Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Page 10
10
LAUGARDAGUR 10. JÚNl 1995
Flutti til Svíþjóðar og setti upp sitt eigið kvikmyndafyrirtæki:
Heimur kvikmynd-
anna heillaði mig
- segir Anna G. Magnúsdóttir sem lét gamlan draum rætast
Anna G. Magnúsdóttir flutti tii Sviþjóðar árið 1993 og setti upp fyrirtæki sem framleiðir kvikmyndir. Henni hefur
vegnað vel og verk hennar hafa vakið athygli. Mynd Leifur
„Við erum í miðjum tökum á stutt-
mynd sem heitir Sumariö ’91. Þær
tökur fara fram á Gotlandi í Svíþjóð.
Myndin byggist á þeim atburðum
sem áttu sér stað í fyrrum Júgóslav-
íu þegar stríöið braust út. Hún fjallar
um ungan mann sem er kallaður í
herinn og lendir í skriðdrekasveit-
inni. Honum er skipað aö skjóta á
fólk og allt sem á vegi hans verður í
því umhverfi þar sem hann er alinn
upp. Þegar hann spyr gagnrýnna
spurninga varðandi stríðið og neitar
að skjóta á fólk verður þaö til þess
aö aðrir skjóta hann. Myndin gerist
nánast öll á dauðastund þessa unga
manns sem neitar að hlýða skilyrðis-
laust,“ segir Anna G. Magnúsdóttir,
kvikmyndaframleiðandi í Svíþjóð.
„Þessi mynd er íjármögnuð meö fé
frá sænsku kvikmyndastofnuninni,
sænska sjónvarpinu, rás tvö, og
einnig frá danska stuttmyndasjóðn-
um. Þaö mun þýða að bæði sænska
og danska sjónvarpið munu sýna
myndina. Sumarið 91 verður full-
kláruð í haust og það væri skemmti-
legt ef íslenska sjónvarpið hefði
áhuga á að sýna hana líka,“ segir
Anna ennfremur.
íslensk leikkona
fer með hlutverk
Hún hefur fengið Guðrúnu Gísla-
dóttur leikkonu til að leika í mynd-
inni. „Við vorum að leita aö góðri
leikkona sem hefur rétta útlitið og
mér fannst Guðrún hafa það. Hún
hefur tjáningarríkt andlit. Einnig
erum við með mjög þekktan leikara
sem heitir Rade Serbedja frá Króatíu.
Hann býr í London og lék í kvik-
myndinni Before the Rain sem er ein
af þeim myndum sem tilnefndar voru
til óskarsverðlauna sem besta er-
lenda myndin. Einnig erum við með
ungan leikara frá Zagreb, Nenad
Svetko, sem leikur aöalhlutverkiö."
Anna segir að þessi litla kvikmynd,
sem verður aðeins 12-15 mínútur, sé
mjög spennandi verkefni. „Þetta er
áhrifarík saga og einnig munum við
vinna myndina á mjög myndrænan
hátt með sérstökum linsum. Þó
myndin sé stutt er allt umstangið í
kringum hana eins og um kvikmynd
í fullri lengd sé að ræða þar sem
mikið af tækjum og tólum þarf til aö
vinna hana. Meðal þess eru fimm
skriðdrekar sem við fáum hjá hern-
arðaryfiröldum í Svíþjóð. Þetta er því
mjög spennandi verkefni og kreíj-
andi á margan hátt. Leikstjóri mynd-
arinnar heitir Antonia D. Carnerud,
hún er sjálf frá Króatíu en hefur
búið í Svíþjóð í fimmtán ár. Hún
hefur gert sex kvikmyndir en þetta
er fyrsta myndin sem hún leikstýr-
ir.“
Heimildarmynd
um kvennabolta
Anna hefur verið búsett í Stokk-
hólmi frá árinu 1993 og rekur þar
sitt eigið kvikmyndafyrirtæki. Hún
hefur framleitt nokkrar myndir sem
allar hafa hlotið góða dóma og verið
vel tekið. Um síðustu helgi sýndi
sænska sjónvarpið, rás eitt, heimild-
armynd um kvennaknattspyrnu sem
Anna framleiddi. Hún vakti mikla
athygli og fékk góða dóma. Um þess-
ar mundir stendur einmitt yfir HM
í kvennaboltanum í Svíþjóð og var
þessi heimildarmynd, En film om
fotboll, send út á besta sýningartíma.
