Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1995, Side 44
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Lögreglumenn á Akureyri, sem voru aö keyra inn í bæinn aö norðan- verðu í fyrrinótt, sáu skyndilega ökutæki koma á móti sér á röngum vegarhelmingi. Þeir stöövuöu bif-' reiðina og þeim sem á móti þeim kom á fleygiferö tókst að foröast árekstur. Þama reyndist á feröinni „blind- fullur maöur á vélsleöa" eins og varðstjóri lögreglunnar oröaöi þaö. Þegar hann haíöi komist fram hjá lögreglubílnum geystist hann upp á snjóskafl utan vegar og flaug fram af honum eina 17 metra. Sleðinn lenti á skíðunum og ökumaðurinn kastaö- ist þá fyrst af sleðanum og lá eftir nokkra metra í burtu. „Stúturinn" var fluttur á slysadeild en þar réðst illa viö hann sökum ölv- unar svo hann var fluttur rakleitt í fangageymslu þar sem hann fékk að sofa úr sér. LOKI Getur Kaninn ekki notað Patríot-flaugará kvikindin? Rlkissáttasemjari: Annasamur mánudagur Embætti ríkissáttasemjara á anna- saman mánudag fyrir höndum. Auk þess að leggja fram sáttatillögu í kennaradeilunni á fundi klukkan 11 verða fundir með þremúr stéttarfé- lögum eftir hádegi í dag. Fundur meö Flugfreyjufélagi ís- lands hefur verið boðaður klukkan 13 í dag en viðræður í gær urðu ár- angurslausar. Klukkan 14 mæta fuiltrúar versl- unardeildar Verkalýðsfélagsins Jök- uls á Höfn í Hornafirði í húsakynni sáttasemjara en félagið hefur boðað verkfall 100 verslunarmanna á Höfn frá 31. mars nk. Fundur með leikurum hjá Ríkisút- varpinu hefur síðan verið boðaður klukkan 16. Vonir standa til að þetta verði ekki mánudagur til mæðu. Gekkber- serksgang við bilasölu Lögreglan handtók snemma í gær- morgun mann sem gengiö hafði ber- serksgang við bílasölu í Reykjavík. í fyrstu var tahð að maðurinn hefði skemmt tvo bíla en þegar Mða tók á morguninn kom í ljós að maðurinn hafði stórskemmt þriðja bílinn. Mað- urinn hafði ekki verið yfirheyrður síðdegis í gær en hann var þá enn í haldi. -PP Brynja Björk Harðardóttir, nítján ára Njarðvíkurmær, var kosin fegurðar- drottning Suðurnesja á laugardagskvöld. Um helgina var einnig valin feg- ursta stúlkan á Suðurlandi. Sjá nánari fréttir á bls. 6 DV-mynd ÆMK Sáttatillaga 1 kennaradeilimni lögö fram í dag: Önnin ónýt verði tillagan felld Þórir Einarsson ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir kenn- ara og ríkisins á sinn fund klukkan 11 í dag í Karphúsinu. Þar leggur hann fram sáttatillögu til lausnar kennaradeilunni. Fulltrúaráð kenn- arafélaganna tekur tillöguna til um- fjöllunar síðar í dag. Verkfall kenn- ara hefur nú staðiö yfir í fimm vikur og ræður dagurinn í dag úrslitum. Samtímis sáttatillögunni verða lagðar fram samræmdar tillögur menntamálaráðuneytisins um hvemig unnt verður að ljúka skóla- starfi annarinnar í grunn- og fram- haldsskólum landsins. Menntamála- ráðherra átti fundi um helgina með fulltrúum skólastjóra og -meistara. Gengið var út frá því að sáttatillagan yrði samþykkt og verkfalli aflýst í vikunni. Verði tillagan felld eru menn sammála um að vorönn ónýtis. Mikil leynd hefur ríkt yfir inni- haldi sáttatillögunnar. Menn telja þó ljóst að hún nái til þriggja stórra þátta, þ.e. launaflokkaröðunar, kennsluskyldu og skipulagsbreyt- inga í grunnskólum. Talsmenn kennarafélaganna, sem DV ræddi við í gærkvöldi, sögðu að til að sáttatillaga Þóris yrði sam- þykkt yrði hún að innihalda veruleg- ar bætur frá þeim tillögum sem samninganefnd ríkisins hefur lagt fram til þessa í