Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 Afmæli Jón D. Jónsson Jón Jónsson verkamaður, Mið- túni 7, Höfn í Hornafirði, verður áttræður á morgun. Starfsferill Jón fæddist á Fagranesi á Langa- nesi og ólst þar upp. Hann flutti í Ytra-Lón á Langanesi árið 1930 þar sem hann stundaði fjárbúskap með föður sínum til 1956. Þá hætti Jón búskap og flutti til Þórshafnar. Þar starfaði hann við Hraðfrystihús Þórshafnar til 1961. Þá flutti hann til dóttur sinnar á Höfn í Horna- firði og hefur átt þar heima síðan. Á Höfn starfaði Jón fyrst hjá Fisk- iðju KASK og síðan hjá Borgey hf. þar sem hann starfar enn í fullri vinnu. Fjölskylda Dóttir Jóns er Júlía Imsland, fréttaritari DV á Höfn í Hornafirði, gift Ragnari Imsland. Börn Júlíu og Ragnars eru Ómar Imsland, kvæntur Brynju B. Bragadóttur og eiga þau fjögur börn, Ragnar, Birgi, Gunnar Ölvi og Arnar; Jóna Ims- land, gift Magnúsi Daníelssyni og eiga þau tvö börn, Breka og Töru Þöll; Sveinbjörn Imsland, kvæntur Svövu Bjarnadóttur og eru börn þeirra Daníel, Þór, Þyrí og Þórdís; Þórdís Imsland, gift Sívari Árna Scheving og eiga þau tvö börn, Jó- hönnu Júhu og Atla Frey. Systkini Jóns voru Sigurður Jónsson sem lést 1987, var kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur; Margrét Jónsdóttir sem lést átta ára 1915. Foreldrar Jóns voru Jón Jónas- son, f. 18.12.187.8, d. 10.7.1968, bóndi í Fagranesi og í Ytra-Lóni á Langa- nesi, og k.h., Sigríður Sigurðardótt- ir, d. 1915. Jón Jónsson. Rúnar Geirmundsson Rúnar Geirmundsson útfararstjóri, Fjarðarási 25, Reykjavík, er fertug- urídag. Starfsferill Rúnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Árbæjarhverfinu. hann stundaði nám í bólstrun hjá TM- húsgögnum í Síðumúla 1976-80, lauk sveinsprófi og er bólstrunar- meistarifrál982. Rúnar starfaði við útfararþjón- ustu hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur á árunum 1983-90 en hefur rekiö eigin útfararþjónstu frá 1990. Rúnar situr í stjórn Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur frá 1992, er for- maður stjórnar heilsugæsluum- dæmis Austurbæjar nyrðra, situr í samstarfsráði heúsugæslunnar í Reykjavík, er félagi í Karlakórnum Fóstbræðrum, Kór Islensku óper- unnar og í Þjóðleikhúskórnum. Fjölskylda Rúnar kvæntist 16.6.1974 Kristínu Sigurðardóttur, f. 14.11.1954, sjúkra- liða. Hún er dóttir Sigurðar Gunn- arssonar, bílstjóra í Reykjavík, og Elínar Magnúsdóttur húsmóður. Börn Rúnars og Kristínar éru Sig- urður, f. 19.3.1974, ogElís, f. 15.11. 1981. Rúnar er næstyngstur átta systk- ina. Foreldrar Rúnars: Geirmundur Guðmundsson, f. 28.8.1914, verka- maður í Reykjavík, og Lilja Torfa- dóttir, f. 26.1.1920, d. 18.12.1991, verkakona í Reykjavík. Rúnar er erlendis á afmæhsdag- inn. Rúnar Geirmundsson. mm Menning Neisti semverð- ur aldrei að báli Gamah maður stendur við færiband í flöskumóttöku og lætur hugann reika, spinnur upp sögur sér til gam- ans til þess að stytta sér stundir í leiðigjarnri vinnu um leið og hann snýr á