Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 41 Bruce Grobbelaar hefur fengið lítinn frið fyrir fjölmiðlum frá því ákæra á hendur honum var birt. Hann verður í eldlínunni í dag þegar hann stendur i marki Southampton gegn Arsenal. Löngu uppselt er á leikinn. Simamynd Reuter Bruce Grobbelaar markvörður: Sekur eða saklaus? - neitar alfarið ásökunum enska dagblaðsins The Sun Gísli Guðmundsson, DV, Englandi: Löngu uppselt er á leik Southamp- ton gegn Arsenal sem fram fer á The Dell, heimavelli Southampton. Flestra augu munu eflaust beinast aö Bruce Grobbelaar markverði í þessum fyrsta leik hans á Englandi eftir aö dagblaðið The Sun birti ásak- anir á hendur honum um að hafa þegið mútur og hjálpað til við að hafa áhrif á úrslit leikja í ensku knattspymunni. Skildi fjölskylduna eftir í Simbabve Grobbelaar, sem neitar þessu alfar- iö, hélt rakleiðis á æfingu með Uði sínu eftir að hann kom heim frá Simbabve á fimmtudaginn. Hann hefur verið umkringdur ljósmyndur- um og blaðamönnum nánast allan sólarhringinn þá tíu daga sem liðnir eru síöan ásakanimar birtust og ákvað hann að skilja fjöldskylduna eftir í Simbabve svo hún fengi ein- hvem frið. Sjálfur mætti Grobbi hópi rannsóknarlögreglumanna að lok- inni æfmgu. Þeir sögðust vera að kanna hvað hæft væri í ásökunum á hendur honum og létu þess getið að Grobbelaar hefði veriö samstarfs- þýður. Enska knattspyrnusamband- ið hefur litið þetta mál alvarlegum augum. Graham Kelly, fram- kvæmdastjóri enska knattspymu- sambandsins, sagði á blaðamanna- fundi á dögunum: „Við erum ákveðn- ir í að láta knattspyrnuíþróttina ekki tengjast spillingu á nokkum hátt og munum ekki hætta rannsókn Grob- belaar-málsins fyrr en öll kurl eru komin til grafar.“ The Sun fékk þriðja aðila til að bjóða Grobba pen- inga Ásakanir The Sun á hendur Grobbelaar em meðal annars fólgn- ar í þvi að hann hafi tekið viö 40 þúsund pundum fyrir að hleypa fram hjá sér þremur boltum þegar hann lék fyrir Liverpool í leik gegn New- castle fyrir nær ári. Þeir sem haíi mútað honum hafi síðan veðjað á markatöluna og fengið 3 milljónir punda úr veðbönkunum. Það er Chris Vincent, fyrrum vinur og sam- starfsmaður Grobba í viðskiptum, sem er sagður hafa veitt blaðinu þessar upplýsingar fyrir tveimur mánuðum og í framhaldi af því mun The Sun hafa ákveöið að sannreyna hvað hæft væri í sögunni. í sam- starfi við Vincent var ákveðið að at- huga hvort Grobbelaar væri fáanleg- ur til aö halda þessu áfram. Blaðið notaði þriðja aðila til þess að bjóða Grobbelaar 175 þúsund pund fyrir að hafa áhrif á úrslit í tveimur leikj- um Southampton á þessu keppnis- tímabih. The Sun segist nú hafa á myndbandi sannanir fyrir því að Grobbelaar hafi tekið við 2 þúsund punda fyrirframgreiðslu. Telur að Vincent sé að reyna að koma höggi á sig Vinskapur þeirra Grobba og Vin- cents hófst fyrir nær 20 árum þegar þeir voru saman í her Ródesíu (nú Simbabve). Eftir að Grobbi var orð- inn efnaður knattspyrnumaður stofnuðu þeir fyrirtæki í ferðaþjón- ustu sem bauð upp á „safarí“-ferðir aö Virginiufossum og er tahð að þeir hafi fiárfest aht að 6,5 milljónir punda í fyrirtækinu. Þetta var skammlíft fyrirtæki og Vincent stakk af frá Simbabve eftir að það fór á hausinn. Grobbi segir