deilunni. Leynd hefur sömuleiðis hvílt yfir þeim tillögum sem menntamálaráð- herra ætlar að leggja fram um skóla- starfið. Einn skólameistari sem aö tillögunum vann orðaði þaö þó þann- ig í samtali við DV að yröi verkfalli aflýst í vikunni yrði sömu gæðakröf- um haldið uppi í skólunum og engin „útsöluskírteim“ gefin út. Minkar á varnarsvæðinu Vart hefur orðið aukinnar umferð- ar villiminka í íbúðarhverfum varn- arliðsmanna á varnarsvæðinu. Að auki er vitað um tvö tófugreni á svæðinu. Engar aðgerðir hafa verið ákveðnar gegn dýrunum. „Það hafa verið skjálftar hérna að undanfórnu. Þeír voru fyrst norðan við Hverageröi en þeir hafa færst nær og það liggur hérna sprunga i gegnum bæinn og við höfum áhyggjur af þvi hvaða áhrif það kynni að hafa á gróðurhúsin ef hér kæmi skjálfti sem ætti upp- tök sín nær en veriö hefur,“ segir Einar Mathiesen; bæjarstjóri og formaður Almannavamanefndar Hveragerðis. Síðastliðinn fóstudag sendi Al- majinavarnanefnd bæjarins frá sér tilkynningu til allra garðyrkju- bænda í bænum. Þar segir að Al- mannavarnanefndin teiji „af þessu tilefni ástæðu til þess að vara garö- yrkjubændur við þeim hættum sem fylgja atburöum af þessu tæi. íhuga mætti hvort notkun öryggis- hjálma í gróöurhúsum með gler- þekju sé ekki skynsamleg við þess- ar aðstæður." Ennfremur segir í tilkynning- unni að þar sem margt bendi til þess að upptök skjálftavirkninnar eigi eftir aö færast nær Hveragerði megi gera ráð fyrír aukinni hvera- virkni en ekki er talin hætta á skemmdum á burðarvirki húsa en minniháttar skemmdum megi bú- ast við. „Gler kann t.d. að falla úr þekjum einhverra gróðurhúsa." Einar vildi gera sem minnst úr hættunni, sagði að hér væri aðal- lega verið aö vekja athygli á því sem hugsanlega kynni að gerast. Ekki yröi fylgst sérlega með hvort menn færu eftir því sem lagt væri til í tilkynningunni. Engu að síöur er i niðurlagi tilkynningarinnar tahn ástæða til aö minna á jarð- skjálfta í Hveragerði árið 1947. „Muna margir eldri Hvergeröingar eftir þeim atburöum." „Við fengum þetta bréf í gær og höfum nú ekki enn gefiö okkur tíma til að ræða um þetta en hugs- anlega munum við taka upp á því að ganga með hjálm viö störf okk- ognagrenm ar. Þetta ástand vekur sannarlega ugg í brjóstí, okkar og það hefur hvarflað að okkur áður að ganga með hjálm tíl starfa í gróðurhús- um,“ sagði Magnea Ásdís Árna- dóttír garðyrkjubóndi í samtah við DV í gær. Um 6500 til 7000 fermetra gólflöt- ur er undir gleri í Hveragerði og nágrenni og starfa ijölmargir undir því. Á nýliðnu Alþingi var borin upp þingsályktunartihaga þar sem þingmenn Suðurlands lögðu tíl að mannvirki á Suðurlandi yrðu tekin út með tihití til styrkleika og jarð- skjálfta. Ekki varð af samþykkt þeirrartillögu. -pp Veðriö á morgun: Víða létt- skýjað Á morgun verður suðvestan- kaldi og dáhtil slydda eða snjóél um landið vestanvert en hæg breytileg átt og léttskýjað í öðrum landshlutum. Vindur snýst í vax- andi suðaustanátt annað kvöld. Hiti verður á bihnu + 3 til -5 stíg. Veðrið í dag er á bls. 52 Flexello Vagn- og húsgagnahjól §\ruls&n SuAuríandsbraut 10. S. 686489. Ltm alltaf á Miðvikudögnm FRETTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIOSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA* AFGREIÐSLU: 563 2777 KL6-8 LAUGAftDAGS- OG MANUDAGSMOftGNA Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 27. MARS 1995. „Stútur“ á ferðinni: Flaug 17 metra á vélsleðanum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.