Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Page 12
12 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995 Erlend bóksjá DV Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: The Chamber. 2. V.C. Andrews: . All That Glitters. 3. Mary Higgins Clark; Remember Me. 4. Dean Koontz: The Key to Midníght. 5. Johanna Lindsey: Untll Foreuer. 6. Michael Crichton: Congo. 7. Carol Shields: The Stone Diaries. 8. Meave Binchy: Circle of Fríends. 9. Sue Grafton: „K" Is for Killer. 10. Rosemary Rogers: ' The Teaplanter's Bride. 11. Nora Roberts: Hidden Riches. 12. Sandra Brown: Two Alone. 13. Linda Howard: Dream Man. 14. Allan Folsom: The Day after Tomorrow. 15. Dale Brown: Storming Heaven. Rit almenns eðlis: 1. Clint Richmond: Selenal 2. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 3. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 4. Hope Edelman: Motherless Daughters. 5. Thomas Moore: Care of the Soul. 6. Mary Pipher: Reviving Ophelia. 7. Robert Fulghum: Maybe (Maybe l\lot). 8. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 9. A. Toffler 8i H. Toffler: Creating a New Civilization. 10. Jim Carroll: The Basketball Diaries. 11. Thomas Moore: Soul Mates. 12. Nathan McCall: Makes Me Wanna Holler. 13. Dolly Parton: Dolly. 14. Karen Armstrong: A History of God. 15. Elízabeth M. Thomas: The Hidden Life of Dog§. (Byggt á New York Times Book Review) Ný ævisaga Angus Wilsons Enska skáldkonan Margaret Drabble hefur sent frá sér ítarlega ævisögu enska rithöfundarins Angus Wilsons sem lést fyrir fjórum árum eftir erfiöa sjúkdómslegu. Hún þekkti Wilson persónulega síöasta aldarfjórðunginn sem hann lifði og er líka vel kunnug ritverkum hans. Samt tók það hana fimm ár að afla gagna og rita ævisöguna. Angus fæddist árið 1913. Hann var langsamlega yngstur sex bræðra; sá næsti í röðinni var þrettán ára þegar Umsjón Eiías Snæland Jónsson Angus kom í heiminn. Fjölskyldan var skuldum hlaðin og stöðugt á ferð- inni. Angus bjó því víða á æskuárun- um, þar á meðal í Suður-Afríku, en stutt á hverjum stað. Dapurleg ævi Móðir hans dó þegar hann var fimmtán ára. Bræður hans voru þá allir farnir að heiman svo það kom í hans hlut að sjá um roskinn fóður þeirra næsta áratuginn eða svo, en hann lést árið 1938. Þá hafði Angus lokiö skólagöngu í Oxford og hafið störf hjá British Museum - en þar vann hann til ársins 1955 að hann settist aö ásamf sambýlismanni sín- um, Tony Garrett, í afskekktu húsi í Suffolk og reyndi aö hafa ofan af fyrir sér með ritstörfunum einum. Angus átti dapurlega ævi, ekki síst framan af. Það breyttist reyndar lítið Teikning af Angus Wilson. á stríðsárunum, en þá vann hann við að þýða ítalska dulmálslykla fyrir breska herinn. Ein ástæða óham- ingju hans voru erfiðleikar í ástar- málunum. Hann var hommi og lenti af þeim sökum í margháttuðum vandamálum vegna þess að kynmök af því tagi voru andstæð þágildandi lögum í Bretlandi. Slóígegn árið 1949 Það var einungis fyrir ítrekaðar beiðnir eins nágranna síns sem Ang- us fór að skrifa sögur. En fyrsta smásagan kom honum á bragðið og hann hélt upp frá því ótrauður áfram á braut skáldskaparins. Áriö 1949 sá fyrsta smásagnasafn hans dagsins ljós. Það hét The