Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 Erlendbóksjá Ný verðlauna- saga Trevors William Trevor tekur við verðlaununum fyrir „bók ársins" úr höndum Brians Hitchens ritstjóra. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Men at Arms. 2. Stephen King: Nightmares and Dream- scapes. 3. Catherine Cookson: The Golden Straw. 4. Peter Hoeg: Miss Smilla's Feeltng for Snow. 5. lain Banks: Complicity. 6. Susan Hill: Mrs. de Winter. 7. Barbara Ersktne: Midnight is a Lonely Place. 8. Ruth Rendell: The Crocodile Bird. 9. Margaret Atwood: The Robber Bride. 10. Robert Jordan: Fires of Heaven. Rit almenns eðlis: 1. Andy McNab: Bravo Two Zero. 2. Jung Chang: Wild Swans. 3. Bill Watterson: Homicidal Psycho-Jungle Cat. 4. Dirk Bogarde: A Short Walk from Harrods. 5. W.H. Auden: Tell MetheTruthabout Love. 6. J, Cleese & R. Skynner: Life and how to Survíve It. 7. J. McCarthy 8t J. Morrell: Some Other Ratnbow. 8. Carl Giles: Giles Cartoons 1995. 9. Alan Clark: Diaries. 10. Terry Waite: Taken on Trust. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Herbjorg Wassmo: Lykkens son. 2. Leif Ðavidsen: Den troskyldige russer. 3. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 4. Antonia Byatt: Besættelse. 5. Johannes Mollehave: Læsehest med æselorer. 6. Tom Clancy: Dodens karteller. 7. John Grisham: Klienten. (Byggt á Politiken Sondag) Breska blaöiö Sunday Express stendur aö baki einum eftirsóttustu bókmenntaverölaunum á Bretlands- eyjum. Veitt eru ríflega tveggja millj- óna króna verðlaun fyrir „bók árs- ins“ sem sérstök dómnefnd velur á hverju ári. Eins og títt er um bókmenntaverð- laun af þessu tagi velur dcffnnefnd fyrst nokkrar bækur sem koma til Umsjón Elías Snæland Jónsson álita. Á þeim lista, sem birtur var fyrir nokkru, voru sex skáldsögur, sumar eftir þekkta höfunda. Þar ber fyrst að að nefna House of Splendid Isolation eftir írsku skáld- konuna Ednu O’Brien. Þessi nýja saga hennar hefur fengið góðar við- tökur og þótt bera vitni um nýja stefnu höfundarins. Tveir af kunnari yngri rithöfund- um Breta áttu bækur á úrvalslistan- um. Candia McWilliam skáldsöguna Debatable Land og Louis de Bernier- es vinsæla sögu, Captain Corelli’s Mandolin, en hún gerist á Grikklandi í síðari heimsstyrjöldinni. Tvær bækur sem komu til greina á lokasprettinum voru fyrstu skáld- sögur höfunda sinna. Annars vegar St. Agnes’ Stand eftir Thomas Eid- son, hins vegar The Bishop of San Fernando eftir David McLaurin. Ófrísk og heimilislaus En sem „bók ársins" valdist að þessu sinni nýjasta skáldsaga írska rithöfundarins Williams Trevors sem er löngu kunnur aö frábærri sagnagerð. Sagan nefnist Felicia’s Journey og gerist í Bretlandi samtímans. Felicia, sem nafnið vísar til, er táningsstúlka. Hún er í senn ófrísk og heimilislaus og leggur því af stað í leit að barns- fóður sínum. Sú ferð er síður en svo hættulaus. Felicia er ein og vinalaus þegar Hilditch, geðugur matráðsmaður við verksmiðju nokkra, býður henni húsaskjól og mat. En fljótlega kemur í ljós aö gestrisni hans er ekki af góðum huga. Felicia lendir í mikilli hættu, eins og reyndar margar aðrar konur sem áður hafa gist hjá þessum manni í einsemd sinni. Trevor, sem þykir hafa náð frábær- um árangri með lýsingum sínum á Hilditch, segist hafa haft áhuga á að kanna hug persónu sem gjarnan sé lýst sem ófreskju í dagblöðunum. Styrkir heimilislausa Við afhendingu verðlaunanna sagðist Trevor ætla