„Þetta er klukkustundarlöng mynd
um kvennaknattspyrnu og ég fékk
Sigurð S. Jónsson til að koma hingað
og klippa hana ásamt sænskum
klippara, Carinu Hellberg."
Unnið á
mörgum sviðum
Anna stundaði nám í kvikmynda-
gerð og fjölmiðlun við Dramatic Inst-
itute í Stokkhólmi á árunum 1982-
1986. Hún kom síðan aftur heim,
starfaði við þáttagerð hjá ríkisút-
varpinu og gerði heimildar- og
fræöslumyndir fyrir Námsgagna-
stofnun. Hún starfaði viö kvikmynd-
ina Svo á jörðu sem á himni eftir
Kristínu Jóhannesdóttur og rak fyr-
irtækið Teiknimyndagerðina hf.
Anna stundaði m.a. kennslu við
mennta- og grunnskóla. Einnig hélt
hún fjölmörg námskeið fyrir kenn-
ara á vegum KHÍ og HÍ um notkun
myndbanda og fjölmiðla við kennslu.
Þá var hún með námskeið í Tóm-
stundaskólanum. Hún skrifaði enn-
fremur, ásamt Páli Ólafssyni kenn-
ara, bók um fjölmiöla sem notuö er
við kennslu. Það var hins vegar kvik-
myndaheimurinn sem heillaði hana
og segja má aö Anna hafi látið gaml-
an draum rætast er hún ákvað að
flytjast aftur til Stokkhólms ásamt
dóttur sinni, Erlu.
Nægverkefni
„Ég á töluvert af vinum hér sem
ég haföi samband við meðan ég var
á íslandi. Reyndar kunni ég alltaf
mjög vel við mig hér og var farin að
hugsa mér til hreyfings. Þegar ég
kannaði möguleikana sá ég að ekkert
var því til fyrirstöðu að koma hingað
og stofna mitt eigið fyrirtæki. Ég
ákvað því að láta á það reyna úr því
aö dóttir mín, sem þá var fimmtán
ára, var alveg sátt við það. Upphaf-
lega ætlaði ég að vera í eitt ár en þar
sem vel hefur gengið og okkur liöið
vel höfum við ekkert hugsað til heim-
ferðar. Verkefnin hafa verið næg.“
í fyrrahaust gerði hún kvikmynd-
ina Stúlkur fæddar 1960. Hún fjallar
um sex gamlar bekkjarsystur á Lett-
landi. „Sú mynd var frumsýnd í fe-
brúar á kvikmyndahátíðinni í Gauta-
borg. Konurnar segja frá sér og sínu
lífi eftir að Sovétríkin hrundu. Við
fengum verðlaun fyrir þá mynd á
hátíöinni. Þeir sögðu að þetta væri
fyndin, létt og skemmtileg mynd um
alvarlegt efni. Konurnar eru flestar
einstæðar mæður og hafa það fremur
erfitt, eru atvinnulausar og búa fá-
tæklega. Þetta eru hins vegar klárar
konur og fullar af krafti. Þær tala
mikið um karlmenn, jafnt gleði sem
vonbrigði. Það var einnig verúð að
sýna þessa mynd nýlega á kvik-
myndahátíð í Bornholm. Myndin á
reyndar eftir að fara víöar en verður
auk þess sýnd í sænska sjónvarp-
inu.“
Meðframleiðandi
í mörgum myndum
Anna segist jafnframt vera með
ýmis önnur verkefni sem eru styttri
á veg komin, meðal annars teikni-
myndasyrpu og bíómynd í fullri
lengd. Þá er hún með fmnskri konu
að framleiða kvikmynd sem verður
tilbúin í haust og verður sýnd bæði
í kvikmyndahúsum og sjónvarpi.
