. ITC-námssiefna Sameiginlegur ráðsfundur ITC verður haldinn í ráðstefhusölum ríkisins, Borgartúni 6, í dag og hefst skráning kl. 8.30. Þátttöku- gjald er 1400 og er matur innifal- inn. Dagskráin hefst kl. 9.30 og lýkur 17.30. ITC-félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 265. 18. nóvember 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68,080 68,280 66,210 Pund 106,750 107,070 108,290 Kan. dollar 49,780 49,980 49,060 Dönsk kr. 11,1790 11,2230 11,3020 . Norsk kr. 9,9760 10,0160 10,1670 Sænsk kr. 9,2430 9,2800 9,2760 Fi. mark 14,2790 14,3370 14,4730 Fra. franki 12,7200 12,7710 12,9130 Belg. franki 2,1248 2,1333 2,1482 Sviss. franki 51,7600 51,9700 52,8500 Holl. gyllini 38,9900 39,1500 39,4400 Þýskt mark 43,7300 43,8600 44,2100 it. Ifra 0,04263 0,04285 0,04320 6,2070 6,2380 6,2830 Port. escudo 0,4280 0,4302 0,4325 Spá. peseti 0,5247 0,5273 0,5313 Jap. yen 0,69200 0,69410 0,68240 írskt pund 104,810 105,330 107,000 SDR 99,51000 100,00000 99,74000 ECU 83,2000 83,5400 84,3400 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Skúrir eða slydduél Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri léttskýjað -7 Akurnes skýjað 1 Bergstaðir hálfskýjað -4 Bolungarvík heiðskírt 0 Kefla víkurflugvöUur skýjað 4 Kirkjubæjarklaustur rigning 2 Raufarhöfn heiöskírt -5 Reykjavík rigning 4 Stórhöfði rigning 5 Bergen léttskýjað 10 Helsinki skýjað -2 Kaupmannahöfn skýjað 5 Stokkhólmur léttskýjað 1 Þórshöfn skúrásíð. klst. 3 Amsterdam skúrásíð. klst. 12 Berlín skýjað 7 Chicago léttskýjað 9 Feneyjar þokumóða 11 Frankfurt rigning 9 Glasgow mistur 7 Hamborg léttskýjað 7 London rign.ásíð. kls. 12 LosAngeles léttskýjað 12 Lúxemborg rigningog súld 7 Madríd léttskýjað 14 MaUorca skýjað 20 Montreai léttskýjað 3 New York alskýjað 12 Nice léttskýjað 17 Orlando alskýjað 16 París rigningog súld 11 Róm léttskýjað 16 Winnipeg sryókoma -1 Allhvöss suðaustanátt verður í dag norðaustanlands til að byija með. Þegar kemur fram á daginn verður Veðrið í dag suðvestan stinningskaldi suðaustan- lands. Annars verður hreytileg átt, gola eða kaldi. Norðaustanlands verður slydda en skúrir eða slydduél annars staðar. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig, hlýjast suöaustanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður suð- austlæg eða breytileg átt, gola eöa kaldi og skúrir eða slydduél. Hiti verður á bilinu 0 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.17 Sólarupprás á morgun: 10.11 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.02 Árdegisflóð á morgun: 7.18 Heimild: Almanak Háskólans umhöfð í kvöld mun hin vinsæla hljóm- sveit, Tweety, leika á dansleik í fé- lagsheimilinu Stapa í Njarövík. Síðastliöinn mánudag sendi Tweety frá sér fyrstu geislaplötu sína sem nefnist Bit og verða lög af henni í hávegum höfð á dans- leiknum á laugardaginn, ásamt öðru frumsömdu efni eftir meölimi sveitarinnar sem , era Andrea Gylfadóttir, Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson, Eiður Arnarsson, Máni Svavarsson og Ólafur Hólm. Andrea Gylfadóttir og Þorvaldur Bjami Þorvaidsson, sem bæði voru í Todmobile, hafa verið að þreifa fyrir sér um nokkurra mánaða skeiö með góðum árangri, byrjuðu sem dúett, en hafa nú komið sér upp fullskapaðri stórsveit með val- inkunnum mönnum í öllum sæt- um. Á dansleiknum í kvöld er ald- urstakmark 18 ár og stendur dans- leikurinn frá kl. 23.00 til 3.00. Tweety skemmtir á Suðurnesjum í kvöld Myndgátan Lausn gátu nr. 1074: Heitbundið par Kári Gunnarsson leikur Emil i Skýjahöllinni. Draumur að eignasthund íslenska fjölskyldukvikmyndin Skýjahölhn hefur verið sýnd í Sam-bíóunum undanfarnar vik- ur og hefur unga kynslóðin skemmt sér vel yfir ævintýrum Emils og Skunda. Aðalpersóna myndarinnar er Emil sem á sér þann draum heitastan að eignast hund. Foreldrar hans standa í byggingu einbýhshúss og eiga í stöðugu stríði við víxla og gjald- daga. í fyrstu neita þau Emil um að eignast hund á þeim forsend- um að hundur kosti of mikið. Að lokum er leyfið veitt ef hann get- Kvikmyndahúsin ur safnað fyrir honum sjálfur og halda að það reynist honum ómögulegt. Emil aftur á móti ræðst á fullu í að útvega sér pen- inga til kaupanna, hann selur DV á götum úti og handlangar fyrir húsgagnasmið og á að lokum næga peninga fyrir hvolpinum. En þegar hann tilkynnir foreld- rum sínum um kaupin stendur faðir hans ekki viö loforðið. Skýjahöhin er gerð eftir hinni vinsælu skáldsögu Emil og Skundi eftir Guðmund Ólafsson leikara sem á sínum tíma fékk íslensku barnabókaverölaunin og þess má geta að Guðmundur Ólafsson leikur Utið hlutverk í myndinni, en í aðalhlutverkum eru Kári Gunnarsson, sem leikur Emil, Hjalti Rögnvaldsson, sem leikur foður hans, og Guðrún Gísladóttir leikur móður hans. Nýjar myndir Háskólabíó: í loft upp Laugarásbíó: Gríman Saga-bíó: Villtar stelpur Bíóhöllin: Sérfræðingurinn Bióborgin: Forrest Gump Regnboginn: Reyfari Stjörnubíó: Threesome Haukar mæta Bratislava í tveimur leikjum Aðalviðburður helgarinnar í íþróttum er viðureign Hauka og Bratislava frá Slóvakíu. Haukar komust áfram eftir sigur á liði frá Úkraínu en báðir leikirnir í þeirrí viðureign fóru fram i Haftiar- firði. Það sama verður upp á teng- ingnum í viðureigninni við Brat- islava, Haukar fengu að leika báöa leikina á heimavelli. Sá fyrri veröur í dag kl. 16.30 og sá síðari annaö kvöld kl. 20.00. Þetta verð- ur öragglega mikil viðureign. Bratislava er fornfrægt hand- knattleikslið og hafa islensk lið leikið áður á móti því þegar liðiö tilheyrði Tékkóslóvakíu. Þaö verður örugglega sterkt liö sem kemur hingað til landsins til að keppa við Hauka. Haukaliðiö virðist ekki eins sterkt og það var í fyrra en það ætti að koma því vei að leika á heimavelli svo það má örugglega búast við tveimur spennandi leikjum. KörfuboJtinn heldur áfram á morgun og verður þá leikin heil umferð í úrvalsdeildinni en þar eru línur farnar aö skýrast og er talsverður munur á efstu og neðstu liöum i deildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.