að nota hluta peninganna til þess að styrkja sam- tök sem aðstoða heimilislaust fólk í Bretlandi. Hann sagði ritun verðlaunasög- unnar hafa tekið sig þrjú ár, en það sé hefðbundinn meðgöngutími skáld- sagna sinna. Bækur sem hljóta þessi eftirsóttu verölaun seljast yfirleitt mjög vel í kjölfarið. í fyrra var Blue Afternoon eftir Wilham Boyd valin „bók árs- ins“. Hún er enn á sumum metsölu- listum. Sama má segja um tvær aðr- ar bækur sem þá komu sterklega til greina: Birdsong eftir Sebastian Faulks og Paddy Clarke Ha Ha Ha eftir Roddy Doyle - en sú skáldsaga hlaut það ár eftirsóttustu bók- menntaverölaun Breta, Bookerinn. Metsölukiljur Bandaríkirt Skáldsögur: 1. Dean Koontz: Mr. Murder. 2. Anne Rice: Interview with the Vampire. 3. Michael Crichton: Disclosure. 4. E. Annie Proulx: The Shipping News. 5. Dean Koontz: The Door to December. 6. Danielle Steel: Vanished. 7. Judith McNaught: A Holiday of Love. 8 Tom Clancy Without Remorse. 9. Peter Hoeg: Smilla's Sense of Snow. 10. V.C. Andrews: Peari in the Míst. 11. Wínston Groom: Forrest Gump. 12. Laura Esquível: Like Water for Chocolate. 13. W.E.B. Griffin: Honor Bound. 14. Sandra Brown: The Devil's Own. 15. Herman Wouk: The Hope. Rit almenns eölis: 1. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Rush Limbaugh: See, I Told You so. 3. Thomas Moore: Care of the Soul. 4. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 5. Maya Angelou: Wouldn't Take Nothing for My Journey now. 6. Howard Stern: Private Parts. 7. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 8. Karen Armstrong: A History of God. 9. Erma Bombeck: A Marriage Made in Heaven... 10. M. Scott Peck: Further along the Road Less Traveled, 11. M. Hammer 8i J. Champy: Reengineering the Corporation. 12. Joan W. Andarson: Where Angels Walk. 13. Peter D. Kramer: Listening to Prozac. 14. Kathleen Norris: Dakota. 15. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird S ings. (Byggt á New York Times Book Revtew) Vísindi Maöurinn er 98,4% api Þá þarf ekki að rífast lengur um heimsku mannanna. Líífræðing- ar hafa fært sönnur á að maður- inn er 98,4% api. Er þá minni munur á þessum frændum en útlit er fyrir við fyrstu sýn. Niðurstaða þessi er fengin með svokallaðri DNA-greiningu. Komið hefur í iiós að menn og apar eiga nær öll gen sín sameig- inieg. Þar munar aðeins 1,6% þegar menn og simpansar eiga í hlut. Munurinn er 2,2% þegar tekið er mið af górillum. Líffræðingar segja að þetta þurfi ekki að koma á óvart þvi um einn stofn apa var að ræða fyrir fjórum milijónum ára. Mun það ekki langur tími í þróunar- sögu dýrategunda. Skínandi hugmynd Bandarískir vísindamenn hafa fundið upp handhægt tæki til að ráða bót á skammdegisþung- lyndi. Um er að ræða hjálm með löngu deri. Fremst á derinu eru sterk ljós og eiga þau að koma í stað sólarljóssíns. Vandræða- laust mun vera að bera hjálminn á höfðinu dags daglega. Löngu er sannað að skortur á sólarljósi veldur skammdegis- þunglyndi. Hleðslurafhlöður eru notaðar sem ljósgjaft. Með þessari skínandí hugmynd er hægt aö bæta sér upp ljósleys- ið og kostar hjálmurinn aðeins um 25 þúsund krónur í Banda- ríkjunum. Síðustu forvöð að bjarga villtu tígrunum frá útrýmingu: Tígu(r)leg allrameinabót Það ku hafa verið litli svarti Sambó sem fann upp á því að breyta stór- hættulegu tígrisdýri í smjör með því aö láta þaö elta skottið á sjálfu sér. Ekki mun þó sagan af Sambó eiga sér stoð í