Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 Sviðsljós Drottning Hollywood: Margfaldur millj - ónamæringur j Sharon Stone, kvikmyndaleikkon- an kynþokkafulla, var nýlega beðin að taka pokann sinn eftir að kröfu hennar um 140 milljóna þóknun til viðbótar 260 milljóna greiðslu fyrir kvikmyndaleik var hafnað. Með kaupkröfu sinni er Sharon sögö vera að bæta sér upp það sem hún fór á mis við áður fyrr og heimtar jafnháa greiðslu og karlkyns mótleikarar hennar fá. Sharon er reyndar orðin margfald- ur milljónamæringur því að kyn- þokki selst. Sharon, sem er 36 ára, játar að eftir meira en áratugar bar- áttu hafi hún orðið að gera eitthvað til að vekja athygli. „Tíminn var að hlaupa frá mér. Ég vildi verða stjarna." Tilraunir hennar til að komast í kvikmyndir hófust þegar hún var táningur. Sharon var orðin 22 ára þegar hún birtist fyrst á hvíta tjald- inu 1980 í Stardust Memories sem Woody Allen gerði. Hann sá útgeisl- un hennar á undan öðrum. Drottning Hollywood Núna er Sharon kölluð drottning Hollywood eftir leik sinn í Basic In- stinct og umdeildan leik í Sliver. Myndin Specialist, þar sem Sharon leikur á móti Sylvester Stallone, hal- aði inn sem samsvarar 670 milljónum króna fyrstu sýningarhelgina. Helgina sem Specialist var frum- sýnd fór Sharon í verslunarsam- stæðu þar sem hún býr. Hún segist hafa orðið hrædd þvi það hafi þyrpst að henni svo margt fólk. Fyrir um áratug hefði hún gert næstum hvað sem er til að lenda í svona aðstæðum. Sharon var reyndar ekki sú fyrsta sem mönnum datt í hug þegar velja átti leikkonu í hlutverk tvíkyn- hneigða morðkvendisins Katherine Tramells í Basic Instinct. En þegar hún lýsti yfir áhuga á þvi var hún tekin alvarlega. Leikstjórinn Paul Verhoeven vildi fá Geenu Davis í hlutverkið. Greta Scacchi, Michelle Pfeiffer, Debra Winger, Lena Olin og Ellen Barkin komu einnig til greina. Flestum hraus hugur við otbeldinu og kyn- lífssenunum. Sharon leit hins vegar á hlutverkið sem tækifæri lífs síns. í kjölfar þess komst hún upp fyrir Barbra Strei- sand, Goldie Hawn og Jane Fonda á lista tímaritsins Premiere yfir 100 mikilvægustu persónurnar í Holly- wood. - vegna kynþokkans Það vakti athygli margra þegar Sharon gaf í skyn að ef til vill væri hún miklu hamingjusamari ef hún gæti veriö lesbísk. „Ég hef aldrei haft kynmök við konu en einu sinni bauð lesbía mér út og ég þáði boðiö. Karlar geta verið þreytandi þannig að stundum óskar maður þess að til sé einhver- annar kostur. En ekki fyrir mig því miður.“ Með háa greindarvísitölu Hún segir að hún hafi seint farið að nýta sér tækifærin. í bernsku hafi hún verið mikill bókaormur og lítið fyrir félagslíf. Há greindarvísi- tala, sem mælst hafi 154, hafi í raun gert það að verkum að henni þótti erfitt að umgangast jafnaldra. Sharon ólst upp í bænum Mead- ville í Pennsylvaníu í Bandaríkjun- um. Joe faðir hennar starfaði í versl- un í 30 ár áður en hann stofnaði eig- ið fyrirtæki. Að sögn Sharon vissi Dorothy móðir hennar ekki hvað hún ætti að gera við hana. „Ég var allt öðruvísi en aðrir krakkar." Árið sem Sharon útskrifaðist úr framhaldsskóla var hún upptekin við að skapa sér fullkomna ímynd. „Þetta var eins og erfitt stærðfræði- dæmi sem þurfti að leysa,“ er haft eftir henni. Hún litaði hárið svart, rautt og brúnt. Gamall kærasti henn- ar, Lou Severo, segir að hann hafi ekki þekkt neina aðra stúlku en Sharon sem hafi verið stöðugt í megrun. Hún hafi selt heitar pylsur en aldrei borðaö pylsu sjálf. „Ég hélt að hún væri í megrun til þess aö grenna sig. Það sem hins vegar lá aö baki var að hún ætlaði sér þá þegar að verða kvikmynda- stjarna. Þá var hún ekki nema 15 ára.