óþægilegar minningar. Flö- skurnar renna fram hjá augum mannsins, allar eins, hkt og þau fjölmörgu og htlausu ár sem maðurinn hefur lifað fjarri heimabyggð sinni. Þessi upphafssena í nýjustu bók Páls Pálssonar, Vesturfaranum, er ró- lyndisleg og lætur htið yflr sér eins og Stephan, gamli maðurinn sem stendur við færibandið. Hann er aðal- persóna bókarinnar, landflótta Tékki sem hefur sest að í Danmörku ásamt Maríu, eiginkonu sinni. Þangað koma hjónin árið 1968, upphaflega til að leita einkason- arins Jans sem ekkert hefur spurst til síðan í innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu. Þau snúa aldrei aftur heim, lifa árum saman rólegu og fábreyttu lífi í Kaup- mannahöfn og þegar sagan hefst er María orðin veik. Þegar hún deyr eftir erfið veikindi pakkar Stephan ofan í ferðatösku og býr sig undir að flytja til systur sinnar í Ameríku. En margt fer öðruvísi en ætlað er og víst að þeir atburðir sem Stephan upplifir í lok bókar eru ekki í ætt við það tilbreytingarsnauða líf sem hann hefur lifað síðustu árin. Þannig er söguþráðúrinn í stuttu máh í Vesturfaran- um sem er ósköp hlý saga af hugljúfu fólki. Stephan er geðþekkur og þægilegur maður sem vih engum illt gera og gleðst yfir htlu eins og barn. Hann er stundum dáhtið utan við sig og gleyminn og sem slíkur höfðar hann oft til samúðar lesandans. Einnig er samband þeirra hjóna virkilega ástúðlegt og notalegt. En nota- legheitin bæta ekki upp þá gaha sem eru á yfirborðs- kenndri persónusköpun. Persónumar era thþrifahtlar og lítt eftirminnhegar kannski fyrir þá sök að höfund- ur hættir sér ekki undir viðkvæmt yfirborðið þar sem sárar minningar krauma. Þess í stað er löngu máh eytt í að lýsa bjargarleysi Stephans við hinar ýmsu aðstæður og óþæghega mikið nostrað við smáatriði, klósettferðir, matartilbúning o.fl. Það má vel leiða lík- ur að því að höfundur notist við sthbrögð af þessu tagi til að leggja aukna áherslu á einhæft líf hans og er það ágætt svo langt sem það nær. A.m.k. fer þaö alls ekki fram hjá lesandanum að líf Stephans hefur hvorki einkennst af spennu né hraða hin síðustu ár. En ofuráhersla höfundar á dund og dútl frá degi th dags kemur í veg fyrir að sá neisti sem lifir í textanum verði að báh. M.ö.o: í textanum er ýjað að ýmsu öðru Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir en hversdagslífi aðalpersónunnar, áhrifamiklum at- burðum og atvikum sem höfundur vinnur því miður ekki næghega vel úr. Varfærið tipl hans í kringum sársaukafulla atburði, eins og t.d. dauða hjartfólgins ástvinar, veldur vonbrigðum og umkomuleysi Step- hans og bláeygð sýn á veruleikann kemur manni stundum í opna skjöldu. Maður skyldi ætla að maður sem þarf að flýja ættland sitt búi yfir djúpstæðari skilningi á lífinu en raun ber vitni. Lesandinn fær t.a.m. innsýn í nöturlegt líf vændiskonu sem býr í sama húsi og Stephan en grimmdin og niöurlægingin sem umlykur líf hennar fær allt of snubbótta af- greiðslu með þeim afleiðingum að konan verður