Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 Dagur í lífi Ingólfs Margeirssonar rithöfundar: Síður í jólabók lesnar yfir Ingólfur Margeirsson var önnum kafinn á þriðjudaginn vegna útgáfu bókar og leitar að viðmæiendum. DV-mynd ÞÖK Sonurinn á heimilinu vakti mig um hálfsjöleytið til að ræða um fyrirhug- aða heimsókn sína til jafnöldru sinn- ar síöar um daginn. Þaö er að sjálf- sögðu spennandi umræðuefni þegar maður er sex ára en nokkuð tyrfið fyrir dagrenningu fyrir viðmæland- ann sem er einum íjórum áratugum eldri. Komst samt fram í sturtuna klukkutíma síðar en vaknaði ekki almennilega fyrr en í kafflbollanum viö morgunverðarborðið. Las í Mogganum það álit íslenskra stjómmálaleiðtoga að niöurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sví- þjóð um ESB breyttu litlu fyrir ís- lendinga. Nú vaknaði ég fyrst al- mennilega. íslensk einangrunar- stefna getur fengið hið undarlegasta bergmál í póhtíkusum landsmanna. Em menn að tala í alvöru? Halda þeir að íslendingar horfi á hverja Norðurlandaþjóðina af annarri ganga í ESB án þess að þaö hafi nokk- ur áhrif á okkar landi? Mikill er máttur dvergríkisins að geta lokað augunum sí og æ fyrir umheiminum. Eg var nokkum veginn kominn aftur í jafnvægi þegar ég ók mínum betri helmingi, Góu, upp á Landspítaia þar sem verkfaU sjúkraUða geisar likt og á öðmm sjúkrastofnunum. Hún sagðist þó heppin; það ynnu engir sjúkraUðar á hennar deUd svo starfsemin héldist nokkuð óbrjáluð áfram. Við feðgamir vorum nokkuð seinir upp í ísaksskóla en náðum í skottið á bekkjarröðinni. Ég spjallaði nokk- ur orð við Herdísi EgUsdóttur kenn- ara á meðan sonurinn fór úr gallan- um. Ef allir barnakennarar væru eins og Herdís og alUr grunnskólar eins og ísaksskóUnn væri mannlífið betra á íslandi, hugsaði ég með sjálf- um mér þegar ég gekk aftur út í bíl- inn. Strútshausar stjórnmálamanna Strútshausar stjórnmálamanna í íslenskum fjörusandi voru mér enn í huga þegar ég ók áleiðis að Síðu- múla. Hvernig væri að hætta að lesa þetta þvarg og pex í blöðunum og gefast upp á að hlusta og horfa á dagleg vigaferli stríðsmanna dverg- ríkisins í útvarpi og sjónvarpi? Fá sér bara gervihnattasjónvarp? Víkka sjóndeildarhringinn og njóta al- mennilegra frétta af heimsbyggðinni sem lyftu manni yfir kongadans ís- lensku fréttanna? Ég tók beygju og ók að Radíóbúðinni í Skípholti. Nokkru síðar kom ég út klyfjaður upplýsingablöðum og hagnýtum ráð- um varðandi kaup á diskum, tjökk- um og gervitunglum. Þá er bara að taka slaginn við frúna. Kannski best að fresta málinu fram yfir áramót? Uppi í Síðumúla var allt komið á fulla ferð hjá Vöku-Helgafelli enda jólabókavertíðin að rúlla af stað. Ég hitti Kristin útgáfustjóra þar sem hann grúfði sig yfir regnbogapruf- umar að nýju bókinni minni sem nýkomnar voru frá prentsmiðjunni. Við hófumst handa við að lesa yfir síðumar og tékka myndimar og myndatextana. