Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1994, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1994 Stuttar fréttir hefar lýst yfir stuöningi viö bar- áttu sjúkraliða fyrir bættum kjörum sér til handa. SUSandmælH’ Samband ungra siálfstæðis- manna fagnar tillögum ríkis- stjómarinnar í skattamálum. Hátekjuskattur og áform um fjár- magnstekjuskatt em þó unglið- unura ekki aö skapi. Skóiastjórarfagna Skólastjórar listaskólanna fagna framkomnu iagafrumvarpi um listmenntun á háskólastigi. Ljúka á fyretu uroræöu um frum- varpið á Alþingi í dag. BreytUrtímar Nokkrir þingmenn leggja til að rikisstjórnin hraöi endurskoðun ákvæða hegoingarlaga um meið- yrði og undirbúi lagasetningu um prent- og tjáningarfrelsi í sam- ræmi við breytta tíma í fjölmiöl- un. RÚV greindi frá þessu. Aukin sedlanotkun Greinileg aukning hefur orðið á undanfómum mánuðum í notk- un seðla í peningaviðskiptum. Að mati Seðlabankans ber þetta vott um aölögun fólks aö nýjum gjald- skrám banka og sparisjóða. Evrópuráðuneytið Ejölga á fulltrúum íslenskra ráðuneyta í Brassel úr 3 í 7. Sam- kvæmt RÚV er kostnaðurinn áætlaður mn 20 milijónir. ÍSALstyrkirStígamót íslenska álfélagið hefur fært Stigamótum hálfrar milljónar króna styrk. Ámóta styrkir hafa veriö veittir í desember undan- farin ár til þeirra sem beijast fyr- ir þá sem minna mega sín. Verðlækkun á skinnum Skinnauppboöi lauk ' í Kaup- mannahöfh í gær. Á uppboðinu lækkaði verð um tæpan þriöjung á minka- og refaskinnum. Minna atvinnuleysi Atvinnuleysi á íslandi var minna á áranum 1991 til 1993 en í nágrannalöndunum. Þetta kem- ur fram í nýrri vinnumarkaðs- skýrslu Hagstofunnar. Vottun á viðhaldsstöð íslandsflug hefur hlotið vottun á viðhaldsstöð sinni frá Evrópu- sambandi flugmálastjóma. Þetta opnar flugfélaginu aukna mögu- leika á viðhaldsverkefnum hér heima og erlendis. MiHJónastifarþeginn Flugleiðir hafa í fyrsta sinn náð því að flytja eina miiljón farþega í innan- og utanlandsflugi á einu ári. Milljónasti farþeginn var heiðraöur sérstaklega í flugi til Kaupmannahafnar í gær. Minnitékkanotkun Stórlega hefur dregið úr tékka- notkun hér á landi. Heildarvelta tékka á fyrstu 10 mánuðum árs- ins var 022 milþarðar samanboriö við 926 milljarða i fyrra. Svokallaöar friðarömmur hafa skoraö á ömmur og afa aö gefa bömum ekki í jólagjöf leikföng sem gera ofbeldi og stríð að leik og skemmtun. Sérstakur stjómsýsiudórastóU er ekki æskilegur. Þetta kemur fram í áfangaskýrslu nefhdar úm aðgang almennings aö opinber- um upplýsingum. RÚV greindi fráþessu. -kaa Fréttir Fulltrúar Irving Oil hittu LlÚ-forystuna í gær: Vilja flytja inn og dreifa skipaolíu - hafa kynnt sér skýrslu LIÚ um olíuverð til fiskiskipa Arthur Irving jr., sonur forstjóra kanadíska olíufélagsins Irving Oil, hefur verið staddur hér á landi síð- ustu daga í viðræðum við ýmsa aðila vegna áforma félagsins um að heíja starfsemi á íslandi. Meöal þeirra sem Arthur yngri hitti í gær voru for- ráðamenn Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, en Irving OU hef- ur uppi stór áform um að þjónusta íslenskan sjávarútveg með oUu, með- al annars með því að flytja inn skipa- oUu og dreifa henni tíl íslenskra út- geröa sem eru langstærstu kaupend- ur oUu á íslandi. Samkvæmt heinúldum DV höfðu forráðamenn Irving Oil mestan áhuga á að kynna sér efni skýrslu sem LÍÚ lét VSÓ-Iöntækni gera fyrr á þessu ári um olíuverð tíl fiskiskipa. Helsta niðurstaða skýrslunnar var sú að útgerðin í landinu gæti sparað 650 miUjónir króna á ári ef hún ann- aðist sjálf innflutning og dreifmgu á olíu innanlands. í skýrslunni var gert ráð fyrir miðstöð í Helguvík og fjórum afgreiðslustöðum á lands- byggðinni en eins og kom fram í DV á dögunum hefur Irving OU veriö boðin aöstaða í Helguvík. HeimUdir DV herma að máUð sé hins vegar ekki komið á það stig að Irving OU sé búið að óska formlega eftir því að annast oUuinnflutning og dreifingu fyrir útgerðina en áhuginn fyrir slíku sé vissulega fyrir hendi. I skýrslunni var miöaö við inn- flutning á einni tegund skipaoUu og stuðst við veröútreikninga á tímabU- inu frá október 1993 til janúar á þessu ári. VSÓ-Iðntækni reiknaði það út að Utri af skipaolíu gæti kostað 12,40 krónur ef útgerðin flytti sjálf inn ol- íuna, sem var 2-3 krónum minna en oUufélögin buðu á þessu tímabiU. Fjárhagsáætlun borgarinnar: SjáKstæðismenn með eigin tillögu Ami Sigfússon, oddviti Sjálfstæð- isflokksins, segir að borgarstjómar- flokkur sjálfstæðismanna leggi fram