Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 Skák i>v Atskákmótið mikla í París: Loks kom að því að Kasparov beygði Kramnik Garrí Kasparov, PCA-heimsmeist- ari, sýndi enn styrk sinn um síðustu helgi með þvi að leggja alla andstæð- inga sína að velli á atskákmóti sam- taka hans sem fram fór í París. Mót- ið fór fram með svonefndu „Wimble- don“ sniði, sem nefnt er eftir tennis- keppninni frægu, þar sem leikið er til úrshta þar til einn stendur eftir. Á mótinu tefldu sextán stórmeistar- ar, þeirra á meðal Jóhann Hjartar- son. Jóhann gerði sér lítið fyrir og lagði enska stórmeistarann Michael Ad- ams að velh í fyrstu umferð en Ad- ams hefur átt miklu láni að fagna í styttri skákum. Jóhanns beið síðan erfitt hlutskipti í næstu umferð er hann mætti heimsmeistaranum Kasparov. Ekki tókst Jóhanni að velgja meistaranum undir uggum. Hann átti góða stöðu með hvítu í fyrri skákinni en eftir ein mistök snerist hún á augabragði. Hann lagði allt í sölumar í seinni skákinni - veikti stöðu sína til þess að flækja taflið en Kasparov gekk einfaldlega á lagið. í undanúrslitum tefldi Kasparov við landa sinn Vladimir Kramnik, sem reynst hefur honum verulega erfiður mótherji. Tvívegis hefur Kramnik slegið Kasparov út í at- skákmótum. Sagan endurtók sig ekki í þriðja sinn, því að Kasparov hafði betur en þó ekki fyrr en eftir að þeir höfðu teflt hraðskák til úrshta. Kasparov náði að máta Kramnik á allra síðustu sekúndunum. í úrshtaeinvígi vann Kasparov Pre- drag Nikolic tvöfalt en hann hafði siglt fremur létt gegnum mótið fram að því. Þar með stóð Kasparov uppi Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn auglýsir eftir bókbindara til að veita bókbandsstofu safnsins for- stöðu. Um er að ræða fjölþætt viðfangsefni í nýrri og vel búinni stofu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, merkt lands- bókavörður, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 12. desember 1994., Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn 18. nóvember 1994 Tvívegis hefur Kramnik slegið Kasparov út í atskákmótum. Sagan endurtók sig ekki í þriðja sinn. Til heiðurs konum Setning Bergþóra Ingólfsdóttir Afmælishótíð MFAog Borgardætur Andrea Gylfadóttir Berglind Björk Jónasdóttir Ellen Kristjánsdóttir Leikþáttur BSRB kvenna Frá Nordisk Forum Tómstundaskólans Guð«g mamma hans i Borgarleikhúsinu Jóhanna Sveinsdóttir Einsöngur 21. nóvember kl. 20.30 Guðrún María Finnbogadóttir Iwona Jagla mm Dömufrí Leikhópur ASÍ kvenna Frá Nordisk Forum Kynnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Abgangur ókeypis Umsjón Jón L. Árnason sem sigurvegari en Kramnik varð jafn honum í samanlögðum árangri á PCA-mótunum fjórum sem fram fóru í Moskvu, New York, London og París. Anand og Ivantsjúk deildu þriðja sæti. Mótið í París var geysivel skipað en nokkurra stórstjama er þó sakn- að. Mesta athygli vekur að tölvufor- ritið Mephisto-G°nius, sem sló Kasparov út í atskákmótinu í Lon- don, var ekki meðal keppenda. For- ritið tefldi sem gestur í London og Anand sá til þess að það ynni sér ekki þátttökurétt í París. Fjarveru tölvunnar mátti ekki skhja sem svo að meistararnir heföu eitthvað á móti því aö tefla við hana - eða hvað? Alþjóðaskáksambandið, FIDE, hef- ur nú tekið