Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Page 45
LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Smári Bergstað fyllist miklu öryggisleysi fyrir hver jól en hann verður að vera með í leiknum. Y ^ í • •• r« Jolagjofin Allir veröa einhvern tíma að kaupa gjöf handa einhverjum og það veröur ekki léttara með árun- um. Á hverjum jólum, hveijum af- mælisdegi, fyrir hvert brúðkaup finnst þér eins og þú sért í fyrsta skipti að velja og kaupa gjöf. Þetta er sérlega stórt vandamál þeim sem erfitt eiga með ákvarðanir og allt vex í augum. Smári Bergstað múr- ari er maður sem fyllist miklu ör- yggisleysi fyrir hver einustu jól. En hann verður að vera með í leiknum. Jólagjöfhanda Ingu frænku „ Jólagjöf handa Ingu frænku. Það er ekki mikið mál,“ sagði hann við sjálfan sig og gekk röskum skrefum inn í stóra vöruhúsið við hhð Borgarleikhússins. „Það getur ekki verið erfitt!" Hann leit sigri- hrósandi í kringum sig og ákvað að kaupa handa henni eitthvað af fatakyni. í vöruhúsinu var mikill fjöldi búða sem einmitt seldu fot af öllum gerðum og verðflokkum. „En hvernig föt?“ Smári ákvað eftir nokkra umhugsun að kaupa sokka. „ Allir þurfa á sokkum að halda svo að það er bæði hentug gjöf og nytsamleg," sagði hann spekingslega við sjálfan sig. Hann fór að kikja eftir sokkum og reyndi að gera sér í hugarlund hvemig sokka Inga frænka vildi. Hann skoðaði röndótta sokka, doppótta, stjörnótta, einlita, köflótta, gull- slegna og silfurlitaða. Langa hríö stóð hann og velti sokkum milli handanna og reyndi að ímynda sér hvaða sokkar hæföu fatastíl Ingu frænku. Hann gafst upp og gekk út sokkalaus. Skömmu síðar sá hann ótal trefla og slæður í glugga. „Auðvitað," sagði hann hátt og glaðlega við sjálfan sig. „Ég kaupi handa henni trefil!" Hann flýtti sér inn í búðina og fór að skoða trefla og slæður. Þeir voru af öllum stærðum og gerðum. Sumir voru úr ull, aðrir úr silki og enn aðrir úr ekta-gervi- efnum eða skemmtilegri blöndu úr öllu mögulegu. Eftir langa um- hugsun valdi hann bláleitan, rauð- bleik-röndóttan trefil meö skemmtilegum silfurþráðum. Hann stóð glaður í röðinni og hampaöi treflinum en datt þá allt í einu í hug að kannski ætti Inga svona trefii. Skyndilega fannst honum trefillinn ærið kunnugleg- ur. Hann lokaði augunum og Álæknavaktmiú reyndi að ímynda sér Ingu með svona trefil en það tókst ekki. Hann minntist þess að hafa heyrt hana segja að hún hataði trefla. Smári lagði frá sér trefilinn og gekk út. Falleg peysa? Blússa? Bók? Eftir þetta ákvað hann að kaupa handa henni peysu. í þremur búð- um haföi hann næstum því keypt blússu en þegar að kassanum kom fylltist hann öryggisleysi vegna kragans, sniðsins, litarins eða blúndurandarinnar kringum krag- ann. Þá fór hann að skoða peysur. En þaö var erfitt að velja í þessu yfir- þyrmandi úrvali. Hann uppgötvaði að hann var farinn að horfa meira á htlu stúlkurnar við afgreiðslu- störf í fatabúðunum en vörurnar. Svo mundi hann að hann haföi ein- mitt gefið Ingu peysu á jólum í fyrra. Hann gekk út úr búðinni og bölvaði hátt. Hann var farinn aö svitna á efri vörinni af vaxandi spennu ogvonleysi. Einhvers staðar hafði hann þó keypt handa sjálfum sér peysu með mynd af kú sem hoppaði brosandi yfir tungiið. Ljóshærð afgreiðslu- stúlka í þröngum bol, með stór bijóst, hafði sagt honum að þessi peysa færi honum sérlega vel og gerði hann mjög unglegan. Smára fannst peysan ljót en keypti hana fyrir orð stúlkunnar. Hann fór inn á kaffihús með alla innkaupapokana til að jafna sig á þessum hremmingum. Hann hafði keypt peysu á sig, tvær skyrtur, bindi og sokka, auk jakka sem hafði verið á óvæntri útsölu. Auk þess haföi hann keypt sér gulróta-kvörn á góöu verði. „Hér fæst eiginlega allt nema það sem ég er að leita að,“ muldraði hann dapurlega ofan íhálfkalt kaffið. Eitthvaó annað? Hann ákvað að kaupa ekki föt handa Ingu. „Föt eru allt of dýr og erfið. Ég kaupi handa henni nýti- legan smáhlut." En hann fann ekk- ert í búðunum sem honum fannst líklegt að Inga yrði hrifin af. Auk þess gefur hún mér alltaf bók, penna eða htla leðurmöppu. Kannski vill hún pottablóm." En inni í blómabúðinni mundi hann að Inga var ekki með pottablóm heima hjá sér. Kannski hataði hún pottablóm eða hafði ofnæmi fyrir þeim svo að hann staulaðist út. „Ég kaupi handa henni tösku,“ hugsaði hann með sér. Hann leitaði í nokkrum töskubúðum en fann ekkert nema stóra íþróttatösku sem á stóð ASICS handa sjálfum sér. Hann hrökklaðist út úr stóra vöruhúsinu en keypti á Þorláks- messu eyrnalokka handa Ingu af gamalli konu í Kolaportinu. Tveim- ur árum síðar komst hann að raun um að Inga haföi engin göt í eyrun- um. BLAÐBERAR ÓSKAST y////////////////////////// Arnarnes - Garðabæ Blikanes - Mávanes Haukanes - Þrastanes Rafvirki óskast I |j RARIK óskar eftir aó ráða rafvirkja eða starfsmann | með sambærilega menntun til starfa á Sauðárkróki. Starfið felst í almennum rafvirkjastörfum auk starfa | í Gönguskarðsárvirkjun. | Nánari upplýsingar um starfið veita umdæmisstjóri á | | Blönduósi og rafveitustjóri á Sauðárkróki. | Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, | sendist RARIK fyrir 16. desember nk., merktar: Rafmagnsveitur ríkisins Ægisbraut 3 540 Blönduós :: íx RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rýmingarsala í epcil Vegna skipulagsbreytinga höldum við rýmingarsölu laugardaginn 3. des. kl. 10-18 og næstu viku. 20-40% afsláttur á flestu sem til er á lager. Stakir stólar, sófar, fatahengi og fleiri húsgögn. Stokke balans stólar með 20% afslætti. Allir lampar á lager með 25% afslætti. Afmælislampar Poul Henningsen á kostnaðarverði. Bútar - misstórir. Værðarvoðir frá 3500. Hewi baðherbergisvörur: snagar, slár, pappírshaldar- ar og fl. I hvítum lit. Uno form skápar og fylgihlutir, stakir. Prófkjör framsóknarfélag- anna í Reykjaneskjördæmi, laugardaginn 10. des. Stuðningsmenn Unnar Stefánsdóttur hafa opnað kosningaskrif- stofu að Hamraborg 5, Kópavogi, 3. hæð, s. 644631, 644632 og 644633. Allir velkomnir Stuðningsmenn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.