Wrong Set og hlaut geysigóðar viðtökur gagnrýnenda. Angus varð á svipstundu frægur og viöurkenndur rithöfundur í heima- landi sínu. Hann sendi frá sér fjöldann allan af smásögum og skáldsögum og nokkrar ævisögur. Hestu ritverk hans eru: Such Darhng Dodos (1950), Hemlock and After (1952), sem var fyrsta skáldsaga hans, Emile Zola: An Introductory Study of His Novels (1952), Anglo-Saxon Attitudes (1956), A Bit off the Map (1957), The Middle Age of Mrs. Eliot (1958), The Old Men at the Zoo (1961), Late Call (1964), No Laughing Matter (1967), The World of Charles Dickens (1970), As if by Magic (1973), The Strange Ride of Rudyard Kipling (1977) og Setting the World on Fire (1980). Nýja ævisagan heitir einfaldlega Angus Wilson. Hún er gefin út af Secker-forlaginu og kostar 20 sterl- ingspund. Metsölukiljur Bretland Skáidsögur: 1. Terry Pratchett: Soul Music. 2. John Grisham: The Chamber. 3. Minette Walters: The Scold's Bridle. 4. Allan Folsom: The Day after Tomorrow. 5. Susan Howatch: Absolute Truths. 6. P.D. James: Original Sin. 7. Dick Francis: Wild Horses. 8. Sebastian Faulks: Birdsong. 9. T. Clancy & S. Pieczenik: Tom Clancy’s Op-Centre. 10. Tom Willocks: Green River Rising. Rit almenns eðlis: 1. Stephen Hawking: A Bríef History of Time. 2. Christina Noble: A Brídge across my Sorrows. 3. Jung Chang: Wild^wans. 4. Steven Pinker: The Language Instinct. 5. Juiian Barnes: Letters from London. 6. W.H. Auden: Tell Me the T ruth about Love. 7. Penelope Lively: Oleander, Jacaranda. 8. Margaret Thatcher: The Downing Street Years. 9. Stella Tillyard: Aristocrats. 10. Tim Jackson: Virgin King. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk 1. Jan Guillou: Ingen Mands land. 2. Jostein Gaarder: Sofies verden. 3. Jung Chang: > Vílde svaner. 4. Kirsten Hammann: Vera Winkelwír. 5. Knut Hamsun: Sult. 6. To islandske sagaer. 7. Ib Michael: Kejserfortællinger. (Byggt á Politiken Sendag) Vísindi Tölvur tala Mjög stórstigar framfarir verða í tölvumálum á næstu árum og spá breskir sérfræðingar því að innan 25 ára muni tölvur skrifa eigin forrit og bæði tala við og hlusta á eigendur sína. „Tölvur eiga eftir að leika miklu stærra hlutverk í lífi okkar af því aö viö viljum sífellt meiri upplýsingar, hvort sem við erum heima eöa á skrifstofunni," segir Peter Cochrane sem hefur orð fyrir sérfræðingunum. Minnislausar mýs góðar Mýs með slæmt minni eru hin mesta himnasending fyrir vis- indamenn sem rannsaka og reyna að skiija alsheimersjúk- dóminn. Fyrr á árinu erfðabreyttu fjöl- margir vísindamenn músum þannig að þær sýndu einkenni alsheímers. „Helstu einkenni hjá alshei- mersjúklingi eru minnistap og námsörðugleikar. Okkur hefur tekist að skapa þessi einkenni í músum,“ segir Barbara Cordell, einn höfunda greinar um rann- sóknimar sem birtist í riti amer- ísku visindaakademiunnar. Með því að endurskapa ein- kenni sjúkdómsins í músum geta vMndamenn byggt líkan til að reyna að skilja sjúkdóminn og hugsanlega þróa lyf við honum. