Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1994, Page 50
V 54 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1994 Sviðsljós_________________________________________________________ Bíður skilnaðar frá Don Johnson i 1 Leikaraparið Melanie Griffith og Don Johnson hefur verið mikið í sviðsljósinu enda að skilja í annaö skiptið. Þau giftust fyrst sem táning- ar og fyrir fimrn árum giftu þau sig á nýjan leik. Þrátt fyrir að Melanie hafi viljað skilja strax í mars sl..hef- ur skilnaðurinn ekki enn komið fyrir rétt eins og tíðkast í Bandaríkjunum en nú sér fyrir endann á málinu. Það hafa aðallega veriö börnin sem hafa tafið skilnaðarmálið. Melanie hefur búið frá því í mars í Los Angel- es með dóttur þeirra Dons, Dakotu, 4ra ára, og syni hans frá fyrra hjóna- bandi, Jessie 12 ára. Móöir hans er söngkonan Patty D’Arbanville en Don Johnson fékk forræði yfir hon- um þegar þau skildu og hefur dreng- urinn htið á Melanie sem móður sína. Melanie hefur búið hjá móöur sinni, hinni sænskættuðu Tippi Hedren, en hún er með búgarð í Kali- forníu. Þar bíður nú Melanie að úr rætist í hennar málum. iiii Albert prins af Mónakó: Hrifinn einni sæt- unni Beðiö hefur verið eför þvi með óþreyju að prins Albert í Mónakó finni sína heittelskuðu en þrátt fyrir ótal spár er hann enn á lausu. Nú herma fréttir að Albert hafi fxmdið þá réttu enda ekki seinna vænna fyrir manninn, orðinn 35 ára. Albert hefur löng- um verið fyrir tyrirsætur og svo er enn nú því nýjasta ástin í lífinu er fyrirsætan Heather Mann, 25 ára, og hefur hann ferðast tölu- vert upp á síðkastið milli Monte Carlo og Mílanó til að fylgiast með henni. Þannig hefiir Albert sést á þeim tískusýningum sem Heather sýn- ir og virðist fylgjast með henni af mikilli athygli þegar hún kem- ur fram gólfið. Prins Albert hefur áður verið kenndur við fyrirsæt- urnar Claudiu Schiffer, Carla Bruni og hina dönsku Susan Bro- adbent. Sylvester Stallone: Þoldi ekki reyk- ingar kærustunnar Eftir rúmlega tveggja mánaða samband hefur Sylvester Stallone sagt upp kærustunni, austurrísku fyrirsætunni Andreu Wieser, 19 ára, vegna þess að hann þoldi ekki hvað hún reykti mikið. Stallone er manískur varðandi heilsu og útht og passar upp á Rambo-líkamann. Hann gat alls ekki sætt sig við að Andrea púaði eitrinu framan í hann. Þar sem hún vildi ekki hætta að reykja varð hún að sætta sig við uppsögn hans. Stallone byrjaði að vera með Andreu stuttu eftir að hann hætti með Janice Dickinson og talaði um að hún breytti lífi sínu. En nú er sagan öll. Þar fyrir utan mun Andrea ekki þéna af Stallone krónu því hann ætlar ekki að láta hana fá fyrir sígar- ettum. Þær Sasha Stallone og Gitte Nielsen þénuðu hins vegar flott á því að skilja við Rambó-karlinn. Heilsunnihrak- arhjáKatharine Hepbum Katharine Hepbum, sem fyrir stuttu átti 87 ára afmæii, er ekki heilsuhraust. Vinir hennar segja þó að viljastyrkur gömlu konunnar sé svo mikill að hann yfirvinni alla heilsubresti. Warren Beatty og eiginkona hans, Annette Bening, sem réðu Katharine Hepburn í hlutverk í kvikmynd sinni, Love Affair, segja að þrátt fyr- ir að aldurinn hafi sett mark sitt á leikkonuna hafi þau orðið fyrir mikl- um áhrifum frá henni enda hafi hún starfað mjög fagmannlega. Sagt er að lífið hafi misst gildi sitt fyrir leikkonuna þegar ástmaður hennar, leikarinn Spencer Tracy„ dó. Þau giftust aldrei, enda var hann kvæntur, en þau gátu ekki fahð ást sína, hvorki í kvikmyndum sem þau léku í né í éinkalífinu. Elísabet gat notað minkinn Elísabet drottning hefur ekki þorað að ganga í minkapelsinum sínum í nokkur ár vegna hræðslu viö dýra- vemdarsinna. Þegar hún var í heim- sókn í Rússlandi fyrir stuttu gat hún hins vegar tekið með sér minkapels- inn og notað hann óspart enda pelsar nánast hversdagsfot þar í landi Ólyginn uon jonnson, sem þekkt astur er fyrir leik sinn í saka- málaþáttunum Miami Vice, hefði fengiö nýtt tækifæri hjá sjón- varpsstöðinni CBS. Að afloknum 100 daga afvötnunarkúr á Betty Ford-stofnuninni fær hann að leika svipað hiutverk í nýjum myndaflokki. Nú bfða menn spenntir effir að sjá hvernig Don stendur sig án Melanie Griffith sem hann er nýskiiinn við. ... að Albert prins af Mónakó og Jennifer Grant, einkabarn Cary Grants, væru vinir. Cary og móð- ir Alberts, Grace prinsessa, voru góðir vinir á sínum tima. Ekki þykir iíklegt að Albert og Jennifer verði par því hún er gift. að Linda Gray hefði notið þess að vera með barnabarninu sínu á sirkussýningu á dögunum. Linda leikur nú i sjónvarps- myndafiokki um fyrirsætur en framleiðandinn er sagður hafa viljað fá Joan Colllns með í þáttaröðina til að gera hana svo- iitið hressilegri. ... að Brigitte Bardot og eigin- maður hennar, Bernard, hefðu verið með svo mikil læti i ibúð sinni f París að kalla hefði þurft á lögregluna. Sagt er lögreglan hafi þurft að beita táragasi til að skakka leikinn. ...að nú hafi söngvarinn og lagasmiöurinn Neil Diamond yf- irgefið konu sina Marcia eftir 24 ára sambúð. Petta var annað hjónaband Neils. Hann á tvær dætur með fyrri eiginkonu sinni og tvo syni með Marcia.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.