Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91)63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Traustið skiptir mestu Nokkrir alþýðuflokksmenn, með formann flokksins í broddi fylkingar, hafa kvartað um, að drög að stefnu nýja flokksins, Þjóðvakans, séu eins og stefna Alþýðu- flokksins, sumpart nánast orðrétt. Þeir, sem kvarta, telja auðvitað, að ekki þurfi nýjan flokk um þessi málefni. Rétt er, að stefnuyfirlýsing Þjóðvakans er í verulegum atriðum hin sama og Alþýðuflokksins, alla leið yfir í áþreifanleg atriði á borð við, að landið allt verði eitt kjör- dæmi, að fáir lífeyrissjóðir verði fyrir alla landsmenn og að innleitt verði veiðileyfagjald í stað kvóta. Hinu er svo ekki að leyna, að Alþýðuflokkurinn gerir aldrei neitt í málefnum sínum. Hann notar þau til að veifa á flokksfundum, en situr um leið heilu kjörtímabil- in í ríkisstjórn án þess að reyna að koma fram stefnu- skrármálum flokksins. Hann situr bara og situr. Gott dæmi um þetta er breyting á vægi atkvæða, sem lofað var í hvítri bók ríkisstjórnarinnar frá maí 1991. Ekkert gerðist svo í því máli fyrr en á landsfundi hins ríkisstjómarflokksins í október 1993. í framhaldi af því voru samdir minnispunktar embættismanna í maí 1994. Það var svo ekki fyrr en 21. nóvember, að stjórnmála- flokkar voru beðnir um að nefna fólk í nefnd um málið. Þá var orðið nokkurn veginn ljóst, að málið var fallið á tíma, enda voru flokkarnir ekki búnir að skipa fulltrúa sína nú um mánaðamótin og þinghald senn á leiðarenda. Einnig á Alþýðuflokkurinn við annað vandamál að stríða. Samkvæmt skoðanakönnunum eru formaður og varaformaður flokksins tveir af þremur óvinsælustu stjómmálamönnum landsins. Flokkurinn sker sig að þessu leyti úr flokkaflórunni á kosningavetri. Skoðanakannanir sýna þriggja þingmanna fylgi Al- þýðuflokksins um þessar mundir. Það gengisleysi bygg- ist ekki á stefnuskránni, heldur á vanefndum flokksins og óvinsældum forustumanna, svo og á afkáralegum spillingarferli flokksins á kjörtímabilinu. Fjöldi kjósenda hefur áttað sig á, að stefnuskrár em lítilfjörlegur þáttur stjórnmálanna. Reynslan sýnir, að ástæðulaust er að taka þær bókstaflega, þótt í öðrum til- vikum en Alþýðuflokksins megi reikna með, að flokkam- ir hafi óljósa hliðsjón af þeim, þegar verkin tala. Fimmtán þingmanna fylgi Þjóðvakans í skoðanakönn- un byggist ekki að neinu leyti á því, hvað stendur um kosningalög, lífeyrissjóði og fiskveiðiskipan í stefnuyfir- lýsingu flokksins. Fylgið stafar af uppreisn foringjans gegn flokki og shórn, sem margir telja hafa svikið. Fylgi flokka fer ekki nema að litlu leyti eftir málefnum þeirra. Að svo miklu leyti, sem það byggist ekki á göml- um merg, fer það eftir trausti kjósenda á fomstumönnum flokkanna í landinu í heild og í einstökum kjördæmum. Stjómmál snúast fyrst og fremst um fólk og aftur fólk. Kjósendur virðast orðnir þreyttir á ræðuskörungum stjómmálanna. Fyrir utan formann og varaformann Al- þýðuflokksins, sem báðir hafa óvenjulega hðugt málbein, er þriðji óvinsældakóngurinn formaður Alþýðubanda- lagsins, sem ekki hefur síður hðugan talanda. í staðinn haha kjósendur sér að stjómmálakonu, sem kann ekki par í ræðumennsku, heldur æpir að áheyrend- um á innsoginu í útifundarstíl án þess að henni stökkvi bros. Velgengni hennar sýnir, að hæfileikar á hefðbundn- um sviðum stjómmála skipta htlu máli í nútímanum. Fylgissveiflur fylgja ekki málefnum flokka eða mark- aðssettri framgöngu stjómmálamanna, heldur trausti eða vantrausti almennings á meintum persónum þeirra. Jónas Kristjánsson Efling RÖSE á að breiða yfir ráðleysi Stórpólitískar afleiðingar þeirra alvarlegu mistaka leiðtoga vest- rænna ríkja að láta hjá líða að hefta yfirgang Serba í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu þegar í upphafi, meðan það var enn gerlegt án þess að efna þyrfti til meiri háttar herferðar, eru nú að koma í ljós fyrir alvöru. Atlantshafsbandalagið er í upp- námi. Bandaríkjamenn, einkum leiðtogar stjórnarandstöðu Repú- blikanaflokksins, kreíjast lofthern- aðar gegn Serbum til að friða al- menningsálitið heima fyrir. Evr- ópuríki, einkum Bretland og Frakkland sem mestan liðsafla eiga í húfi í Bosníu, þvertaka fyrir slíkt og spyrja hvaðan koma skuli liðs- afli á jörðu niðri til að fást við af- leiðingar slíks lofthernaðar fyrir fjölþjóða friðargæslulið. Verður þá fátt um bandarísk svör. Erjurnar meðal aöildarrikja NATO verða svo til þess að Rúss- landsstjórn færir sig upp á skaftið í viðleitninni til að hafa áhrif á hvort og með hverjum hætti banda- lagið færir út kvíarnar í austur til ríkja sem sovétveldið hélt áður í Varsjárbandalaginu. Andrei