Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1995, Síða 24
24
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 1995
„Þjóðarréttur" í 43 ár á milli tannanna á landanum en líklega aldrei meira en nú í kjölfar breytinga:
Borðum milljónir
af Prins Póló árlega
- Prins Póló er og verður Prins Póló, segir Björn Guðmundsson forstjóri en fjórða kynslóðin gæðir sér nú á súkkulaðikexinu
Magnús Olafsson segist ekki borða mikiö Prins Póló - þó fái hann sér stykki af og til eins og hér. Hann segist hafa heyrt að upphaflega hafi það verið
framleitt sem megrunarkex enda hafi hann, þrátt fyrir slagarann vinsæla, aldrei verið beðinn um að leika i alþjóðlegum auglýsingum fyrir kexverksmiðjuna.
DV-mynd GVA
Það er óhætt að fullyrða að leita
þurfi víða um heim til að finna jafn
miklar umræður um breytingar á
umbúðum og stærð súkkulaðistykk-
is og átt hafa sér stað undanfarna
viku hér á landi. Nýlegar breytingar
á því sem margir vilja kalla þjóöar-
rétt íslendinga, Prins Póló, hafa
þannig orðið tilefni til skoöanaskipta
á ýmsum vettvangi. Kaffitímar
vinnustaða hafa verið undirlagðir
umræðum um súkkulaðikexið, íjall-
að hefur verið um breytingarnar í
fréttum blaða og ljósvakamiðla og
margir hafa látið skoðun sína í ljós
í rabbþáttum útvarpsstöðvanna. DV
hefur ekki farið varhluta af umræð-
unni og kannaði hug þjóðarinnar á
dögunum. Rödd fólksins var sterk og
ákveðin - 92 prósent þjóðarinnar
voru ósátt við nýjar umbúðir utan
um Prins Póló enda nánast trúar-
brögð fyrir suma hvemig tekið er
utan af góðgætinu.
Höftunum aö þakka
Prins Póló hefur verið flutt til
landsins í 43 ár. Upphaflega var þaö
Baltic Trading sem flutti súkkulaði-
kexiö inn en síðustu 39 árin hefur
innflutningurinn verið í höndum
Heildverslunar Ásbjörns Ólafssonar.
„Ég er nú eiginlega búinn að vera
jafn lengi Prins Pólóinu hjá fyrirtæk-
inu. Á þessum tíma voru mikil inn-
flutningshöft og það fengust bara
vörur frá jafnkeypislöndunum eða
þeim löndum sem, keyptu okkar
framleiðslu. Mest voru þetta austan-
tjaldslöndin. Viö vorum svo heppnir
að Pólland var öll þessi ár í viðskipt-
um við okkur þannig að það fengust
alltaf leyfi til innflutnings á Prins
Póló. Ég held því fram aö þaö hafi
ekki bara verið höftin sem gerðu
Prins Póló jafn vinsælt og það er
heldur er það verulega gott. Það er
mátulega sætt og höfðar til fólks,“
segir Björn Guðmundsson, forstjóri
Heildverslunar Ásbjöms Ólafssonar,
og bendir á, þessu til stuönings, að
sala á Prins Póló hefur haldið sér
eftir að innflutningshöft voru afnum-
in árið 1980.
Prins Póló
og menningin
Sjálfsagt er mjög sjaldgæft að heil
þjóð taki jafn miklu ástfóstri við eina
tegund sælgætis og íslendingar hafa
gert í þessu tilviki. íslenskir leikrita-
höfundar hafa séð ástæðu til að nefna
Prins Póló í verkum sínum, sjálft
nóbelskáldið fjallar oftar en einu
sinni um það í bók sinni Kristnihaldi
undir Jökli, sem út kom áriö 1968,
en þar segir Tumi Jónsen að Prins
Póló sé eini munaðurinn sem fólkið
á bænum hans hafl látiö eftir sér eft-
ir að velgengni kom til landsins. Loks
muna líklega flestir eftir vinsælum
slagara sem Magnús Ólafsson söng
um sjóara og gæja sem sjúkur er í
Prins Póló og varð vinsæll sumarið
1981. Magnús segir að Þorgeir Ást-
valdsson hafi fundið lagið, sem var
upphaflega sungiö af þýskum pönk-
hópi, og Gunnar Þórðarson síðan
gjörbreytt þvi. Þorsteinn Eggertsson
hafi hins vegar samið textann.
„Hver gæti átt svona rugltexta ann-
ar en hann? Þegar ég sá textann fyrst
sagði ég: „Þennan texta syng ég
aldrei. Þetta er svo mikil þvæla.“
Gunni Þóröar setti bara fram skúff-
una og sagöi að þetta yrði pottþétt
„hitt“. Ég trúði honum og Þorgeiri
sem haföi líka mikla trú á þessu lagi.
Síðan var farið inn í stúdíó og textinn
sunginn. Eg man aö það voru tveir
textar þar sem Prins Póló kom fyrir
en þessi varð fyrir valinu,“ segir
Magnús.
Hann segir það hafa komið sér á
óvart hversu miklum vinsældum
lagið náði enda hafi þetta verið fyrsta
lagið sem hann söng inn á plötu.