að með því hafi slitnað upp úr vinskapnum. Hann telur að Vincent sé nú að reyna að koma á sig höggi og segir að hann hafi áður reynt að múta sér. Grobbi, sem er 37 ára gamall Simbabve-búi, kom til Liverpool frá Vancouver í Kanada árið 1981 fyrir 250 þúsund pund. Hann lék yfir 400 leiki með liðinu og vann með því 13 titla. Hann er af mörgum tahnn einn besti markvörður í bresku knatt- spyrnunni hin síðari ár og Bobby Robson, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, sagði meðal annars að hann hefði vahð markvörðinn snjáfia í liðið ef hann hefði verið enskur ríkisborgari. Grobbi er hins vegar stoltur af því að vera markvörður landshðs Simbabve og þótt hann sé eini hvíti maöurinn í landsliðinu og hafi barist gegn svarta meirihlutanum í borg- arastríðinu er hann þjóðhetja þar og fólk þyrptist á leik liðsins gegn Saír í undankeppni Afríkubikarsins á dögunum. Ahorfendur fógnuðu hon- um ákaft og ekki var að sjá að Sun- málið hefði skaðað orðstír hans þar á nokkurn hátt. Þeir sem trúa því að Grobbi sé sak- laus benda á að Lawrie McMenemy, forseti Southampton, styðji dyggi- lega við bakið á honum. Þeir hinir sömu benda á að McMenemy hafi góð sambönd innan enska knattspyrnu- sambandsins og viti eflaust meira um málið en fram hefur komið. Einnig þykir víst að sannanimar geti ekki verið óyggjandi úr þvi að honum var leyft að spila landsleikinn á dögun- um. Þá telja menn útilokað að einn maður geti haft svo mikil áhrif á úrslit leiks að hann geti meira að segja ráðið markatölunni og benda á að miklu nær væri að múta dómara. Markvörður geti t.d. ekki komið í veg fyrir að lið hans skori. Geralp Asby, sem var dómari í 3-0 tapleik Liver- pool gegn Newcastle, segir að hann muni mjög vel eftir leiknum og að ekkert bendi til þess að um svindl hafi verið að ræða. Hann hafi dáðst að sóknarkrafti Newcastle-leik- mannanna og þrennu Andy Cole, framherja hðsins. Áyílrhöfði sér 2ja ára fangelsi Grobbi hefur sjálfur neitað öhum ásökunum og höfðað meiöyrðamál gegn The Sun. Reynist fréttaflutning- ur blaðsins ekki réttur á blaðið yfir höfði sér háar skaðabótakröfur sem og aðrir þeir fiölmiðlar sem hafa lát- ið að því hggja að hann sé sekur. Sé fréttin hins vegar rétt á Grobbelaar yfir höfði sér að minnsta kosti tveggja ára fangelsi og knattspyrnu- ferli hans væri þá örugglega lokið. Eldhús- og baðinnréttingar SCHMIDT BJKE B|design Láttu okkur gera þér tilboð í bæði innréttinguna og tækin og við komum þér þægilega á óvart. MÁNADARINS OPIÐ LAUGARDAG 10-16 & SUNNUDAG 10-15 SUÐURLANDSBRAUT 16 - SIMI 880500 ÉLINA í NÝJA JtS MlNUTUGRILL Kr. 7.990 NUDDTÆKI Kr. 2.890 Cf) SAMLOKUGRILL Kr. 2.990 KAFFIVÉL Kr. 2.690 fl) RYKSUGA Kr.13.900 HÁRBLÁSARI Kr. 990 ^ BAÐVOG Kr. 990 BRAUÐRIST Kr. 2.890 ^ GUFUSTRAUJÁRN Kr. 2.990 O.FL. O.FL. TILBOÐ ZANUSSI Kæli og Frystiskápur ZFC-20/8 200/80 L ZANUSSI Uppþvottavél með þurk. ZW-826 ZANUSSI Pvottavél ZF-8000 800 sn./mfn. ZANUSSI Purrkarl, TD-220 ZANUSSI Kæli og Frystiskápur ZFC-18/7 180 L kælir, 70 L frystlr Kupperbusch Innbyggöur ofn ÉEB-612W, meö EEB-612W, m blæstri og klukku TÖKUM GÖMLU ZANUSSI Viftur Kupperbusch Eldavél EH-540-WN ZANUSSI Kællskápur ZFC-140frá 120-160 L hæb 180 sm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.