Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 Sérstæð sakamál Hin laglega, rauöhæröa Bonnie Jean Garland og ástin hennar, Ric- hard Harris, áttu ekki margt sam- eiginlegt. Bonnie Jean var einka- barn forríks lögmanns, Pauls Gar- land, og konu hans, Joan Garland, sem var kunnur félagsfræðingur. Áriö 1977 var örlagaríkt fyrir fjöl- skylduna, en hún bjó í dýru einbýl- ishúsi í Scarsdale í New York-ríki í Bandaríkjunum og var þar talin til sérstakra góðborgara. Richard Harris var aö hálfu leyti Mexíkani og £if fátæku fólki kom- inn. Hann dró heldur ekki dul á að hann væri ekki metorðagjarn. En þrátt fyrir þann mikla stöðumun sem var á unga fólkinu féll Bonnie Jean fyrir Richard og brátt fóru þau að vera saman. Richard fannst i fyrstu lítið til þess koma að Bonnie Jean vildi eignast heimili í stíl viö þaö sem hún var alin upp á en henni tókst fljótlega að fá hann til að breyta um skoöun. Richard var ekki illa gefmn og haföi tekið þokkalegt lokapróf í skóla. Þess vegna hvatti hún hann til að sækja um náms- styrk svo hann gæti hafið nám í Yale-háskóla. Hann sótti um styrk- inn og var mjög stoltur þegar hann var valinn úr hópi fimm þúsund umsækjenda. Unnið hörðum höndum Richard ákvað að lesa af kappi og sýna Bonnie Jean aö hann væri þess virði aö hún eyddi ævinni með honum. Þetta hefði að sumra mati átt að verða til þess að Garlands- fjölskyldan tæki honum opnum örmum því hvorki Paul né Joan Garland voru af efnafólki. Paul hafði unnið við uppþvott í veitinga- húsum og á bensínstöðvum til að geta lokið námi þegar hann var ungur. Aö því loknu hafði hann farið til starfa á lögmannsstofu og þar haíði hann síðar orðið einn yf- irmannanna. Joan hafði líka orðið að hafa mikið fyrir lífinu. Hún kom af fátæku fólki og hafði orðið að vinna meðan hún gekk í skóla og reyndar allt fram til þess er hún tók doktorspróf. Nú virtist hins vegar hvorugt þeirra muna fortíðina. Richard var ekki úr „þeirra hópi“ og þau skipuðu Bonnie Jean að hætta að umgangast hann. En hún hélt áfram að hitta hann á laun. Og þar kom að hún lét hann fá lykil að húsinu svo hann gæti læðst inn til hennar þegar for- eldrar hennar vissu ekki tíl. Auðvitað komst það upp en þá reyndu foreldrar Bonnie Jean að „heilaþvo" hana. Þau sögðu henni að gengi hún að eiga Richard yrði hún gerð arflaus og þau myndu láta sem hún hefði aldrei verið til. Bréfíð Þau Paul og Joan sáu nú til þess aö ungur maöur sem þau vildu að Bonnie Jean gengi aö eiga, Robert Lemick, væri aUtaf heima hjá þeim þegar hún kom heim. Arangurinn lét ekki á sér standa. Snemma í júlí 1978 sendi hún bréf tíl Richards þar sem sagöi meðal annars: „Ég get aldrei gifst þér. Foreld- rum mínum líkar ekki við mig og ég er viss um að þú skilur mig þeg- svo varö skyndilega mikil breytíng þegar niðurstaða yfirheyrslnanna lá fyrir og hún var gerð opinber. Þá fékk Richard mikla samúð. Það voru ekki síst stúdentar viö Yale-háskóla sem tóku afstöðu með honum. Reyndar kom það þó ekki alveg á óvart. Hann, sem veriö hafði vondi maðurinn, varð nú nánast hetja í augum margra, þó ekki íbúa í Scarsdale. Margir töluðu um yfirlýsingu sem Richard hafði gefið lögregl- unni skömmu eftir handtökuna en þar sagði meðal annars á þessa leið: „Bonnie Jean var mér allt. For- eldrar hennar vildu ekki leyfa henni að giftast náunga eins og mér. Ég var ekki nógu góður fyrir hana. Eg vildi því frekar sjá hana deyja en verða konu annars manns.“ Stundarbrjálsemi borið við Stúdentar og kennarar við Yale- háskóla settu nú á stofn sjóð en tíl- gangurinn með honum var að ráða góðan verjanda fyrir Richard. Þá var sett fram krafa um að hann yrði látínn laus gegn tryggingu og ýmsum til furðu var orðið við henni. Innan mánaöar frá handtök- unni var Richard Harris látinn laus gegn eitt hundraö þúsund dala tryggingu. Þetta vakti mikla reiði sumra, ekki síst Garlands-hjónanna, en einnig margra í miðstéttinni og meðal efnafólksins. Var haft á orðið að það væri hneyksli og brot gegn réttarvitund fólks að maður sem sekur væri um morð væri látínn laus gegn tryggingu. Réttarhöldin yfir Richard Harris hófust í júlí 1978 og reyndi verjand- inn þá að halda því fram að skjól- stæðingur sinn hefði verið haldinn stundarbrjálæði þegar hann framdi ódæðið. „Það verður að ásaka foreldra hennar fyrir þaö sem gerðist," sagði verjandinn. „Ungi maðurinn var ekki talinn nógu góöur fyrir þá látnu og foreldrarnir neyddu hana til að snúa baki við honum svo að hún gæti gifst manni sem þau höfðu valiö handa henni. Þeir bera ábyrgð á dauöa hennar. Ric- hard Harris var í ójafnvægi þegar hann svipti stúlkuna sem hann elskaði lífi.