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Verslana- miðstöð á Intemet- inu Barclay’s, stærsti banki Bretlands, tilkynnti fyrir skömmu að neytend- um stæði senn til boöa fyrsta „sýnd- arverslanamiðstöð" landsins þar sem hægt verður að greiða fyrir vör- una á öruggan máta. Tölvunotendur fá þannig tækifæri til að skoða vörur sem verslanir af ýmsu tagi hafa á boðstólum og festa kaup á því sem hugurinn girnist beint úr hægindastólnum heima í stofu. Og greiða fyrir með greiðslu- korti án þess að eiga það á hættu að einhverjir óprúttnir tölvubrjótar geti komist í kortupplýsingarnar og not- að síðar. Það er engin nýlunda aö hægt sé að stunda viðskipti á Internetinu en til þessa hafa þau nær eingöngu ein- skorðast viö tölvugeggjara, aðallega í Ameríku. Sérfræðingar telja þó að viðskipti þessi eigi eftir að færast mjög í vöxt með tilkomu öruggs greiðslumáta. Barclay’s bankinn segist hafa leyst öryggisþáttinn. Fjölmargar þekktar verslanir eru í verslanamiðstöð Barclay’s bankans þar sem hægt verður að kaupa leik- fóng, bækur, rafmagnstæki alls kon- ar og matvöru, svo eitthvað sé nefnt. Fréttaritari Reuters fréttastofunn- ar reyndi fyrir sér í hinni nýju verslanamiðstöð en það gekk heldur brösuglega vegna slæms sambands. Honum tókst þó að panta bók eftir aö hafa reynt fyrir sér í 40 mínútur. Svndarverslanamiðstöð“ í Bretlandi Tölvunotendur í Bretlandi eiga þess nú kost að nota fyrstu „sýndar- verslanamiðstöð" landsins og greiða fyrir með öruggum greiðslukortum. Internet: Kynnir sýndarverslanamiðstöð þar sem neytendur geta skoðað. Verslana- miðstöð: Kaupandi skoðar vöruúrval á skjánum. Mótöld: Tengja Inter- netið við einkatölvur um símalínur. Stafrænar upplýsingar: Hægt er að senda hugbúnað, tónlist og myndir beint inn á tölvu. Pantanir: Vörur eru valdar og hægt að greiða fyrir þær með því að senda upplýs- ingar um greiðslukort beint til !:. verslunar. Slmi: Nýr hug- búnaður ger- ir fólki kleift að tala saman á Internetinu eins og í venjulegum sima en á ódýrari hátt. Notandinn þarf hugbúnaðinn, hljóðnema og hljóðkort.. REUTER Notandinn fær vöruna senda heim. Köfun vond fyrir heilsuna Hin vinsæla íþróttagrein sportköfun er að öllum líkindum slæm fyrir heilsuna. Þaö eru þýskir vísindamenn sem halda þessu fram og segja að köfun fylgi áhætta fyrir mænuna og miö- taugakerfiö. í grein í læknablaðinu Lancet segja vísindamennirnir aö kafar- ar geri sér grein fyrir hinni svo- kölluðu kafaraveiki en ekki viti allir að þeir eigi á hættu að varan- legar breytingar verði á mið- taugakerfinu og mænunni með árunum. Vitað er að atvinnukafarar geta orðið fyrir varanlegum skaða, svo sem minnistruflunum, að öll- um líkindum vegna loftbóla í blóðinu. Gerður var samanburð- ur á áhugaköfurum annars vegar og sundmönnum og hlaupurum hins vegar og reyndust skemmdir á heila vera mun algengari hjá köfurunum. Heilinn og offitan Nýjar rannsóknir á þætti erfða- eiginleika í offitu benda til þess að heilinn í sumu fólki viti alls ekki hvenær stöðva beri átið. José Caro við Jefíerson lækna- skólann í Fíiadeifiu telur að vandinn liggi ekki í galla á svo- kölluöu „offitugeni” sem fundist hefur í músum. Þess í stað skilji heilinn ekki eða hunsi, af ástæð- um sem eru enn ókunnar, skila- boð um það frá geni þessu aö nú sé mál til komið að hætta að borða. Því hlaðast aukakílóin ut- an á viðkomandi átvagl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.