Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 Triirun Iikamsþjálfun og megrun - nokkrar staðreyndir Þegar líkaminn er í hvíld eöa kyrr- stöðu notar hann tvenns konar orku til þess aö halda sér gangandi. Ann- ars vegar kemur orkan úr fitu og hins vegar úr kolvetnum. í hvíld koma 60% orkunnar úr fitu en 40% úr kolvetnum. Við mikið álag snýst þetta hlutfall við og 60% orkunnar koma úr kolvetnabirgðum líkamans en 40% úr fltu. Við álag í meðallagi eru þessi hlutfóll nokkurn veginn jöfn 50/50. Fitan býr yflr meiri orku en kolvetnin og eru um það bil tvö- falt fleiri hitaeiningar í hverju grammi. Á móti kemur að líkaminn notar meira súrefni við að vinna orku úr fltunni. Þess vegna leitar lík- aminn frekar eftir orku úr kolvetn- um við álag því þá er framboð á súr- efni yfirleitt fremur takmarkað (menn eru lafmóðir). Við langvarandi álag gengur lík- aminn fyrst á orkubirgðir sínar af kolvetnum sem geymdar eru í formi glýkógen í vöðvum og lifur. Eftir því sem gengur á birgðirnar eykst hlut- fall orku úr fltu og við mikið lang- tíma álag, t.d. maraþonhlaup, gengur líkaminn orðiö eingöngu á fituforða. Þetta er mjög erfitt og er oft talað um „vegginn" sem mörgum lang- hlaupurum finnst þeir rekast á eftir t.d. 35-40 kílómetra. Þá er kolvetnið á þrotum og hrein fitubrennsla tekur við. Þetta þýðir ekki að það skipti í raun einhverju máli hvort menn nota álagsþjálfun eða „mjúka þjálfun" þegar markmiðið með æfingum er að grenna sig. Eina leiðin til þess að grenna sig er að boröa minna en maöur brennir. Ekkert annað skiptir í rauninni máli. Sá sem vill brenna einhverjum tilteknum íjölda hitaein- inga með því að ganga tvo kílómetra á 20 mínútum notar jafnmikla orku við að hlaupa þessa leið á 10 mínút- um. Hvort æfingarnar eru erfiðar eða ekki skiptir ekki höfuömáh. Að- alatriöið er að hreyfa sig reglulega og það gefur auga leið að sá sem er of þungur þarf að fara hægar en hin- ir því hreyfing er meira álag fyrir hann. En það þýðir ekki að hann brenni færri hitaeiningum. (Heimild: UltraFit 4. tbl., 5. árg. 1994) Erfið- þraut heims? Margir þekkja þríþraut sem felst yfirleitt i að synda, lijóla og hlaupa tílteknar vegalengdir. Al- geng „stærð“ þríþrautar er 750 metra sund, 20 kílómetra hjól- reiðar og 5 kíómetra hlaup. í nýju tbl. UltraFit sá Trimmsíðan rainnst á DECA Ironman þrí- þrautina sem fer fram í Mexíkó. Sú samanstendur af 38 kílómetra sundi, 1.800 kílómetra hjólreiðum og 422 kílómetra hlaupí. Þetta tekur keppendur yfirleitt nokkr- ar vikur og mjög margir falla út í hverri keppni og Ijúka ekki sem kemur kannski engum á óvart. Konurþola kuldabetur Margir vita að fituhlutfall í lík- ama kvenna er ögn hærra en í líkama karla. Einn kostur þessa er að konur þola kulda mun betur en karlar, í erfiðri þríþraut í Bandaríkiunum 1985 var kepp- endum gert að synda þvert yfir Wallis stöðuvatnið. Vatnið reynd- ist aðeins 13 gráður á Celcíus og 29 keppendur, allt karlmenn, gáf- ust upp. Rannsóknir á konum sem kafa eftir skelfiski við Japan og Kóreu hafa sýnt að efnaskipti þeirra eru allt aö 25% hraöari en veníulegt er en sjórinn sem þær kafa í er um 10 gráður. Sýnt hefur veriö fram á aö á sundi í 18 stiga köldu vatni notar sundmaðurinn hálfum lítra meira af súrefni á hverri mínútu en ef vatnið er 26 gráöur. Hlynur Jónasson, leiöbeinandi í Mætti, ræður mönnum heilt um val- kosti í þjálfun. Nú má halda því fram að veturinn sé kominn og snjór og ís hamla oft för skokkara og hlaupara. Þetta er sá árstími þegar margir leggja hlaupaskóna á hilluna um tíma og snúa sér að annarri líkamsrækt. En hvað er happadrýgst í þessum efnum og hvaða valkostir standa þeim til boða sem finnst erfitt að skokka í snjó, myrkri og hálku? Til þess að svara þessum spurningum leitaði Trimmsíðan til Hlyns Jónassonar íþróttafræðings sem starfar sem leið- beinandi í líkamsræktarstöðinni Mætti. „Ef við beinum orðum okkar til hins almenna