Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 59 Afmæli Guðmundur Ingason Guömundur Ingason, fram- kvæmdastjóri fiskútflutningsfyrir- tækisins G. Ingason hf.( til heimilis að Nesbala 98, Seltjarnamesi, er fer- tugurídag. Starfsferill Guömundur fæddist á ísafirði og ólst þar upp og á Reyðarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1974 og B.Sc.-prófi í líffræði frá HÍ1978. Á námsárunum var Guðmundur aöstoðarmaður hjá Hafrannsókna- stofnun ytir sumartímann. Hann var síðan eftirlitsmaður hjá Fram- leiðslueftirliti sjávarafurða 1977-80, deildarstjóri hreinlaétis- og búnað- ardeildar þar 1980-84, stundaði sjálf- stæða eftirlitsstarfsemi 1984-85, var sölu- og eftirlitsmaður hjá Mar- bakka hf. 1985-87, stundaði sjálf- stæða útflutningsstarfsemi 1987-89 og hefur rekið eigið fiskútflutnings- fyrirtæki frá 1989. Guðmundur var formaður Húsfé- lagsins Engihjalla 9 í Kópavogi 1980-82, formaður íbúasamtaka Engihjalla, stjórnarformaður Faxa- lóns hf„ stjómarformaður Nýju skoðunarstofunnar hf. og í útflutn- ingsráði Félags íslenskra stórkaup- manna 1992-94. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 9.12.1978 Gyðu Jónsdóttur, f. 20.11956, hús- móður. Hún er dóttir Jón Halldórs- sonar, járnsmiðs í Reykjavik, og k.h., Margrétar Eyjólfsdóttur hús- móður. Börn Guðmundar og Gyöu eru Ingi Hrafn, f. 28.2.1982; Rannveig Hildur, f. 14.2.1990; Halldór Arnar, f. 25.12.1992. Systini Guðmundar eru Örn Er- lendur, f. 4.6.1956, læknir í Reykja- vík; Haukur, f. 2.9.1957, lyfjafræð- ingur í Reykjavík; Sólborg Erla, f. 16.12.1964, myndlistarmaður; Þór- dís, f. 10.2.1969, lögfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Guðmundar eru Ingi Sigurður Erlendsson, f. 24.2.1931, landmælingamaður í Kópavogi, og k.h., Guðmunda Rannveig Gísla- dóttir, f. 17.2.1932, bókasafnsfræð- ingur. Ætt Ingi Sigurður er sonur Erlends, skips'tjóra á Reyðarfirði, bróður Jóns, föður Jóns, forstjóra Hafrann- sóknastofnunar. Erlendur var son- ur Árna, b. á Eyri í Fáskrúðsfirði, Jónssonar, b. á Eyri, Stefánssonar. Móðir Árna var Guðlaug Indriða- dóttir, b. á Eyri, Hallgrímssonar. Móðir Erlends var Ingibjörg Jóns- dóttir, b. í Dölum í Fáskrúðsfirði, Guðmundssonar. Móðir Inga var Sólborg ljósmóðir, systir Hjalta í Snæfugli. Sólborg var dóttir Gunnars, útgerðarmanns á Reyðarfirði, bróður Hildar, móður Regínufréttaritara. Önnursystir Gunnars var Kristín, amma Guð- mundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar og Jóhanns Pét- urs Malmquist prófessors. Þriðja systir Gunnars var Guðrún, amma Eyjólfs Kjalars Emilssonar heim- spekings. Gunnar var sonur Bóasar, b. á Stuðlum, bróður Bóelar, langömmu Geirs Hallgrímssonar forsætisráöherra og Karls Kvarans listmálara. Bóas var sonur Bóasar, b. á Stuðlum, Arnbjörnssonar. Móð- ir Sólborgar var Una Sigríður Jóns- dóttir. Guðmunda Rannveig er dóttir Gísla Hoffmanns, sjómanns á ísafirði, bróður Kristínar, móður Jóns Sigurössonar, bankastjóra Norræna fjárfestingabankans. Gísli var sonur Guðmundar Hilaríusar Halldórssonar af Arnardalsætt. Móöir Gísla var Guðrún, systir Jóns í Tungu, langafa séra Geirs Waage í Reykholti. Annar bróöir Guðrúnar var Guðmundur, afi Guömundar J. í Dagsbrún. Systir Guðrúnar var Bjarney, amma