Kasparov og Short í sátt með því að setja nöfn þeirra aftur inn á Elo-stigahstann. Hermt er aö þetta sé liður í „leikfléttu" Kasparovs og Campomanesas FIDE-forseta. Kasp- arov og menn hans björguðu FIDE í raun fyrir hom með því að taka að sér framkvæmd ólympíuskákmóts- ins, sem stefnt var í óvissu, eftir að Grikkir hlupust undan merkjum. Mótið mun fara fram í Moskvu í des- ember. Sagt er að Kasparov muni með þessu vhja freista þess að ganga aftur til hðs við FIDE. Þá er tahð lík- legt að Campomanes hyggi á endur- kjör sem forseti FIDE, þrátt fyrir yf- irlýsingar hans um hiö gagnstæða. En víkjum aftur aö mótinu í París. Rennum yfir tvær stuttar skákir Jó- hanns, þar sem skiptast á skin og skúrir. Hvítt: Michael Adams Svart: Jóhann Hjartarson Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Bc5 6. Rb3 Ba7 7. Rc3 Rc6 8. De2 Rge7 9. Be3 d6 10. 0-0-0 b5 11. f4 b4 12. Ra4 Bd7 13. Bxa7 Rxa7 14. e5 Bxa4 15. f5 15. - Rxf5 16. exd6 0-0 17. Bxf5 Dg5 + 18. Kbl Dxf5 19. Hhfl Bb5! - Og Adams gafst upp. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Jóhann Hjartarson Vængtafl. 1. d4 RfB 2. Rf3 e6 3. g3 b5 4. Bg2 Bb7 5. Bg5 c5 6. c3 Db6 7. BxfB gxf6 8. 0-0 Ra6 9. a4 b4 10. a5 Dc7 11. e3 Hb8 12. Rh4 Bxg2 13. Rxg2 Dc6 14. Rf4 Rc7 15. Rd2 bxc3 16. bxc3 Bd6 17. Rh5 Be7 18. Dg4 Rd5 19. c4 Rc3 20. Hfcl Hb2 7Í iii * 6 m ií ABCDEFGH 21. Hxc3 Hxd2 22. Hb3 Dc7 23. Habl - Og Jóhann gafst upp. SveitTR teflir í Lyon Nú um helgina verður teflt th úr- shta í Evrópukeppni taflfélaga í Lyon í Frakklandi. Sveit Taflfélags Reykja- víkur er þar meðal átta keppnis- sveita sem ghma um Evrópumeist- aratitihnn. Sveitin vann sér rétt til þátttöku í úrslitunum með frækhegri frammistöðu í undanrásum í Eupen í Belgíu, þar sem m.a. stórmeistara- sveit Bayern Múnchen lá í valnum. Skáksveitirnar í Lyon eru ekki skipaðar neinum aukvisum. Fyrsta ber að telja upp sveit frá Sarajevo, þar sem sjálfur Garrí Kasparov teflir á 1. borði. Næstir honum koma Ivan Sokolov á 2. borði, síðan Nikohc, Axmaiparashvili, Lputjan, Kurajica og Disdarevic, sem allir eru stór- meistarar. Heimamenn frá Lyon hafa einnig yflr að ráða stórskota- höi, meö Lautier, Kramnik, Anand, Salov, Bareev, og Dorfman skráða á sex efstu borð. Sveit Honved Buda- pest stillir upp Almasi, Pinter, J. Horvath, Tolnai og C. Horvath, allir stórmeistarar; rússneska félagiö Novosibirsk geymir stórmeistarana Dreev, Dolmatov, Goldin, Pigusov, Ruban og Serper; Donbass frá Úkra- ínu skartar Ivantsjúk, Shneider, Savtjsenkó, Frolov, Timoshenko og Kuzmin; Yudasin, Greenfeld og Huz- man leiða sveit Beer-Sheva frá ísrael og Rozentalis, Mahsauskas og Kvein- ys eru efstu menn félagsins Kaise frá Vilnius í Lithaugalandi. Sveit Talfélags Reykjavíkur er skipuð sömu mönnum og tefldu í undanrásunum: Helga Ólafssyni, Hannesi Hlífari Stefánssyni, Jóni L. Árnasyni, Karh Þorsteins, Helga Áss Grétarssyni og Benedikt Jónassyni. Liðsstjóri er Hrannar Amarsson og fararstjóri Árni Á. Árnason. Fjöl- margir aðhar hafa styrkt sveitina til keppninnar, s.s. Reykjavíkurborg, Ohs, Eimskip og Skáksamband ís- lands, auk Pasta Basta, sem bauð Uðsmönnum upp á síöustu kvöld- máltíðina áður en lagt var af stað til Frakklands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.