raunveruleikanum en hitt er staöreynd aö dag hvem er tígrun- um tígulegu breytt í aðskiljanleg smyrsl og áburði sem eiga að sögn að vera allrameinabót. Gamansagan af Sambó er raun- veruleg harmsaga í skógum Asíu þar sem hundruð tígrisdýra eru felld ár- lega til að vinna úr þeim lyf. Hefð er fyrir slíkri framleiðslu í Ásíulönd- um og ekki er örgrannt um að á Vest- urlöndum hafi menn einnig tekið trú á töfralyf úr tígrisdýrum. Nú er svo komið að tígrisdýrastofn- inn er fallinn að þrem fjórðu fyrir veiðimönnum sem lifa af að selja af- urðimar. Tígrarnir, ein tignarleg- asta skepna jarðarinnar, eru í útrým- ingarhættu og nú hafa stjórnvöld í níu Asíulöndum tekið saman hönd- um og krefjast alþjóðlegs banns við sölu á afuröum af dýmnum. Engar vísindaiegar sannanir eru fyrir lækningamætti lyfja úr tígris- dýrum. Blóðið á að bæta lundarfar og auka viljastyrk og heilinn að út- rýma leti. Þetta kann að reynast rétt vilji menn trúa því en staðfesting fmnst engin á slíkum hindurvitnum. Tígrisdýrunum hefur nú verið út- rýmt með öllu í íran og Afganistan. Þá má heita að þau séu aldauða í Kína og í gömlu Sovétríkjunum. Enn eiga þau sér griðastaði í frumskógum Suðaustur-Asíu og í Nepal. Það eykur enn á ótta dýrávina um örlög tígranna að þeir hafa einangrast í litlum hópum á afmörkuðum svæðum og er enginn samgangur á milli. Það býður heim hættu á úrkynjun. ASIÞJOÐIRNAR BIÐJA VILLTU TIGRUNUM GRIÐA Tíu þjóðir í Asíu hafa lagt fram áætlun um að bjarga villtum tígrum í álfunni frá útrýmingu. Mikil eftirsókn er í ýmis töfralyf unnin úr ólíkum líkamspörtum tígranna Tlgrarnir eru gjörnýttir til að framleiða oft gagnslaus lyf við fjölda sjúkdóma BEIN Notuð til að laga gölluð liðamót GALL Linar krampaflog BLOÐ Bætir lundarfar og viljastyrk FITA Læknar uppsölur, hundsbit, blæðingar og sáran hársvörð HEILI Vinnur gegn leti og bólum AUGU Lækna flogaveikl malaríu, krampa og hitasótt í bömum KJOT Læknar svima og malaríu. Eykur lírs- þrótt. Gott fyrir maga og milta GALLSTEINAR Bæta sjón og þurrka vot augu. Draga úr handæði f bðrnum Source: Atlas ol Endangered Species; Traflic Intemational Talið er að ur aldamót hafi veriö 40.000 tígrisdýr á Inc landi einu. Árið 1989 vOr aðeins 6.500 eftir þar og ur 9.000 í heiminum öllum. Ofveið er kennt um hnignun stofnsins Ennstærri risaþotur Verkfræöingar hjá Boeing- verksiniöjunum eru langt komn- ir með að hanna nýja risaþotu sem ætlað er að flytja allt að 600 farþega. Þota þessi mun koma á markað árið 2000 þúsund og er tahð að hún muni valda byltingu í ferðum á lengri flugleiöum. Innanstokks minnir þotan meira á skemmtiferöaskip en flugvél. Boöið verður upp á setu- stofur, spila- ogmatsali ogjafnvel verður hægt að leigja sér rúm að sofa í. Ekki mun sérstökum vand- kvæðum bundið að hanna slíkt farartæki en hitt er verra að ekki eru enn til flugvellir til að taka við risafuglmum. Hugsandi hemlar Þýskt fyrirtæki ætiar senn aö bjóða framleiðendum bfla upp á nýtt hemlakerfi. Hemlamir eru þeim kostum búnir að þeir hugsa fyrir ökumennina. Skynjarar nema allar hreyfing- ar bílsins og á broti úr sekúndu bregðast hemlamir við ef þessar hræringar taka að gerast undar- legar. Þannig er t.d. tryggt aö rétt er brugðist viö ef bíll skrikar til í hálku þvi nýju hemlamir vita nákvæmlega hvað á að gera við slíkar aðstæður. Ekki er vitaö hvað ber að gera ef kerfið bilar. Umsjön Gísli Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.