Bjarna Friðriksson- ar júdókappa. Guðrún var dóttir Friðriks, b. í Tungu, Jónssonar, Guómundur Ingason. prests á Hrafnseyri, Ásgeirssonar, prófasts í Holti, Jónssonar, bróður Þórdísar, móður Jóns forseta. Móðir Jóns var Rannveig Matthíasdóttir, stúdents á Eyri, Þórðarsonar, ætt- fóður Vigurættar, Ólafssonar, ætt- fóður Eyrarættar, Jónssonar. Móöir Guðrúnar var Jensína Jónsdóttir, prests á Stað í Aöalvík, bróður Þor- kels, langafa Lúðvíks Kristjánsson- arrithöfundar. Móðir Guðmundu Rannveigar er Þorbjörg Líkafrónsdóttir, sjómanns í Hnífsdal, Sigurkarlssonar og Guð- rúnar Haraldsdóttur. Sigríður Narfheiður Jóhannesdóttir Sigríður Narfheiður Jóhannesdóttir húsmóðir, Tjarnargötu 22, Keflavík, verður áttræð á morgun. Starfsferill Sigríður fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Flensborg 1931. Eftir að Sigríður gifti sig bjuggu þau hjónin fyrstu fjögur árin í Reykjavík en fluttu til Keflavíkur 1947 þar sem þau hafa átt heima síð- an. Þar stundaði Sigríður almenn verkamannastörf þegar tóm gafst frá barnauppeldi og heimilisstörf- um. Sigríöur gekk í Alþýðuflokkinn og hefur gegnt þar ýmsum trúnaðar- störfum. Fjölskylda Sigríður giftist í nóvember 1943 Inga Þór Jóhannssyni, f. 4.1.1916, sjómanni. Hann er sonur Jóhanns Ing\rasonar, oddvita í Keflavík, og Kristínar Guðmundsdóttur, kaup- konuþar. Börn Sigríðar og Inga eru Ásrún, f. 1940, röngentæknir, gift Herði Tryggvasyni og eiga þau þrjú börn; Ingvi, f. 1944, tæknifræðingur, kvæntur Sigríði Egilsdóttur og eiga þau þrjú börn; Ágúst, f. 1944, tækni- fræðingur, kvæntur Borgny Seland og eiga þau þijú börn; Jóhann, f. 1945, blikksmiður, kvæntur Sigríði T. Óskarsdóttur og á hann eitt barn frá fyrra hjónabandi; Þórir Gunnar, f. 1946, verkstjóri, kvæntur Jónínu Sigríði Jóhannsdóttur og eiga þau fjögurbörn. Systkini Sigríðar eru Friðþjófur Ingimar, f. 21.5.1913; Hinrik Valdi- mar Fischer, f. 1914; Kristján Magn- Sigríður Narfheiður Jóhannesdóttir. ús Þór, f. 1923; Alda Bergljót, f. 1926. Foreldrar Sigríðar: Jóhannes Narfason, sjómaður í Hafnarfirði, og k.h., Guðrún Kristjánsdóttir, húsmóöir. 75 ára Þóra Jónsdóttir, Rauðagerði 26, Reykjavík. Ólafur H. Baldvinsson, Ránargötu 12, Akureyri. Trausti Guðmundsson, Austurbergi 18, Reykjavík. 60 ára Elísabet Kristjánsdóttir, Völvufelli 50, Reykjavík. Auður Gunnarsdóttir, Grýtubakka 6, Reykjavík. 50 ára Guðmunda Dýrfjörð, Noröurtúni 3, Siglufirði. Sesselja Magnúsdóttir, Vesturbergi 35, Reykjavík. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Eyktarási 18, Reykjavík. Júiiana Ólafsdóttir, Heiðarholti 38e, Keflavik. Július M. Þórarinsson, Skarðsbraut 9, Akranesi. 40ára Ágústa Jónsdóttir, Heiðargerði 25, Reykjavík. Halldóra Sveina Lúthersdóttir, Njarðvíkurbraut 1, Njarðvík. Halldór Pétur Sigurðsson, Efri-Þverá, Þverárhreppi. IngibjörgG. Sigurðardóttir, Ási, Rauðasandshreppi. Helga Jóhannesdóttir, Vogi, Ölfushreppi. Una Bryngeirsdóttir, Karlagötu 21, Reykjavík. Ari Þorkell S veinsson, Tangagötu 3, Stykkishólmi. Ósk Axelsdóttir, Álfhólsvegi 69, Kópavogi. Til hamingju með afmælið 20. nóvember Meiming Shane MacGowan and the Popes - The Snake ★★★ Alltaf má fá annað skip • • • írski þjóðlagapönkarinn Shane MacGowan, sá sem stýrði The Pogues til heimsfrægðar