Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Side 29
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 29 Forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir, Pálmi Jónsson og Jón Asbergsson i Kringlunni blöðin, sem stílað var til forystu Framsóknarflokksins: Sendið Erlend Einarsson strax á námskeið hjá Pálma Jónssyni í Hag- kaup til að læra, hvemig reka á versl- un með hagsmuni fólksins fyrir aug- um, en ekki eingöngu hagsmuni for- stjóranna stopp Það síðara kann hann stopp Samvinnuhugsjón Þingeyinga. Afi gamli, sem var teiknimynd í Alþýöublaðinu, sagði undrandi: „Ég fæ ekki séð, hvernig vöruverð getur breyst, ef allir halda fast við sitt, verðstöðvunarlögin banna hækkanir og kaupmannasamtökin lækkanir á vöruverðinu." Kaupmenn bentu á það, að Pálmi seldi sumar vörur, til dæmis danska sultu, lægra verði en þeir fengju hana sjálfir á hjá innflytjendum. Þetta skýrðist hins vegar með þvi, að Pálmi flutti vöruna beint inn og lét sér nægja minni álagningu en innflytj- andinn. Voru Pálmi og forsvarsmenn kaupmanna kallaðir á fund viðskipta- ráðherra 18. október 1967 til þess að ræða deilu sína, en árangurslaust. í viðtölum við blöð kvaðst Pálmi ekki myndu beygja sig fyrir þvingunum kaupmanna; hann myndi jafnvel hefja innflutning matvæla beint og leita til almennings um íjáröflun til þess. Sagðist hann líka stefna að því að stofna stóran vörumarkað. Kaupmannasamtökin héldu fund í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtu- dagskvöldið 19. október til þess að ræða ásakanir á hendur þeim um þvingunaraðgerðir. Var þar ályktað, að samtök kaupmanna heíðu ekki staðið að neinum slíkum aðgerðum. Einnig var Hagkaup kært daginn eft- ir fyrir óleyfilega háa álagningu á dönsku ediki, en það reyndist hafa verið fyrir mistök í útreikningum, og varð ekkert úr kærunni. í fram- haldi af þessum hörðu deilum bauð Hagkaup almenningi um skeið sér- stök afsláttarkort eða „þátttökuskír- teini“: Menn lögðu inn ákveðna upp- hæð og máttu síðan kaupa fyrir tí- falda þá upphæð á vildarkjörum. Jafnframt sagðist Pálmi stefna að því aö gera Hagkaup að almennings- hlutafélagi. Gráthlægilegt svikamál Urðu kaupmenn að láta undan síga; Pálmi Jónsson hélt ótrauður áfram að selja ódýra matvöru í Hag- kaup. En nafn Pálma blandaðist inn á gráthlægilegt svikamál, sem upp- víst varð um þessar mundir. Tveir ungir menn höfðu látið tvö stimpla- gerðarfyrirtæki gera hvort sinn stimpilinn, annan með „Hag“ og hinn með „kaup“. Síðan settu þeir stimpl- ana saman og víxlar útbúnir meö stimpli Hagkaups og undirskrift Pálma Jónssonar. Að því loknu fóru þeir með víxlana til fjögurra okur- lánara og seldu þeim þá. Gleyptu okurlánararnir við þeim, þótt það kæmi þeim nokkuð á óvart, að Hag- kaup væri svo fjárþurfi. Nam upp- hæðin, sem skálkarnir tveir fengu fyrir víxlana, samtals 1,2 milljónum króna. Þegar leið að afsagnardegi fyrsta víxilsins, hafði eigandi hans sam- band við Pálma og spurði, hvort víx- illinn yrði ekki greiddur upp. Pálmi kannaðist ekki við neitt, sagðist hvorki hafa falast eftir láni né selt honum neinn víxil. Þegar hinir þrír okurlánararnir höfðu samband við Pálma, fór hann að gruna sitt af hverju, heimsótti alla fióra handhafa víxlanna og leiddi í ljós, að víxlarnir væru sviknir. Pálmi sagði þeim, að ekki væri um annað að ræða en leita til lögreglunnar. Runnu þá tvær grímur á víxlarana. Þeir báðu um umhugsunarfrest, og tókst þeim að ná í skálkana tvo, sem höfðu selt þeim víxlana. Ungu mennimir tveir voru hinir bröttustu og kváðust ekk- ert þurfa við okurlánarana að tala. Þeir sögðust myndu vinna eið að því, yrði þetta lögreglumál, að þeir hefðu aðeins fengið greiddan út þriðjung þeirrar upphæðar, sem á víxlunum væri, en það stríddi auð- vitað gegn lögum um okur. Urðu okurlánararnir að sitja eftir með sárt ennið, en ungu mennirnir tveir af- hentu Pálma stimplana tvo á gaml- árskvöld 1967, um það leyti sem fiöl- skyldan ætlaði að setjast að snæðingi í Asenda 1, og húðskammaði Pálmi þá fyrir þetta tiltæki. Mörgjárn í eldinum Pálmi lét engan bilbug á sér finna, þótt hin miklu erfiðleikaár 1967-1969 bitnuðu mjög á honum og rekstur Hagkaups þyngdist þá tals- vert, enda féll gengið tvisvar á þessu tímabili, svo að innfluttar vörur hækkuðu í verði. Hugði hann á frek- ari framkvæmdir, eins og hann hafði boðað árið 1967. Árið 1967 stofnaöi Pálmi sokkaverksmiðjuna Gleym- mérei á Sauðárkróki, og sá hinn gamli samstarfsmaður hans, Reynir Þorgrímsson, um reksturinn. Fyrir- tækið