trimmara, sem skokk- ar 20 til 30 kílómetra á viku, þá vil ég bénda þeim á að æskilegt er að sækjast eftir mýkri hreyfingu en þeir fá í skokkinu. Flestir sem skokka eða hlaupa mikið þekkja ýmis álags- eymsh sem koma fram, þeir kannast Umsjón: Páll Ásgeir Ásgeirsson við beinhimnubólgu o.s.frv. Það er að mörgu leyti góður kostur að draga mikið úr hlaupum um tíma á veturna og leita inn í hkamsræktarstöðvarn- ar eftir styrktarþjálfun og alhliða leikfimi. Þennan tíma er hægt að nota til þess að leyfa líkamanum að jafna sig eftir álag sumarsins en jafn- framt halda við þohnu og byggja upp fyrir átök næsta sumars,“ segir Hlynur sem hefur unnið 4 ár í Mætti og fylgst með mörgum íþróttamönn- um taka á og búa sig undir átökin. „Inni í líkamsræktarstöðvunum má finna leiðbeiningar og aðstoð við hvers konar uppbyggingu. Þar er boðið upp á alls kyns leikfimi, þolfimi og tækjaþjálfun. Mjög víða eru hlaupabretti og stigvélar sem eru vinsælar hjá hlaupurum. Þótt menn skipti um áherslur í þjálfun yfir vet- urinn er sjálfsagt að fara út endrum og eins þegar færið er gott en hlaup- arar sækja mikið til okkar til þess að komast á hlaupabrettin. Svo má ekki gleyma öðrum mögu- leikum. Sund er mjög góð íþrótt og hentar vel á hvaða árstíma sem er. Með því er gott að viðhalda þoli og það er alhliöa og mjúk þjálfun fyrir ahan líkamann. Skíðaganga er mjög góð íþrótt og trúlega sé besta sem völ er á til alhliða þjálfunar sem reynir jafnframt talsvert mikið á þrekið og viðheldur því vel. Þess vegna er skíöaganga mjög góður kostur fyrir hlaupara og skokkara. Veturinn er Vaskir trimmarar taka á í Mætti. rétti tíminn fyrir skokkara til að huga að öðrum þáttum þjálfunar og gera hana meira alhliða. Gönguferðir eru dálítið vanmetnar því þær eru geysilega góð þjálfun. Mörgum finnst þeir ef til vill ekki reyna nægilega mikið á sig á göngu- ferðum en staðreyndin er sú að þær eru mjög góð þjálfun. Þegar ég tala um gönguferðir þá á ég við ögn erfið- ari gönguferðir en eftir sléttum mal- bikuðum stíg. Best er að ganga á fjöll eins og víða eru tækifæri til, t.d. í nágrenni Reykjavíkur," segir Hlyn- ur. Hlynur bendir á að hlaup og skokk þjálfi einkum neðrihluta líkamans og rétt sé að hafa það í huga þegar valdar eru aðrar aðferðir til þjálfun- ar. Einnig verði að hafa í huga að líkamanum sé hvíld ekki síður núkil- væg en álag við þjálfun. Algeng mis- tök séu að fólk hlusti ekki næghega vel á skilaboð líkamans og keyri sig áfram af meira kappi en forsjá. „Það er mikilvægt í þjálfun að hafa hana fjölbreytta, blanda saman þol- og styrktarþjálfun. Hvíld er mikil- væg. Alltof margir bregöast viö bólg- um og álagsmeiöslum með því að harka af sér og fá svo bólgueyðandi lyf þegar verkir eru orðnir of mikhr. Sannleikurinn er sá að besta og yfir- leitt eina lækningin við t.d. bein- himnubólgu er hvíld.“ En vilji menn grípa til annarrar þjálfunar og hvíla sig á skokki um tíma, hve oft í viku er hæfilegt að æfa? „Ef við miðum við meðalskokkara, sem fór t.d. 10 km í síðasta Reykja- víkurmaraþoni, er gott að fara í aðra þjálfun þrisvar í viku. Það nægir til þess að halda uppi þolinu og vel það. DV-mynd ÞÖK Best er auðvitað að taka á annan hvern dag og skokka einu sinni í viku. En það er erfitt að gefa alhliða ráð sem gilda fyrir alla.“ Þurfa menn að velta fyrir sér breyttu mataræði þegar breytt er um þjáífun? „Almennt eiga menn ekki að koma vannærðir í þjálfun og ekki að æfa á fastandi maga. Það eru varla nema langhlauparar sem þurfa að hugsa um að borða sérstaklega orkuríka fæðu til þess að hafa nóg. Margir gera þau mistök að puða mikið í leik- fimi til þess að megra sig og eru því undir álagi á sama tíma og þeir eru að borða minna en venjulega og minna en þeir þurfa. Það verður að gæta þess að borða hollan og rétt samsettan mat.“ Fjölbreytt þjálf- nn farsælust - Hlynur Jónasson leiðbeinir trimmurum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.