á sínum tíma og var síðan rekinn úr hljómsveitinni vegna sieitulítillar drykkju, er nú kominn á kreik að nýju með annað skip og annað fóruneyti. Nú passar hann upp á að vera skráður leiðtogi sveitarinnar þannig að ekki verði hægt að reka hann með góðu móti. Ekki verður annað heyrt en að brottreksturinn frá The Pogues hafi gert MacGowan gott í tónlistarlegum skilningi; hann er mun ferskari og hressari á þessari nýju plötu en hann Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson var orðinn undir það síðasta með The Pogues. Hann hverfur að vissu leyti aftur til upphafsins; lögin eru einfaldari og glaðlegri og ballöðurnar funheitar. Neist- inn er komin aftur og MacGowan jafnt sem liðsmenn nýju hljómsveitarinnar geisla af spilagleði. Yfir öllu þessu svífur ósvikinn írskur þjóðalagaandi og ekki síður óheflað orðabragð MacGowans og söngstíll. Plöt- unni fylgir enda stimpill þar sem foreldrar eru varað- ir viö að óharðnaðir unglingar heyri innihald text- anna. Lögin eru öll eftir MacGowan nema eitt sem er gamalt lag eftir Gerry Rafferty meö því ágæta nafni Her Father Did’nt Like Me Anyway. Þaö reynist vera eitt besta lag plötunnar og hefur MacGowan tekist meistaralega upp með að gæða þetta gamla lag nýju lífi. Það er nokkuö víst að með þessari plötu hefur MacGowan endurheimt konungsstól þjóðlagapönkar- anna sem hann hrökklaðist úr áður. Rannveig Agnethe Jóna Óskarsdóttir Rannveig Agnethe Jóna Óskarsdótt- ir, sjúkraliði á barnadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, til heimilis að Norðurgötu 38, Akur- eyri, er fimmtug í dag. Starfsferill Rannveig fæddist í Reykjavík en ólst upp á Islandi, í Danmörku og í Noregi. Hún lauk sjúkraliðaprófi á Akureyri 1966 og hefur starfað á Fjórðungssjúkrahúsinu þar síðan. Hún er nú trúnaðarmaður sjúkra- liða við FSA. Rannveig hefur verið búsett á Akureyri frá 1965. Hún hefur starf- að ötuÚega með Hjálpræðishernum umárabil. Fjölskylda Rannveig giftist 4.6.1966 Einari Björnssyni, f. 11.5.1940, afgreiðslu- manni. Hann er sonur Bjöms Ein- arssonar, sem er látinn, og Sumar- línu Ketilsdóttur. Böm Rannveigar og Einars eru Óskar Einarsson, f. 28.5.1967, tón- listarmaður í Reykjavík, kvæntur Bente Einarsson og er sonur þeirra Björn Ingi; Ingibjörg Einarsdóttir, f. 15.7.1969, nemi í hjúkmnarfræði, búsett á Akureyri; Bjöm Einarsson, f. 12.7.1971, þungavinnuvélstjóri, búsettur á Ákureyri; Jakobína Dögg Einarsdóttir, f. 5.8.1978, mennta- skólanemi. Rannveig A. J. Óskarsdóttir. Systkini Rannveigar: Hákon Ósk- arsson, f. 6.7.1946, menntaskóla- kennari í Reykjavík, kvæntur Heiði Bjömsdóttur og eiga þau eitt bam; Daníel Óskarsson, f. 17.4.1948, hjálpræðishersforingi í Reykjavík, kvæntur Anne Gunne Óskarsson og eiga þau þrjú börn; Óskar Óskars- son, f. 3.10.1953, forstjóri heimilis fyrir áfengissjúklinga, búsettur í Noregi, kvæntur Torhild Ajer og eiga þauíjögur börn; Miriam Ósk- arsdóttir, f. 27.6.1960, hjálpræðis- hersforingi, búsett á Akureyri. Foreldrar Rannveigar em Óskar Jónsson, f. 4.6.1916, hjálpræðishers- foringi í Reykjavík, og k.h., Ingi- björg Jónsdóttir, f. 5.5.1921, hjálp- ræðishersforingi. Rannveig verður að heiman á af- mælisdaginn. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.