Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 27. MARS 1995 Fréttir Aðalfundur KE A: Yf ir 90 milljóna tap á vatnsútf lutningi hagnaður af reglulegri starfsemi tæpar 120 milljónir Gylfi Kiistjánsson, DV, Akuieyii: Hlutdeild KEA í tapi dótturfyrir- tækjanna AKVA og AKVA USA, sem eru fyrirtæki í vatnsútflutningi frá Akureyri, nam á síðasta ári 92 millj- ónum króna. Þetta kom fram á aðal- fundi KEA sem haldinn var á Akur- eyri um helgina. í skýrslu stjómar og kaupfélags- stjóra, sem lögð var fram á fundin- um, kom fram aö gert er ráð fyrir að AKVA USA, sem er söluaðili vatnsins í Bandaríkjunum, geti fjár- magnað sig sjálft á þessu ári og í framtíöinni. „Ef það tekst ekki er um tvennt að velja, það hætti starfsemi Frá aðalfundi KEA um helgina. Jóhannes Sígvaldason formaður i ræðustól lengst t.v. en stjórn og kaupfélagsstjóri sitja honum aö baki. DV-mynd gk eða aðrir en KEA sjái því fyrir íjár- magni sem er frekar ólíklegt. Arið 1995 er því væntanlega úrshtaár varðandi það hvort þessi tilraun með vatnsútflutning tekst eða ekki“, segir í skýrslunni. Hagnaður af reglulegri starfsemi KEA á síðasta ári nam 118 milljónum króna miðað við 70 milljóna króna tap árið áður. Hlutdeild KEA í tapi dótturfyrirtækjanna nam hins vegar 79 milljónum króna. Þar var tap vatnsútílutningsfyrirtækjanna sem fyrr sagði 92 milljónir en hagnaður af rekstri annarra dótturfyrirtækja nam 13 milljónum króna. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fjöldi ökumanna lenti í erflð leikum um miðjan dag á laugar dag í óveðri sem skall skyndilega á í Eyjafirði. M.a. þurfti að kalla út björgunarsveit á Dalvík til að aðstoða ökumenn viö aö komast á milli Akureyrar og Dalvíkur. Talsvert margar bifreiðar vqru fastar í sköflum á veginum á Ár- skógsströnd og var brugðið á það ráð aö senda öflugt tæki á móti þeim og aðstoða þá við að komast leiðar sinnar. Eftir að leik KA og Vals í handbolta lauk á Akureyri var fjöldi bíla á leiöinni út með firöinum en lögreglan ákvað að láta þá bíða þar til veðrið gengi niður og það varð um kvöldmat- arlej tiö. Samherjatogarinn Akureyrin EA-110 kom til heimahafnar á Akureyrl um helgina frá Póllandi. Þar var skipið m.a. lengt og er nú orðið lengsta skip ísienska fiskveiðioflotans, rétt tæplega 72 metra langt. Að auki voru ýmsar aðr- ar breytingar framkvæmdar á skiplnu sem er elsta skip Samherja. Skipið, sem hét áður Guðsteinn, var fyrsta skip þeirra Samherjamanna og hefur reynst einstakt afla- og happaskip. Myndin er af Akureyrinni við bryggju á Akureyri um helgina. DV-mynd, gk Akureyri: Kennarar yf ir- tóku f und Davíðs Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Kennarar flölmenntu á almennan fund Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra, sem haldinn var á Akureyri um helgina, og má segja að þeir hafi yfirtekið fundinn að loknu ávarpi hans og efstu manna framboðslista flokksins á Norðurlandi eystra. Það sama gerðist reyndar á sams konar fundi á Húsavík á fóstudagskvöld. Kennarar söfnuðust saman á Ráð- hústorgi fyrir fundinn og um 50 þeirra komu saman í fundarsalinn á skemmtistaðnum 1929 þar sem fund- urinn var haldinn. AUs voru um 200 manns á fundinum. Kennarar fengu engin ákveðin svör við spumingum sínum um hugsan- leg lok verkfalls þeirra, enda málið í höndum ríkissáttasemjara, og á fundinum á Húsavík lýsti Davíð því yfir aö hann hefði enga hugmyndum hvað myndi felast í tiUögu sáttasemj- ara kæmi hún fram. Davíð ræddi m.a. það sjónarmið Sjálfstæðisflokksins að innganga í Evr- ópusambandið sé ekki á dagskfá.. „Við höfum tryggt aUa viðskiptahagsmuni okkar með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, þar yrði engu um breytt þótt við gengjum í ESB. Við höfum tryggt hagsmuni unga fólksins, menntunarmöguleika, menningar- möguleika og aðUd að vísindastarfi í Evrópu,“ sagði Davíð m.a. í dag mælir Dagfari Fatlaðir fá á snúðinn Frá og með deginum í dag hafa kennarar ákveðið