fjar- læg og óskiljanleg. Og þó Stephan sé fullur samúðar með þessari konu, sem er í takt við hans ljúfu per- sónu, eru viðbrögö hans ekki sannfærandi. Hann er einum of gáttaður og saklaus, hann sem hefur búið rétt við Istedgötu árum saman! Höfundur leggur upp með þrusugóða hugmynd og heldur manni vissulega við efnið allt th loka en útkoman er þó fremur yfir- borðsleg. Hér er spennandi efni lagt undir, efni sem drukknar í nosturslegum stílnum. Vesturfarinn Páll Pálsson Forlagið 1994 Til hamingju með afmælið 19. nóvember Vilhj álmur Sigfússon, Sundabúð 2, Vopnafirði. Ásgeir Sigurj ónsson, Víðimel 21, Reykjavik. Jón Ingibjartsson, Mðtúni 3, Keflavik. ÁrniH. Jónsson, Suðurgötu 12,Keflavík. Þórarinn Björnsson, fyrrv. timbur- kaupmaður, Flókagötu 51, Reykjavík. Eiginkona hans er Kristín H. Hahdórs- dóttir sjúkra- þjálfari. Þaueruað heiman. MagnhildE. Jacobsen, Flétturima 25, Reykjavík. Sigurður Jónsson, Lyngbakka4, Neskaupstað. Guðbjörg Valdimarsdóttir, Enghíjallal9, Kópavogi. Eiginmaður hcnnar er Guð- mundurRögn- valdsson. Þau takaámóti gestumí Iþróttahúsinu viðDigranes- heiði 1 Kópa- vogi (Hákoni digra) frá kl. 17-20 á afmælisdaginn. 80ára Blómey Stefárisdóttir, Hrafnistu, Reykjavik. Jónína Gísladóttir, Skúlagötu 54, Reykjavík. Marta Magnúsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. Helga Bjarnadóttir, Beinárgerði, Vallahreppi. Halla S. Jónatansdóttir, Laufásvegi 25, Reykjavik, Karl Jóhannsson (á afmæli 21.11.), Kringlumýri 1, Akureyri, Hann tekur á móti gestum laugar- daginn 19.11. i Lóni v/Hrísalund frá kl. 15-19. Edda Árnadóttir hjúkrunarfræðingur. Hringbraut79, Reykjavík. Ólafur K. Óskarsson, Óðinsgötu 12, Reykjavík. Elísabet Bjarnadóttir, Sefgörðum2, Seltjarnarnesi. Haraldur Friðriksson bakarameist- ari, Sunnubraut 18, Kópavogi. Eiginkona hanserÁsrún Davíðsdóttir, söngkennariog skrifstofu- stjóri. Þau taka á móti gestum á afmæhs- daginn frá kl. 17-19 í lionsheimil- inu Lundi við Auðbrekku í Kópa- vogi. Jórunn Jörundsdóttir, Sævangi 45, Hafnarfirði. Kristján B. Þórarinsson, Laufvangi 14,Hafnarfirði. Hann tekur á móti gestum í félags- heimili lögreglumanna í dag frá kl. Í5-Í7. Eiríkur Örn Kristjánsson, Lerkilundi 4, Akureyrí. 60 ára Þórir Kristinsson múrari, Rjúpufehí 33, Reykjavík. Eiginkona hans er Álfheiður Ei- ríksdóttir. Þau taka á móii gestum á heimili dóttur sinnar að Funafold 77 eftir kl. 18 á afmælisdaginn. Bjarni Kristjúnsson, Vahargötu 8, Þingeyri. Björgvin Hólm, Nýlendugötu 14, Reykjavík. María Margrét Einarsdóttir, Kleppsvegi 122, Reykjavík. Vilhelmína I. Eiríksdóttir, Lækjarbergi 29, Hafnarfirði. Jakob Gunnarsson, Fögrukinn 4, Hafnarfirði. Óskar Óli Jónsson, Grundarghi, Reykdælahreppi. Bjarni Jónas Jónsson, Uröarbraut24, Blönduósi. Kamilla Suzanne Kaldalóns, Flókágötu 43, Reykjavik. Ragnheiður A. Gunnarsdóttir, Vogagerði 4, Vogum. Daði Örn Jónsson, Flúðaseli 82, Reykjavík. láttu ekki of mikinn hraða A VALDA ÞÉR SKAÐA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.