heUdstæða tiUögu að fjárhagsáætlun borgarsjóðs árið 1995 í tengslum við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun á borgarstjómarfundi í lok janúar. Samkvæmt heimUdum DV er þetta í fyrsta skipti sem minnihluti í borgar- stjórn leggur fram heUdstæða tiUögu vegna fjárhagsáætlunar í borginni. Minnihlutinn hefur áður aöeins komið með athugasemdir við ein- staka þætti í fjárhagsáætlun borgar- innar og tiUögur vegna þeirra. „Viö munum að sjálfsögðu leggja fram grunn að því hvernig við sjálf- stæðismenn hefðum tekið á fjármál- um borgarinnar. Okkar áætlanir munu ekki brjóta loforð sem gefin vora til Reykvíkinga af báðum Ust- um um að skattar yrðu ekki hækkað- ir. Það er mun eðUlegra að leggja fram svona pakka því aö við höfum gagnrýnt forvera R-listamanna í borgarstjóm fyrir aö leggja aöeins fram tiUögur um aukin framiög en hvergi bent á hvar ætti aö skera nið- ur,“ segir Ámi Sigfússon. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í gær þar sem hún var á fundi um fjárhagsá- ætlun í borgarráði. Borgarráðs- mennimir hittast aftur í dag til að fara yfir drögin. Gert er ráð fyrir aö fyrri umræða um fjárhagsáætlun fari fram í borg- arstjóm í lok janúar og síðari um- ræða í byrjun febrúar og verði fjár- hagsáætlun þá afgreidd. Borgarráðsmennirnir Pétur Jónsson, Árni Sigfússon og Guðrún Ágústsdótt- ir fara yfir drög að fjárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir næsta DV-mynd ÞÖK ,r ö d d FOLKSINS 99-16-00 Á ríkið að skipta sér að mannanöfnum? Alllr i stafrana kertlnu meft tftnvaUslma geta nýtt sér þessa þjénustu. Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. Já jJ Nel _2j Listi yfir söluhæstu bækur - síöustu viku - 1. (1) Sniglaveislan - Ólafur Jóh. Óiafsson 2. (3) Fólk og firnlndi - Ómar Ragnarsson 3. (2) Enn fleiri athuganir Berts - Jakobsson & Olsson 4. (4) Útkall Alfa TF-SIF - Óttar Sveinsson 5. (8) Mannakynni - Vilhjálmur Hjálmarsson 6. (5) Grandavegur 7 - Vigdís Grímsdóttir 7. (6) Óskars saga Halldórssonar - Ásgeir Jakobsson 8. (9) Amó Amas - Þorgrímur Þráinsson 9. - Sorry mister boss - Þóröur Jónsson 10. - Blautir kossar - Smári Tölur Innan svlga tákna röö bóka á síöasta llsta Fólk og fimindi í öðru sæti á bóksöluiista DV: Nýt fyrri bókar - segir Ómar Ragnarsson, höfundur bókarinnar „Ég geri ráð fyrir því að ég njóti skrifanna af bókinni sem ég skrifaði • á síðasta ári, Manga með svartan vanga. En því verður ekki neitað að ég hef fundið fyrir sterkum meðbyr með bókinni undanfarið, á ferðum mínum við að árita bækur,“ sagði Ómar Ragnarsson, höfundur bókar- innar Fólk og fimindi sem situr nú í öðra sæti listans. í fyrsta sæti listans situr, sem fyrr, Sniglaveislan, skáldsaga Ólafs Jó-. hanns Ólafssonar. Unglingabókin Enn fleiri athuganir Berts eftir Jacobsson og Olsson, dettur úr öðru sætinu í það þriðja og Útkall Alfa TF-SIF, þyrlubók Öttars Sveinssonar situr áfram í íjórða sætinu. Bók Vilhjálms Hjálmarssonar, Mannakynni, hækkar sig úr 8. sæt- inu í það fimmta, Grandavegur 7, bók Vigdísar Grímsdóttur, er í 6. sætinu og Óskars saga Halldórssonar er í því sjöunda. Þorgrímur Þráinsson er höfundur bókarinnar í 8. sæti, Amó Amas, en bækurnar í tveimur næstu sætum era nýjar á lista. Þaö er Sorry mister boss eftir Þórö Jónsson og unglingabókin Blautir kossar eftir Smára Frey og Tómas Gunnar. Næstar eru íþróttabókin NBA- stjömumar, i luktum heimi, Að elska er að lifa, Krappur lífsdans og Skáldið sem sólin kyssti. Bókaverslanimar sem taka þátt í sölukönnun DV eru: Penninn í Hall- armúla, Hagkaup í Skeifunni og Kringlunni, á Akureyri og í Njarö- vík, Bókaverslunin Sjávarborg í Stykkishólmi, Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki, Bókabúð Sigurbjöms Brynjarssonar á Egilsstöðum, Kaup- félag Árnesinga á Selfossi og Bóka- búð Keílavíkur. Fengnar eru sölutöl- ur síöustu viku og geröur listi yfir 10 söluhæstu bækurnar í hverri verslun. Eru gefin stig, 1-10, eftir röðinni á listimum. ! Samkomulag í leigudeilunni Samkomulag hefur tekist á íbúö sína. Samkomulag náðist á milli Guðrúnar Fossdal, leigj-' milli lögmanns leigusalans og anda við Freyjugötu, og leigusala lögfræöings Leigjendasamtak- hennar. anna um að finna nýtt húsnæði Eins og greint var frá í DV í gær fyrir Guðrúnu og tókst það. i skipti leigusali hennar um skrá á Samkvæmt upplýsingum DV t íbúð sem hún leigði af honum veröa ekki frekari eftirmálar af ■ þannig að hún komst ekki inn í málinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.