Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Side 30
30
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994
Bridge
Bridgekvöld byrjenda
Þríðjudaginn 29. nóvember var bridgekvold byrjenda og var spilaður
eins kvölds tvímenningur að vanda. Hæstu skor í NS náðu eftirtalín pör:
1. Álfheiður Gísladóttir-Pálmi Gunnarsson 151
2. Árni Gunnarsson Kristrún Kristjánsdóttir 139
3. Hallgrímur Markússon-Ari Jónsson 137
- og hæsta skorið í AV:
1. Jón E. Bjarnason-Jóhann Jóhannsson 154
2. Þórdis Einarsdóttir-Birgir Magnússon 138
3. Finnbogi Gunnarsson -Urrnar Jóhannesson 128
Parakiúbburinn
Síöasta þriðjudag, 29. nóvember, hófst tveggja kvölda tvímenningur og
úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi:
1. Gróa Eíðsdóttir-Július Snorrason 190
2. Guörún Jóhannesdóttir-Sigurður B. Þorsteinsson 184
3. Jónína Pálsdóttir-Raih Thorarensen 169
4. Bryndís Þorsteinsdóttir-Sverrir Ármannsson 167
5. Guðlaug Jónsdóttir-Jón Ingi Björnson 164
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 28. nóvember var spiluö ein umferð í sveitakeppni félags-
ins og staða efetu sveita eftir þrjár umferðþ- er þannig:
1. Vinir Konna 63
2. Dröfn Guðniundsdóttir 61
3. Sævar Magnússon 57
4. Erla Sigurjónsdóttir 55
5. Ólafur Ingimundarson 52
Næsta mánudag, 5, desember, kemur Bridgefélag kvenna í heimsókn og
verður spiluð sveitakeppni á 10 borðum. Spilað er í íþróttahúsinu, Strand-
götu, og hefst spilamennskan klukkan 19.30.
The Boys í
jólabakstri
Rúnar og Arnar á fullu í jólabakstrinum.
„Það erum við sem bökum fyrir jól-
in. Áður varð mamma að hjálpa okk-
ur svolítiö en nú getum við þetta allt
sjálfir. Reyndar bökum við einnig oft
á öðrum árstímum en það er
skemmtilegast að baka fyrir jólin.“
Þetta segja The Boys, Rúnar og Arn-
Yfir 30 gerOir af viöarrömmum. Verö frá 1900 kr. -
Lyklaskápur 29x23
2900 kr. stgr.
111x50 cm
7300 kr. stgr.
Fatahengi
17.800 kr. stgr.
84x63 cm.
12.100 kr. stgr
84x59 cm 7400 kr. stgr. 80x60 cm. 8300 kr. stgr.
PöntenarÞföiuista
OpMÍ alla daga 10-22
123x44 cm 7300 kr.stgr.
Myndarammi
26x21
1250 kr. stgr.
v/Josswgskirkjugarð - s. 40500 4 16541
ar Halldórssynir, í viðtali við Norsk
Ukeblad.
í viðtalinu kemur fram að vinsæld-
ir The Boys séu svo miklar að fjöl-
skyldan hafi orðið að fá sér leynilegt
símanúmer. Ungir aðdáendur, og þá
ekki síst stelpur, hafa mikinn áhuga
á að ná sambandi við drengina.
Rúnar og Arnar eru spurðir að því
hvað íslendingar borði um jólin og
þeir greina samviskusamlega frá
hamborgarhryggnum, svínasteik-
inni með rauðkálinu og hangikjötinu
með uppstúfl og grænum baunum
og svo auðvitað laufabrauðinu. Þeir
nota tækifærið til að auglýsa íslenska
lambakjötið og segja að kjötið sé al-
veg frábært þar sem féð gangi villt.
Strákarnir taka það fram að á ís-
landi séu bakaðar sams konar kökur
fyrir jólin og í Noregi, að laufabrauð-
inu undanskildu og „konfektkökum"
sem þeir segja bestu kökur í heimi.
Þeir gefa lesendum uppskrift að
konfektkökunum sínum og látum við
hana fylgja hér með.
Konfektkökur
200 g smjörlíki
300 g sykur
2 egg
275 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
100 g möndlur
1 plata suðusúkkulaði
Smjörlíki og sykur hrært saman
þar tÚ það verður ljóst og létt. Súkku-
laðið saxað og blandað saman við
ásamt möndlum, hveiti, lyftidufti og
eggjum sem sett eru í eitt í einu.
Deigið er sett með teskeið á ofnplötu.
Bakað við 180 gráður í 20 mínútur.
Jólin ætla Rúnar og Arnar að halda
í Noregi. Fyrir tveimur árum héldu
þeir jól á íslandi en í fyrra voru þeir
í Taílandi um jólin.
Haustið hefur verið annasamt hjá
bræðrunum þannig að jólafríið verð-
ur kærkomið. Fyrr í vetur voru þeir
á Ítalíu þar sem þeir tóku þátt í sjón-
varpsþætti sem margar milljónir
horfa á. „Við vorum ekkert tauga-
óstyrkir. Við spiluðum og sungum
fyrir þá sem voru í salnum og hugs-
uðum ekki um alla þá sem voru að
horfa á sjónvarpið," segja þeir Rúnar
og Arnar í viðtalinu.
í þættinum komu fram tuttugu
efnilegir ungir skemmtikraftar og
urðu The Boys meðal þeirra tíu
bestu.
Konfektkökurnar tilbúnar og foreldr-
arnir, Halldór og Eyrún, fá að
smakka.
The Boys urðu meóal tíu efstu af
tuttugu í itölskum sjónvarpsþætti þar
sem ungir efnilegir skemmtikraftar
komu fram.