Hún Qallar um konu í Eistlandi sem
varð milljónamæringur nánast á
einni nóttu þegar Sovétríkin liðu
undir lok. „Eg fór til Helsinki um
daginn og skoðaði myndina og hún
lofar góöu. Einnig er ég að framleiða
tvær danskar kvikmyndir með Ar-
ena Film í Kaupmannahöfn í fullri
lengd. Önnur er nánast tilbúin og
hina erum við að fara í gang með,“
segir Anna.
Hún viðurkennir að það sé afar
sjaldgæft að konur framleiði kvik-
myndir. „Við erum tvær undir sama
þaki sem vinnum á svipaöan hátt.
Starfsemi okkar er aðskilin en við
deilum húsnæði og þaö kemur vel
út fyrir báðar. Þessi kona heitir An-
ita Oxburgh og er sænski meðfram-
leiðandinn á íslensku kvikmyndinni
Benjamín dúfa. Við getum verið hvor
annarri innan handar með ýmislegt
auk þess sem við auðgumst báðar af
samböndum okkur. Húsnæði okkar
er í miðborg Stokkhólms á mjög góð-
um stað,“ segir Anna ennfremur.
Frá Norðfirði í
hinn stóra heim
Anna er fædd og uppalin á Nes-
kaupstað. Hún flutti til Hafnarfjarð-
ar þegar hún var fimmtán ára göm-
ul. Það er langur vegur frá Norðfirði
í heim alþjóðlegra kvikmynda en
Anna segist alla tíð hafa veriö mikill
bíófíkill. Hún var þó orðin 27 ára
þegar hún fór utan í nám í kvik-
myndafræðum og lét þar meö gaml-
an draum rætast. Það hefur þó verið
enn meira stökk er hún ákvað að
leggja land undir fót fyrir tveimur
árum og stofna sitt eigið fyrirtæki
með kvikmyndir. „Ég hafði komist
að því, meðan ég vann heima á ís-
landi, að þetta var það sem áhugi
minn beindist helst að innan kvik-
myndagerðarinnar. Ég hef fengist
viö ýmislegt, verið upptökustjóri,
klippari, hljóðmaður, skrifað handrit
og fleira. Ég fann það líka, þegar ég
starfaði hjá útvarpinu, að þetta var
sá þáttur sem ég fann mig sterkasta
í. Þessi ákvörðun mín kom þó smám
saman," segir Anna.
Hún segir mun auðveldara að
starfa við fagiö í Svíþjóð en á ís-
landi. „Styrkveitingar til kvik-
myndagerðar eru meö allt öðrum
hætti en heima. Sænska kvikmynda-
stofnunin er með ákveðið fjármagn
til alls kyns kvikmyndagerðar. Hins
vegar eru þaö eingöngu framleiðend-
ur sem fá fjármagn og þeir skulu
bera ábyrgð. Hér er heldur enginn
umsóknarfrestur heldur er hægt að
sækja um hvenær sem er og styrk-
irnir eru veittir jafnóðum. Annað
hvort er hugmyndin keypt eða ekki
og menn þurfa ekki að bíða meðan
málið fer fyrir einhverja nefnd."
Anna segist ekki hrinda fram-
leiðslu í gang án þess að öll peninga-
mál séu á hreinu. „Maður fer ekki í
gang með mynd upp á von og óvon,“
segir hún. „Yfirleitt er langur undir-
búningstími að hverju verkefni.
Einnig er lögð talsverö áhersla á þró-
un handrita og sérstakir styrkir
veittir til þess.“
Gefur sig að
fullu í starfið
Anna segir að allnokkrar konur
starfi innan kvikmyndagerðarinnar
en sjaldgæfara sé að þær séu fram-
leiðendur. „Ég hef aldrei fundið fyrir
því að menn hugsi um mig sem öðru-
vísi framleiðanda af því að ég er
kona. Ég hugsa ekki einu sinni þann-
ig sjálf. Ef menn taka ákvörðun um
aö hleypa svona fyrirtæki af stokk-
unum þá verður aö leggja sig allan í
starfið og þá er sama hvort karl eða
kona á í hlut. Þetta er ekki unnið
með hálfum huga, maöur verður að
gefa sig starfinu. Merkilegra er,
finnst mér, hversu vel mér hefur
verið tekið þar sem ég er útlendingur
í þessu landi," segir Anna G. Magn-
úsdóttir.