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa bók með um 200 ht- myndum og framleiðsluferlið er ólíkt því sem gerist í venjulegum bókum. Ólafur Ragnarsson útgefandi sann- færði mig um það fljótlega í sumar að eina leiðin til að gefa heillega mynd af lýðveldisafmælinu á Þing- völlum 17. júní í ár væri einmitt að nota margar litmyndir sem fengju að njóta sín í stóm bókarbroti við hlið texta sem væri í senn knappur og upplýsandi. Vandinn við að skrifa bókina var því að hafa ávallt í huga að myndefnið fyllti textann. Þetta var ekki ólíkt því að skrifa kvikmynda- handrit. Forlagið eins og bakarí á vordegi Núna þegar síðumar að Þjóð á Þingvöllum lágu fyrir sannfærðist ég endanlega um að Ólafur hafði rétt fyrir sér. Annars var erfitt að finna vinnuaðstööu í húsinu því öll borð og stólar voru yfirfull af aíls konar kökum og brauðum sem konur um allt land höfðu sent til útgáfufélags- ins vegna einhverrar smáköku- og brauðsamkeppni. Forlagið angaði eins og bakarí á vordegi. Upp úr hádegi lá leiðin niður í miðbæ: Staðgreiðsla skatta í bankan- um enda 15. í dag. Síðan niður á póst þar sem ég tók miöa í hinu forkostu- lega biðraðakerfi Pósthússins. Kemst alltaf í gott skap þegar ég sé hvernig alþjóðabiðraðakerfi milljónaþjóða hefur verið troðið inn í hinn litla af- greiðslusal. Fékk bókasendingu frá Jahn Otto Johansen, yfirmanni er- lendra frétta við norska ríkissjón- varpið, sem takk fyrir síðast: Helfor sígaunanna sem hann skrifaði fyrir nokkmm árum og ég hef enn ekki lesið. Næstu tímar fóm í símtöl út og suður. Hvern í fjáranum á ég að taka í viðtal fyrir viðtalssíðuna mína í Morgunpóstinum í næstu viku? Eldri sonur minn hringdi frá Noregi og sagðist ætla að kaupa sér nýtt snjó- bretti. Hvaö varð um gömlu, góðu skíðaíþróttina? Náði síðan í Góu upþ á spítala og hún ók mér niður á Café Reykjavík þar sem félagi Ámi Þórar- insson beið með hsta af nöfnum yfir hugsanlega viðmælendur í þáttinn okkar, Þriðja manninn, á Rás 2. Linda Pé? Helgi Pé? Við sættumst á Ómar Ragnarsson fjöllistamann. Kollega Hallur Hallsson kom að borðinu og við ræddum um íslenska fréttasirkusinn. Pitsuveisla heima Þegar ég kom heim ákváðum við feðgar að kaupa pitsu og kók í matinn við talsverð fagnaðarlæti makans. Kom við á myndbandaleigu og tók Valmont eftir Milos Formann. Árni hringdi í miðri pitsuveislu og sagði að Ómar hefði samþykkt að vera í þættinum á sunnudaginn. Las aðeins í bókinni á náttborðinu eftir matinn: The Secret Life of J. Edgar Hoover eftir Anthony Summers. Ahugaverð- ur doðrantur um hinn ógnvekjandi yfirboðara FBI í áratugi. Horfði með öðru auganu á sjónvarpsfréttirnar. Stæltist enn í ákvörðuninni með gervihnattasjónvarpið. Dóttir mín hringdi frá Noregi og staðfesti þá ákvörðun sína aö fljúga heim um jólin. Litli bróðir hennar tók síðan við tólinu og hóf að þylja fréttapistil vikunnar. Að símtahnu loknu fór hann í náttfótin og ég las fyrir hann kafla úr Benjamín dúfu. Við erum komnir í miðja bók og treinum okkur framhaldið eftir bestu getu. Settist síöan við tölvuna að skrifa skólaritgerð fyrir helgarblaö DV um dag í lífi mínu meðan sonur- inn sveif inn í svefninn. Vona að hann leyfi okkur að sofa til hálfátta á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.