“ Fullyrt er að þegar Sharon var fyr- irsæta í New York hafi hún fengið dýrahormóna til að losna við ímynd- aða fitukeppi. Hún varð slöpp af hormónunum en hélt samt áfram að láta sprauta sig til að fá fullkominn líkama. Foreldrar Sharon eru löngu hættir að kippa sér upp við uppátektir dótt- urinnar. Þegar það birtist nektar- mynd af henni í Playboy fyrir nokkr- um árum sagði faðir hennar að sér þætti dóttirin falleg. Myndbirtingin væri í lagi ef hún hjálpaði Sharon áfram á framabrautinni. Sharon Stone varð heimsfræg eftir að hafa leikið í Basic Instinct. Sharon í upphafi ferils sins. Skilnaðurinn kom ekki á óvart Fregnin um skilnað Kevins og Cindy Costner kom ekki alveg á óvart. Nánir vinir þeirra hjóna höfðu tekið eftir því að Cindy átti erfitt með að sætta sig ástarsenur eiginmanns- ins á hvíta tjaldinu. Það er haft eftir Kevin að Cindy hafi eitt sinn sett honum úrslitakosti. Annaðhvort yrði hann að hætta að leika elskhuga eða hætta alveg kvikmyndaleik. Orðrómur um kvennafar Kevins hefur aukist undanfarin ár og ekki lagaðist hjónabandið við það. Það var svo þegar Kevin var sagður vera í tygjum við húla-húla dansmey á Hawaii sem Cindy gafst endanlega upp. Þegar þau giftust fyrir sextán árum haföi ferill Kevins sem kvikmynda- leikara ekki hafist. Cindy var hins vegar ekki í vafa um að eiginmaður- inn ætti eftir að verða stjarna. í lok áttunda áratugarins var Kevin orðinn þekktur. Ejarverur hans frá fjölskyldunni uröu tíðari vegna kvik- myndaleiks. Cindy reyndi að fá Ke- vin til að verja meiri tíma með fjöl- skyldunni. Hann lofaði aö taka sér ársfrí eftir tökur á myndinni Hróa hetti. En þá bauðst honum hlutverk Jims Garrisons í JFK og því gat hann ekki hafnað. Lífvörðurinn kom svo í kjölfarið og vinna við þá mynd varð lengri en upphaflega var áætlað. Síð- an hafa fleiri kvikmyndir tekið við og sögum um framhjáhald fiölgað. ... að ef Diana prínsessa flytti til New York og keypti íbúð f Trump Tower kæmi hún til með að búa nær Englandsdrottningu en hún hefðl gert hingað tll. Á 54. hæð i stórhýslnu á drottning- in nefnilega íbúð sem breska konungsfjölskyldan notar. Sagt er að Díana hafi áhuga á 12 her- bergja íbúð á 62. hæð. ... að fyrirsætan Christie Brin- kley ætlaði aö giftast Rick Taub- man um teið og hún fengi skilnað frá rokksöngvaranum Biliy Joel. Christie og Rick lentu í flugslysi í Klettafjöllum og það var f kjöl- far þess sem þau gerðu sér Ijóst að hver stund sem þau áttu sam- an var dýrmæt. tuttugu árum lék aðalhlutverkin í Lovestory og Paper Moon, hefði látið taisvert á sjá. Hann býr með Farrah Fawcett og saman eiga þau sonlnn Redmond. Ryan hef- ur þótt duglegur að annast son- Inn á meðan Farrah hefur slnnt vinnu sinni. Hann er þó ekki al- veg dottinn út úr kvikmyndunum þvi hann lék á móti Cher i gam- anmyndinni Faithfui. ... að Sara Ferguson gengi til dáleiðandans Pauls McKenna til þess að reyna að losna bæði við spik og streitu. Sara er einnig sögð hlusta á hljóðsnætdur sem dáleiðandlnn hefur talað Inn á um hvernig auka megi sjálfs- traustið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.