Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Page 20
20
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
íslendingar flykkjast á hljómleika með elstu og merkustu rokkhljómsveit heimsins:
Stones hertaka Evrópu
Þegar Svíar tala um bíl eiga þeir við
Volvo. Og þegar þeir tala um rokk
þessa dagana þá meina þeir Rolling
Stones. Ef marka má umfjöllun blaöa
varð það landsmönnum sannkallað
ljós í efnahagslegu myrkrinu að
mesta rokkhljómsveit heims skyldi
velja Svíþjóð til að hefja síðasta hluta
heimsferðar sinnar til að fylgja eftir
plötunni Voodoo Lounge sem kom
út um miðjan júlí í fyrra.
Evrópuferðin hófst á laugardags-
kvöldið var með hljómleikum á
ólympíuleikvanginum í Stokkhólmi.
Þrjátíu og fimm þúsund manns borg-
uðu sig inn á hljómleikana. Miðinn
kostaöi 350 sænskar krónur, jafn-
viröi tæplega þrjú þúsund íslenskra.
Utan við leikvanginn var næstum því
jafnmannmargt og innan hans og þar
reyndu svartamarkaðsbraskarar að
selja sína miða á allt að þrettán þús-
und krónur. Eftir að tónleikamir hó-
fust féll svartamarkaösveröið þó nið-
ur í sjö til átta þúsund. Athygh vakti
að margt ungt fólk var í hópnum en
flestir voru þó á bilinu 40-J5 ára.
Eitthvað þessu líkt má búast við að
ástandið verði við flesta viðkomustaði
Rolling Stones á Evrópuferöinni sem
lýkur ekki fyrr en seinni hiutann í
ágúst. Hljómsveitin lék í Stokkhólmi
á laugardag, í Helsinki á þriðjudags-
kvöld, í Ósló í gærkvöldi og annað
kvöld heldur hún síðan hljómleika í
Kaupmannahöfn. Hundruð íslenskra
aðdáenda hafa einmitt keypt sér miöa
á þá tónleika til að fylgjast með því
hvort gömlu brýnin séu í sama góða
forminu og fyrir fimm árum þegar
Rolling Stones voru síðast á ferð um
Evrópu. Þannig heldur hljómsveitin
áfram yfirreið sinni um Evrópu til 19.
ágúst þegar hún spilar á kappaksturs-
brautinni í Hockenheim í Þýskalandi.
Að því loknu pakka fjórmenningarnir
saman og halda hver til síns heima í
Englandi, írlandi og Bandaríkjunum
ásamt fylgdarfólki sínu. Hún er sem
sagt ekkert íjarri lagi, samlíking
Micks Jaggers á hljómleikaferð rokk-
sveitar og sirkushóps. Menn koma í
bæinn, setja upp allan búnaðinn,
halda eina eða tvær sýningar, pakka
síðan saman og flýta sér á næsta stað.
170tonnasvið
Aðalmunurinn á ferð Rolling Ston-
es og fjölleikahúss er náttúrlega
umbúnaðurinn. Stones tjalda ekki
og leika síðan list sína. Þeim nægir
ekkert minna en stærstu íþróttaleik-
vangar Evrópu. Sviöið eitt er um 170
tonn að þyngd og allt úr stáli og áli.
Það tekur hundraö manns þrjá daga
að skrúfa það saman og koma fyrir
ljósum og hljóðkerfi. Þrjú hundruð
og tíu hátalarabox eru í söngkerfinu
og styrkur þess er ein og hálf milljón
vatta. Helsta einkenni sviðsins er
hins vegar tuttugu og á'tta metra hár
ljósaturn sem sveigir sig yfir sviðið.
Á endanum breikkar hann og minnir
þvi einna helst á kóbraslöngu. í turn-
inum eru hundruð ljóskastara og
ýmiss konar eldútbúnaður til að
magna áhrif tónlistarinnar.
Síðasta hljómleikaferð Rolling Sto-
nes var farin árin 1989 og 1990 til að
fylgja eftir útkomu plötunnar Steel
Wheels. Hún var tahn ein sú mesta
að umfangi sem farin hafði verið til
þess tíma. Nokkur eins tónleikasvið
voru í gangi og voru þau flutt á milli
landa eftir ákveðnu kerfi þannig að
hljómsveitin gat komið fram kvöld
eftir kvöld án þess aö tæknimenn
hennar þyrftu að vinna allan sólar-
hringinn. írska hljómsveitin U2
bætti um betur með Zoo TV ferðinni
sinni og útbúnaður hljómsveitarinn-
ar Pink Floyd í hljómleikaferð henn-
ar síðasta sumar þótti með því besta
sem sést hafði. Tæknisnillingamir,
sem Rolling Stones hefur á launaskrá
sinni, þurftu því virkilega að leggja
höfuðið í bleyti til að skáka því sem
U2 og Pink Floyd buðu upp á. Það
er mál manna að það hafi tekist.
Rolling Stones verða á ferð um Evrópu langt fram i ágúst. Frammistaöan
betri skemmtan.
Skandinaviu þykir benda til þess að hljómsveitin hafi sjaldan boðið upp á
I góðu formi
Síðast þegar Rolhng Stones komu
th Evrópu sló breska tónlistarblaðið
Q upp fyrirsögninni: „Stones eru að
koma - læsið ömmur ykkar inni!
