Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 Eldhús Ríkisspítalanna hefur náð miklum spamaði með hagræðingu í rekstri: Tókum höndum sam- an um að ná árangri - segir Valgerður Hildibrandsdóttir, forstöðumaður eldhússins, sem leggur mikið upp úr góðum starfsanda Allir í leikfimipásu milli þess sem matarskömmtum er raðaö á bakka og diska. Konur gegna stóru og mikilvægu hlutverki í eldhúsi Rikisspitalanna. Hér er Valgerður forstöðumaður ásamt þeim Olgu Gunnarsdóttur matarfræð- ingi t.v., Jóhönnu Ingólfsdóttur, forstöðumanni eldhúss Landspitalans, og Guðnýju Jónsdóttur matarfræðingi. DV-myndir Gunnar V. Andrésson Þannig vinnur færibandið og hver hefur sín handtök svo allt komist rétt til skila á hvern disk. „Við höfum náð gífurlega miklum árangri í hagræðingu sem leitt hefur til mikils sparnaðar. Þar hafa margir unnið vel saman,“ sagði Valgerður Hildibrandsdóttir, forstöðumaður eldhúsa Rikisspitaíanna, þegar helg- arblaðið leit þar inn í vikunni. Frétt- ir hafa borist af því að eldhús Rík- isspítalanna hafi náð umtalsverðum sparnaði á undanfómum árum með skipulögðu átaki starfsfólksins. „Árið 1990 var ráðinn rekstrar- verkfræðingur og næringarráðgjafar til að vinna að breytingum á rekstr- inum. Þá urðu hér miklar breytingar sem unnar voru af mörgum aðilum. Árið 1992 varð sextíu milljón króna sparnaður á eldhúsinu en þá höfðu gagngerar breytingar átt sér stað. Kostnaður vegna eldhússins fór úr rúmum þrjú hundruð milljónum í tvö hundruð og fjörutíu milljónir og sá sparnaður hefur haldist," segir Valgerður og vill ekki halda því fram að hún sjálf sé einhver hetja í þeirri þróun heldur sé -um mikla og góða samvinnu að ræða. „Árið 1992 var rekstrinum, inn- kaupakerfmu og næringarmálum breytt og komið á nýju stýrikerfi sem við höfum viðhaldið. Þá var einnig ráðið til starfa fleira fagmenntað fólk. Um síðustu áramót voru tvö eldhús Ríkisspítalanna sameinuð og einn yfirmaður tók viö rekstrinum. Við erum með tvö framleiöslueldhús og níu matsali og erum með 130 manns í vinnu. Eldhúsið veltir um 420 milljónum á ári og þar af er keyptur matur fyrir 220 milljónir en heildarkostnaður eldhússins er um 6% af rekstri Ríkisspítalanna," segir Valgerður. Allir í leikfimi Á meðan Valgerður ræddi við blaðamann var starfsfólkið við skipulagða færibandavinnu þar sem hver og einn gekk til verks á öruggan hátt. Hver matarbakki á að innihalda ákveðin næringargildi og starfsfólk- ið fer eftir spjaldi sem fylgir hverjum matardiski þegar skammtað er. Eftir ákveðinn tíma í stöðugum áfylling- um á diska og bakka hljómaði allt í einu karimannsrödd úr hátölurum og starfsfólkið dreif sig fram á gólf og tók til við leikfimiæfingar af mikl- um krafti. Þetta vakti sannarlega athygli blaðamanns en Valgerður útskýrði að þetta væri liður í allri endurskipulagningu því með þessu fengi starfsfólkið tækifæri til að hreyfa sig og kæmi því endumýjað að færibandinu aftur. Þessi leikfimi er á dagskrá á hveijum degi, rétt um hádegið, en þess má geta að starfs- fólkið afgreiðir á þriðja þúsund mat- arskammta á hverium degi sem fara á allar deildir Landspítalans, á Kleppsspítala og í öldrunardeildir í Hátúni. Eldhús Vífilsstaðaspítala er rekið sem ein deild í heildarrekstrin- um. „Það er alveg ljóst að óhöppum hefur fækkað stórlega frá því pásu- leikfimin var tekin upp hér,“ útskýr- ir Valgerður sem tók þátt í leik- fiminni með starfsfólkinu. Markaður fyrir útboð „Við rekstrarhagræðinguna hefur margt breyst í rekstri eldhússins. Þetta byriaði árið 1990 en þá ákvaö framkvæmdastjóri tæknisviðs að bjóða út vörur, t.d. lambakjöt, til reynslu en slík útboð hafa verið gerð erlendis í sambærilegum eldhúsum. Þetta gaf strax góða raun og skilaði spamaði. Jafnframt voru gæðakröf- ur skilgreindar og hertar til muna í samvinnu við starfsfólk á Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og yf- irmanna í eldhúsinu. í lok ársins 1990 voru gerðar kröfur um að allir matseðlar hér skyldu vera næringar- útreiknaðir og tölvuvæddir, svo og vinnugögn fólksins, þannig að allt sem færi ofan í potta og á diska skyldi mælt. Þar sem ekki var nægi- lega skipulagt samband milli nær- ingar og innkaupa jukust útgjöld en í lok 1991 var ákveðið að endurskipu- leggja og yfirfara innkaupakerfið. Þá var ráðinn innkaupastjóri í eldhúsiö, rekstrarverkfræðingur, og ég var þá ráðin sem aðstoðarforstööumaöur og hans hægri hönd í því aö skipuleggja og samræma næringu og fjármál. Einnig var farið markvisst í að auka gæði og bjóða vörur út. Þar meö voru útboð á kjöti, fiski, grænmeti, ávöxt- um, brauði, ungbarnamjólk, pelum og næringardrykkjum, svo eitthvað sé nefnt. Kerfið var sem sagt opn- aö,“ segir Valgerður og bætir því viö að þetta hafi skilað 30% spamaöi. Matarbakkinn hefur batnað - En hefur matarbakki sjúklingsins þá ekki versnað? „Nei, það em aukin gæði á bakkan- um þar sem reiknuð hafa verið út frá manneldissjónarmiði öll þau nær- ingarefni sem á honum þurfa að vera. Stundum er sagt við okkur að við leitum eftir ódýrri vöru og horf- um ekki í gæðin. Það er rangt því við kaupum ekki þá vöru sem upp- fyllir ekki okkar gæöakröfur. Sam- keppnin er mikil milli fyrirtækja og því er eldhús Ríkisspítala eftirsókn- arverður kúnni. Markaðurinn í dag býður upp á útboð en það gerði hann ekki t.d. 1987 en þá var það reynt.“ Valgerður segir að daglega séu fimmtán til tuttugu matseðlar í gangi í eldhúsinu og þar sem þarfir sjúkl- inga séu margs konar geti matseðl- arnir verið fyrir allt frá einum til tólf hundruð. Engin könnun hefur verið framkvæmd meðal sjúklinga um hvernig þeim líkar maturinn en Valgerður segist hafa heyrt frá starfsfólki að maturinn komi frekar til móts við óskir sjúklinga og starfs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.