Kosíref, utanríkisráð- herra Rússlands, frestaði í fyrra- dag að undirrita samstarfssam- komulag NATÓ og Rússlands, ut- anríkisráöherrafundi bandalags- ins í Brussel á óvart. Kvaðst hann þurfa á að halda, áður en af undir- ritun yrði, frekari skýringum á þeirri ákvörðun ráðherrafundar- ins fyrr um daginn að hefja á næsta ári formlegan undirbúning að inn- töku Póllands, Tékklands, Slóvakíu og Ungverjalands i NATÓ. Kosíref haföi orð á því að svo virt- ist sem samkomulag um samvinnu við Rússland væri NATO aukaatr- iði, ef ákvarðanir hefðu þegar verið teknar af þess hálfu um stækkun. Fyrr hafði rússneski utanríkisráð- herrann ávarpað þingmannafund ríkja Vestur-Evrópusambandsins og reifaö þar hugmyndir um marg- þætt samstarf milli þess og Rúss- lands til að efla öryggi og stöðug- leika í Evrópu. Þegar þetta er ritað er ólokið fundi í Brussel meö utanríkisráð- herrum ríkjanna fimm sem reynt Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson hafa upp á síðkastið að stilla til frið- ar í Bosníu en það eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Rússland og Þýskaland. Þó er ljóst aö utanríkis- ráðherrar Bretlands og Frakklands ætla eina ferðina enn til Belgrad að athuga hverju fæst áorkað fyrir atbeina Slobodans Milosevics Serb- íuforseta. Sambúð NATO og Rússlands verður svo umræðuefni forsetanna Bills Clintons og Borisar Jeltsíns þegar þeir hittast í Búdapest á mánudag eða þriðjudag. Þá daga á að standa í höfuðborg Ungverja- lands fundur Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu. Eftir upplausn Sovétríkjanna og Júgó- slavíu eru aðildarríki samtakanna orðin 53 og þau teygja sig nú austur í miðja Asíu. Erindi þjóðarleiðtoga á fundinn í Búdapest er að ljá með nærveru sinni vægi samkomulagi sem þar á að undirrita. Það miðar að því að færa stórlega út verksvið Ráðstefn- unnar í því skyni að miðla málum í milliríkjadeilum, vernda réttindi þjóðemisminnihluta og leggja af mörkum gæslulið til að hefta vopnaviðskipti. Hér er því í rauninni um það að ræða að færa á pappírnum á herðar þessara hingað til veikburöa sam- taka svæðisbundna umsjá með verkefnum sem hvorki Sameinuðu þjóðirnar né NATO hafa reynst fær um að rísa undir, eins og dæmin af Balkanskaga sýna ljósast. Hversu vel sem að verki verður staðið tekur það verulegan tíma að gera Ráðstefnuna um öryggi og samvinnu i Evrópu í stakk búna til að fást við verkefnin sem henni eru fengin með nýja samkomulaginu. En nú þegar er barist á Balkan- skaga og víða í Kákasuslöndum. Á öðrum stöðum krauma deilur og getur soðið upp úr þegar minnst varir. Harmleikurinn við lok kalda stríðsins var að stjómir þeirra ríkja sem þá stóðu best að vígi til að beina ólgunni eftir umskiptin í friðvænlegan farveg þekktu ekki sinn vitjunartíma. Þvert á móti hafa ofbeldishneigðir ofstækishóp- ar hvarvetna fengið byr í seglin við þá framvindu mála sem látin var viðgangast. Willy Claes, framkvæmdastjóri NATO (t.h.), lagar hljóönemann fyrir Andrei Kosiref, utanrikisráðherra Búss- lands, á fundi með fréttamönnum í aðalstöðvum NATO í Brussel. Símamynd Reuter Skodanir aimarra Eftirþankar nei-manna „Þegar meirihluti norsku þjóðarinnar hefur enn einu sinni sagt nei, hljóta eftirþankarnir að gera vart við sig, ekki síst hjá nei-mönnum. Úrslitin fela það í sér að við verðum utan Evrópusambandsins um ófyrirsjáanlega framtíð. En ESB verður hluti norsks veraleika á annan hátt en áður. Nú er jú að myndast stöðugt nánara bandalag milli allra ná- granna okkar, evrópskra bandamanna okkar öll eft- irstríðsárin og hina nýgömlu lýðræðisríkja í Mið- og Austur-Evrópu." Úr forustugrein Aftenposten 30. nóvember. Nei en samt hálfgildings já „Norðmenn sögðu nei. En afleiöingarnar verða samt hálfgildingsjá. Norðmenn geta nú hafnað form- legri aðild að ESB. En Norðmenn geta ekki sagt skil- ið við raunveruleikann: Þrátt fyrir neiið er Noregur með í innri markaðinum. Efnahagslega og pólitískt er Noregur einnig, þrátt fyrir neiið, mjög svo tengd- ur öllum mikilvægum ákvörðunum ESB. í öryggis- málum er Noregur einnig háður samvinnunni viö NATO-löndin sem einnig eru í ESB.“ Úr forustugrein Politiken 29. nóvember. Burt með Króatíu-Serba „Það kann að vera útlokað að stöðva Serba nú með hervaldi. Það býður þó aðeins upp á frekari árásir á óbreytta borgara ef þeir era verðlaunaðir. Þess í stað verður að segja Slobodan Milosevic Serbíuforseta aö sveitir Króatíu-Serba, sem hafa skipt sköpum í Bi- hac, verði að hverfa þaðan þegar í stað yfir alþjóð- legu landamærin sem þær fóru um í trássi við lög.“ Úr forustugrein New York Times 30. nóvember.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.