framleiddi um skeið ágætar og vinsælar sokkabuxur, en eftir nokk- ur ár hætti það starfsemi sinni, en þá höfðu leiðir þeirra Pálma og Reyn- is skilið. Pálmi hafði fleiri járn í eldinum þessi ár. Sumarið 1969 stofnaði hann til dæmis Loðskinn hf. á Sauðárkróki ásamt Tom Holton í Hildu hf„ mági sínum, Ásberg Sigurðssyni, og fleir- um. Fimm árum síðar seldi Pálmi Eyjólfi Konráð Jónssyni alþingis- manni helming hlutafiár síns. Pálmi haföi áhuga á framfaramálum í land- búnaði, en missti áhugann, þegar hann vissi, að slík mál væru komin í höfn. Enn fremur átti Pálmi hlut í minkabúi, sem rekið var á Skeggja- stöðum til ársins 1975, þegar það var flutt norður og sameinað Loðskinni á Sauðárkróki. Pálmi notaði hins vegar húsið undir kjúklingabú, sem hann rak til ársins 1978. En um 1970 kom að því, að Pálmi tæki næsta skref sitt í smásöluverslun, sem reyndar var líkara stökki. Hann hafði rekið afsláttarverslun í tíu ár, en nú var öld stórmarkaðarins að ganga í garð á íslandi. Hlutverk framkvæmdamanna Ýmsir menn hafa á nítjándu og tuttugustu öld fengist við þaö að lýsa hinu æskilegasta skipulagi. Þeir hafa viljaö bæta heiminn með áætlunum sínum og uppskriftum. En oftar en ekki hafa þeir gleymt einu atriöi, sem þó er harla mikilvægt, þegar lögð eru á ráðin um hið æskilegasta skipulag. Það er, hvernig tryggja á, að menn taki eftir tækifærum til að bæta vinnubrögð sín, hagræða og spara, og hvernig menn geta síðan gripiö þau, - valið og gengið stystu og greið- færustu leið frá áætlun til veruleika, úr uppskrift í framkvæmdir. Hvað er það, sem hefur gert kapítalismann að einhverju mesta umbótaafli sög- unnar? Það er auðvitað það svigrúm, sem hann veitir athafnamönnum, frumkvöðlum, brautryðjendum. Djúpsæjustu hugsuðirnir, sem hafa fengist við aö skýra kapítalismann, til dæmis Friðrik Ágúst von Hayek, hafa einmitt lagt áherslu á þetta at- riði. Menn vita það ekki fyrir, hvern- ig best er og ódýrast að framkvæma hlutina; atvinnulífið er ekki eins og vél, þar sem aðeins þarf aö stilla sam- an tannhjól, heldur eru þar ótal ein- staklingar, heimili og fyrirtæki að þreifa sig áfram; stundum rata menn á réttar leiðir, stundum mistekst þeim; aðalatriðið er þó, að menn hafi svigrúm til að gera tilraunir og tæki- færi til að læra af þeim, ekki síst að leiðrétta jafnóðum mistök sín. At- hafnamennimir sjá fyrstir tækifærin og grípa þau, aðrir fylgja í fótspor þeirra og tryggja, að hæfilegt jafn- vægi myndist. Athafnamennirnir fylla á þennan hátt í skörð vanþekk- ingarinnar, stofna til nýrra við- skiptasambanda, nýta möguleika, sem áður voru ónýttir, fullnægja þörfum, sem áður var lítt eða ekki sinnt, þoka þekkingunni áfram. Dæmigerður athafnamaður Pálmi Jónsson var dæmigeröur athafnamaður. Eitt hið athyglisverð- asta í æviskeiði hans er, hversu vel hann fylgdist með öllum nýjungum í kaupsýslu og hversír ótrauður hann var að ryðja þeim braut hér á landi. Hann stofnaði einn fyrsta skyndi- bitastaðinn á íslandi, Isborg í Aust- urstræti, en MacDonalds og fleiri slíkir staðir hafa auövitaö gerbreytt lífsháttum fólks, sparað láglauna- fólki og öðrum ferðir heim með því að bjóða fram fljótafgreiddan mat á sæmilegu veröi. Ekki fá allir hálfa aðra klukkustund í hádegismat. Pálmi stofnaði fyrstu afsláttar- verslun á íslandi í fiósi Geirs bónda í Eskihlíð. Hann stofnaði fyrsta stór- markaðinn á íslandi í Skeifunni 15. Hann stofnaði fyrstu húsgagnaversl- unina á íslandi, þar sem menn gátu sjálfir sett saman húsgögn sín, IKEA. Og hann stofnaði fyrstu verslunarm- iðstöðina á íslandi í Kringlunni. Er- lendu orðin „fast food“, „discount store“, „supermarket" og „shopping mafl“ eiga sér íslenska skírskotun í ævistarfi Pálma Jónssonar í Hag- kaup. Með þrotlausu starfi sínu, sífelld- um tilraunum til að bæta þjónustuna og skila meiri arði, með sköpunar- starfi sínu, lækkaði Pálmi Jónsson í Hagkaup vöruverð stórlega hér á landi. Hann hefur valdið því, eins og Indriði G. Þorsteinsson orðar það, að nú eru ekki lengur sérstakir „ís- landsprísar" á margri vöru. Þess vegna er það ekki út í bláinn, sem Gylfi Þ. Gíslason prófessor sagði eitt sinn í kennslustund í viðskiptadeild Háskóla íslands, að það væri álita- mál, hvort hefði haft í fór með sér meiri lífskjarabætur alls almenn- ings, áratuga starfsemi verkalýðs- leiðtoga eða kaupsýsla Pálma í Hag- kaup. Ath.: Flestar fyrirsagnir eru blaðsins. Feðgarnir Pálmi og Sigurður á góðri stundu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.