“ Ágeðsjúkrahús Þúsundir tóku afstööu með Ric- hard og kröfðust þess að hann fengi frelsi eftír að hann lyki nokkurra mánaða dvöl á geðsjúkrahúsi en til hennar var hann úrskurðaður á fyrsta dómsstígi. Aðrir, álíka marg- ir, kröfðust þess aftur að hann yrði tekinn af lifi. Richard Harris var skráður undir folsku nafni á geðsjúkrahúsinu svo tryggja mættí öryggi hans. En Paul Garland tókst að komast að því hvar hann var. Þá kom til svo mik- illa átaka að senda var vistmann- inn af sjúkrahúsinu. Það leiddi svo aftur til þess að Paul Garland var ásakaður um að vera hefnigjam. „Auðvitað leita ég eftir hefnd,“ svaraði Garland. „Hann myrtí dótt- ur mína og hefur glatað réttinum til að lifa. Sjái lögin ekki til þess að hann verði tekinn af lífi mun Paul og Joan Garland. ar ég segi að ég vil ekki gera neitt sem særir þá. Ég hef þó ekkert á móti þér. Mér líkar vel við þig en það er best að viö hittumst ekki oftar. Það yrði ekki til neins því ég hef tekið mína ákvörðun." Þegar Richard fékk bréfið varð hann alveg utan við sig. En síðar um daginn, þegar ró var farin að færast yfir hann, fór hann heim til Garlands-fjölskyldunnar og bað frú Garland um að mega hitta Bonnie Jean, þótt ekki væri nema í nokkr- ar mínútur svo aö hann gætí kvatt hana. Það leyfi var veitt. Richard var hjá Bonnie Jean í hálftíma. En hann var mjög niður- dreginn þegar hann fór því þá hafði hún gert honum endanlega ljóst að henni var full alvara. Næturheimsóknin Þegar Bonnie Jean fór að hátta um kvöldið var henni létt. Henni fannst að hún heföi leyst erfitt vandamál á skynsamlegan hátt og þau Richard hefðu skilið í vinsemd. Það var misskilningur. Richard hafði alls ekki sætt sig við þessa niðurstöðu. Langt því frá. Og Bonnie Jean hafði gert þau mistök aö láta hann ekki skila lyklinum sem hún hafði látið hann fá. Þegar kyrrð var komin á um kvöldið fór hann að húsinú, opnaði og læddist inn í herbergi Bonnie Jean. Hann gekk að rúmi hennar, strauk á henni hárið, kysstí hana á ennið en tók síðan fram hamar sem hann hafði haft meðferöis. Svo sló hann hana í höfuðið. Bonnie Jean rak upp hálfkæft óp og það' vaktí foreldra hennar. Þeir komu á vettvang nógu snemma til að sjá Richard hraöa sér út úr húsinu. Paul Garland hljóp að símanum og hringdi á sjúkrabíl en Joan sett- ist á rúmstokkinn hjá dóttur sinni og tók um höfuð hennar. Nokkrum mínútum síðar lést Bonnie Jean. Þá var sjúkrabíllinn enn ókominn. Heitar tilfínningar Síðar þessa sömu nótt var Ric- hard Harris handtekinn. Og næsta dag var fréttin um morðið á flestra vörum í Scarsdale. Blöðin fluttu frásagnir af því sem hafði gerst. Þótti hlutur Richards svo slæmur að lögreglan varð að grípa til sérs- takra varúðarráðstafana til þess að vernda hann í hvert sinn sem flytja þurftí hann til yfirheyrslna. Var óttast að almenningur gripi til sinna ráða og tæki hann af lífi. En Richard Harris. Bonnie Jean. ég sjá til þess að hann týni þvi á annan hátt.“ Niðurstaðan Það kom í hlut tveggja kunnra lögfræðinga að flytja máhð á loka- stígi þess. Hart var deilt og um tíma óttuðust sumir að Richard Harris yrði dæmdur til dauða en hann komst þó hjá svo þungum dómi. En þótt jafnvel dómarinn viöur- kenndi að hann heföi verið í ójafn- vægi varð ekki fram hjá því horft að hann haföi komið með morð- vopnið með sér og þess vegna var talið að tilgangur hans með nætur- heimsókninni hefði veriö að myrða Bonnie Jean. Richard Harris fékk langan fang- elsisdóm en einmitt um þessar mundir er verið aö kanna hvort hegðan hans í fangelsinu réttlætí að hann verði látinn laus. Hannvarekki nógu fínn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.