Þessi hótfyndni er kannski ekkert
svo íjarri lagi. Þrír af Qórum hðs-
mönnum hljómsveitarinnar eru
komnir á sextugsaldur. Það er ein-
ungis „nýliðinn Ron Wood sem enn
hefur ekki fagnað fimmtugsafmæli
sínu. Hann er heldur ekki búinn að
vera nema tuttugu ár í hljómsveit-
inni - þrettán árum skemur en stofn-
endurnir Mick Jagger, Keith Ric-
hards og Charlie Watts. En þrátt fyr-
ir töluverðan aldur er engan bilbug
að finna á liðsmönnum hljómsveitar-
innar ef marka má skrif sænskra,
norskra og danskra blaða eftir tón-
leikana í Stokkhólmi á laugardags-
kvöldið var. Jagger fær fyrstu ágæt-
iseinkunn fyrir gott úthald og sviðs-
framkomu í sérflokki. Gítarleik Ric-
hards er hrósaö í hástert og Ron
Wood fær góða dóma fyrir að hafa
fylgt honum vel eftir. Og áheyrendur
jafnt sem gagnrýnendur kunnu vel
að meta spartneskan trommuslátt
Charlie Watts. Að minnsta kosti fékk
Charlie langmest lófatak þegar
hljómsveitin var kynnt. Fimm sinn-
um varð hlédrægi trommuslagarinn
að standa upp frá settinu og hneigja
sig fyrir fagnandi manngrúanum
áður en hann gat talið í Sympathy
For The Devil.
Ferðin sem nú er í gangi er hin
fyrsta síðan Bill Wyman bassaleikari
sagöi skihö við félaga sína eftir um
það bil þrjátíu ára samstarf. í hans
stað er kominn Daryl Jones, þel-
dökkur piltur, liðtækur hljóðfæra-
leikari, ágætis raddari og mun betri
sviðsmaður en Wyman. Hann er hins
vegar ekki fastur maöur í hijómsveit-
inni og óvíst hvort hann leikur með
henni á næstu plötu hennar. Og fleiri
eru að sjálfsögðu í hópnum sem nú
fer um Evrópu eins og logi yfir akur.
Fyrst skal frægan telja Chuck Lea-
vell píanóleikara og bónda sem alltaf
er jafn undrandi á því að stórmenni
á borð við Eric Clapton og liðsmenn
Stones skuh velja sig til að sjá um
píanóleikinn. Um saxöfónblástur sér
Bobby Keys, margreyndur af plötum
og úr hljómleikaferðum Stones á
hðnum árum. Um bakraddirnar sjá
Bemard Fowler og Lisa Fischer. Hún
fær sérlega góða dóma fyrir samsöng
sinn með Jagger í laginu Monkey
Man sem hljómsveitin flytur nú í
fyrsta sinni á sviði þrátt fyrir að rúm-
lega aldarfjórðungur sé liðinn síðan
það kom út á plötu.
Prógrammið
Hljómleikar Rolling Stones taka
rúmlega tvær klukkustundir og
hljómsveitin spilar 23 lög á þeim
tíma. Aðeins tvö em ekki eftir Jagger
og Richards, það er upphafslagið Not
Fade Away eftir Buddy Holly og
Norman Petty og Like A Rolling
Stone eftir Bob Dylan. Að sögn gagn-
rýnanda norska dagblaðsins Aften-
posten, sem var viðstaddur tónleik-
ana á laugardag, byggjast þeir nánast
upp á eintómum hápunktum, allt frá
upphafi til enda. Þar eru fastir liðir
eins og Satisfaction, Honkey Tonk
Women, Start Me Up, Sympathy For
The Deyil og Brown Sugar. Upp-
klappslagiö er Jumpin’Jack Flash.
Alls eru sjö lög af nýju plötunni,
Voodoo Lounge, á prógramminu og
er það óvenjuhátt hlutfall nýrra laga
og hlýtur að benda til þess að fjór-
menningarnir séu sérlega ánægðir
með það sem á plötunni er að finna.
Nokkrir gagnrýnendur spá því að
þessi heimsókn Rolling Stones til
Evrópu sé hin síðasta. Fjórmenning-
amir séu einfaldlega orðnir of gamlir
til aö nenna að fara í enn eina hljóm-
leikaferð sem tekur rúmlega eitt ár
að ljúka. Á blaðamannafundi á dög-
unum, þegar Evrópuferðin var
kynnt, spurði blaðamaður fjórmenn-
ingana hvort feröin í ár væri hin síð-
asta. Jagger brást þannig við að hann
útnefndi spurninguna frumlegustu
spurningu fundarins og gaf blaða-
manninum bol með merki hljóm
sveitarinnar í verðlaun! Ef marka
má lýsingar blaðamanna og áhorf-
enda á frammistöðu hljómsveitar-
innar að þessu sinni er engin ástæða
til aö ætla að Mick Jagger, Keith Ric-
hards, Charlie Watts og Ron Wood
séu að hugsa til þess að fara að
minnka við sig vinnu eða setjast í
helgan stein. Hvað þá aö þeir séu að
svipast um eftir íbúð í sambýli fyrir
aldraða. Við skulum því allt eins
reikna með því að hljómsveitin verði
á ferð næst árið 2000 og verði þá
hressari en nokkru sinni fyrr!