að feUa niður kennslu sína og umönnun varð- andi fötluð börn. VerkfaUsnefnd kennara hefur ákveðið að fram- lengja ekki undanþágu sína um kennslu fyrir fatlaöa frá og með deginum í dag. Skýringar eru meðal annars þær að neyðarástand hafi mjög víða skapast vegna verkfaUsins og verk- faUsstjórnin telur sér ekki fært að afstýra ófremdarástandi í einstök- um tilfeUum. Hún vUl ekki gera upp á milU einstakUnga og vUl að neyðarástandið gangi jafnt yfir aUa. Ennfremur segir verkfalls- nefndin að íjármálaráðuneytið hafi neitaö að svara því hvort kennarar sem starfa á undanþágu fái sömu laun og áður og nefndin telur sér ekki fært að standa að ákvörðun- um sem gera félagsmönnum skylt að vinna á smánarlaunum í verk- fallinu. Þessar röksemdir tekur Dagfari heilshugar undir. í fyrsta lagi er það ekki sök kennara ef einhver böm era fötluð. Það er vandamál fötluðu bamanna og þeirra fjöl- skyldna sem að þeim standa. Þeim var nær að eiga fötluð börn. Kenn- arar sinna ekki fötluðum bömum umfram venjulegum börnum, enda ganga verkföll jafnt yfir alla. Sér- staklega þegar ófremdarástand rík- ir. Fötluð böm eiga engan rétt á því aö sleppa við ófremdarástand fremur en aörir og þau eiga í sjálfu sér að vera kennuram þakklát fyr- ir að hafa veri á undanþágu í heilar fimm vikur frá því verkfalhð hófst. Það var ekkert sjálfgefið, enda var tilgangur verkfahsins einmitt sá að skapa sem mesta kaos og neyð og láta fólk finna fyrir því að kennarar eru í verkfalh til aö fá hærri laun. Umönnun og kennsla á fötluðum bömum er göfugt verk, sem kenn- arar hafa tekið að sér. Eðlilegt hefði verið að kennarar heföu strax feht niður vinnu við fötluð böm til að láta neyðina sem því fylgir bitna strax og með fuhum þunga á að- standendum bamanna. Þetta gerðu kennarar ekki og það sýnir göfug- lyndi þeirra og tilfmningar gagn- vart fótluðum og sýnir hvað kenn- arar eru góöir. Þeir heföu getað látið þetta ógert. Þessi miskunnsemi hefur ekki verið metin. Það hefur enginn þakkað kennurum fyrir að veita undanþágur gagnvart fótluðum bömum og úr því ahir taka þetta sem sjálfsagðan hlut er nú komið að því að kennarar nenna ekki lengur að vera góðir og vhja sýna það svart á hvítu hverjir það era sem ráða í þessu verkfalh. Úr því ríkisstjómin er svo harð- bijósta að neita kennuram um launahækkanir og samninga, er það mat verkfahsnefndarinnar að láta þá fötluð börn og aðstandendur þeirra fmna hvar Davíð keypti öhö. Þeir skulu fá að blæða fyrir skhn- ingsleysi ríkisvaldsins. Fötluö börn og foreldrar þeirra skulu svo sann- arlega átta sig á því að ef Davíð og Friðrik semja ekki þá er það ekki kennurum að kenna að fötiuð börn fá ekki kennnslu heldur ráðherr- unum. Það er heldur engin sanngirni í því að fötluð börn og foreldrar þeirra sleppi við ófremdarástand þegar enginn annar sleppur. Hvers vegna ættu fötluð böm að fá notið þeirra forréttinda að skorast undan því að búa við neyð þegar þau hafa haft það afar gott í verkfalhnu fram að þessu. Fötiuð börn hafa ekki fundið fyrir neinum óþægindum af verkfalhnu frekar en alla aðra daga og þau hafa í ramúnni haft það svo gott að það telst fullkomið ranglæti að láta þau komast upp með það áfram. Svo er hka hitt að þaö er ófært að láta kennara líða fyrir þaö að kenna fötluöum börnum meðan aðrir þurfa ekki að kenna. Það er ekki hægt að bjóða fuhfrískum kennurum upp á það að kenna föti- uðum börnum þegar laun þeirra era í fullkominni óvissu. Kennarar hða fyrir þaö og skitt veri þá um bömin og foreldra þeirra á meðan. Óvissa kennaranna er miklu alvar- legri heldur en óvissa fötiuðu bam- anna. Það hlýtur öllum að vera ljóst. Nú er ríkisvaldið að sverfa að kennurum með afarkostum eftir að hafa neitað þeim um þá peninga sem kennarar hafa krafist. Þá verð- ur verkfahsnefndin að grípa til sinna ráöa og hefna sín og þær hefndir era árangursríkastar ef það bitnar á þeim sem síst skyldi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.