Gunnar og Þorgeir hafi hins vegar
haft trú á því, eins og fyrr sagði, en
svo hafl hann sjálfur sannfærst þeg-
ar hann heyrði það betur. Aðspurður
jánkar hann því að hann eigi vel-
gengni sína að stórum hluta laginu
að þakka.
Prins Póló
og minningarnar
„Þetta var sumarið 1981 og eina
lagiö sem heyrðist fyrir utan þetta
var - Ég fer í fríið. Þaö eiga örugg-
lega margir sælar minningar frá
þessum tíma og ég hef grun um aö
þessi lög téngist þvi sumri í hugum
margra, sérstaklega þeirra sem sóttu
útihátíðir-. Þegar ég fer til dæmis á
Þjóðhátíð syng ég yfirleitt Prins Póló
og jafnan þekkja allir lagið og taka
vel undir,“ segir Magnús.
Sjálfur segist Magnús ekki borða
mikið Prins Póló - þó fái hann sér
stykki af og til. Hann hafl heyrt að
upphaflega hafi það veriö framleitt
sem megrunarkex enda hafi hann,
þrátt fyrir þennan vinsæla slagara,
aldrei verið beðinn um að leika í al-
þjóðlegum auglýsingum fyrir kex-
verksmiðjuna.
„Ég veit að þetta lag fór víða. Það
var til dæmis mjög vinsælt meðal
íslendinga í Ástralíu. Björn Guð-
mundsson lét síðan þýða textann yfir
á ensku og svo snaraði einhver annar
honum af ensku yfir á pólsku. Þar
var þetta spilað í pólsku kexverk-
smiðjunni við miklar vinsældir. Ég
hef mikinn áhuga á að heyra þetta
sungið á pólsku því ég held að textinn
sé nú orðinn ennþá skrýtnari. Hann
hefur líklega afbakast á leiðinni og
nógu var hann ruglaður fyrir. Svona
geta ólíklegustu hlutir hitt í mark en
Þorgeir sagði að ef nafnið Prins Póló
kæmi fyrir í textanum þá væri það
nóg,“ segir Magnús.
Hann þvertekur fyrir það að Björn
hafi greitt Sumargleðinni fyrir að
flytja lagið. Björn hafl hins vegar
verið fljótur að átta sig á auglýsinga-
gildinu og séð þeim fyrir Prins Pólói
að japla á og gefa á skemmtunum.
„Mér finnst ömurlegt að það skuli
vera búið að skipta um umbúðir á
Prins Pólóinu. Eg vil hafa þetta í
gömlu umbúðunum og það liggur við
að ég horfi með tárin í augunum til
fortíðarinnar því súkkulaðið hefur
alltaf rifjað upp gamlar og góðar end-
urminningar," segir Magnús og bæt-
ir því við að hann hefði lengið beðið
þess að Björn byöi sér til Póllands til
að syngja lagið í Prins Póló verk-
smiðjunni.
Prins Póló aldurinn
er25til40 ára
Prins Póló er framleitt í verksmiðj-
unni Olza á landamærum Póllands
og Tékklands, Póllandsmegin. Björn
Guðmundsson segir ána Olza skilja
löndin að og verksmiðjuna draga
nafn sitt af henni. Um 800 manns
starfa í verksmiöjunni og er Prins
Póló ein af framleiðslulínunum. Auk
sölu á innanlandsmarkaði í Póllandi
er súkkulaðikexið flutt út til Kúveit,
Sádi-Arabíu, Kanada og íslands sem
lengi vel var stærsti kaupandinn.
Kúveit hefur hins vegar skipað sess
aðalútflutningslands Olza verk-
smiðjunnar síðustu árin.
Reynt hefur verið að flytja Prins
Póló út til annarra landa en án veru-
legs árangurs. Þó er litiö magn, lík-
lega tveir gámar eða svo, selt til
Bandaríkjanna árlega. Þannig hefur
DV heimildir fyrir því að kexið fáist
í ákveöinni verslun í New York og
að íslendingar séu tíðir gestir í þeirri
verslun.
„Við höfum látið kanna neysluhóp
okkar og það kom í ljós að í honum
eru börn frá 10 ára aldri og allt upp
í sjötug gamalmenni. Meginhópur-
inn er þó á aldrinum 25 til 40 ára og
nú er íjórða kynslóðin farin að borða
Prins Póló. Það er eins og þetta erfist
frá foreldrum til barna og jafnvel
barnabarna og svo framvegis," segir
Björn.
230 tonn
afPrins Póló
Hann segir að öll þessi ár hafi
neysla á Prins Póló verið nokkuð
jöfn. Aðeins hafi mátt greina sam-
drátt í sölu um það leyti sem inn-
flutningur á sælgæti var gefinn frjáls
en salan náði fljótlega sama marki
og áður. Aðjafnaði neyta íslendingar
um 230 tonna af súkkulaöikexinu
árlega, aö sögn Björns, eöa sem nem-
ur á níunda hundrað gramma á hvert
mannsbarn. Það þýöir að íslendingar
borða á fimmtu milljón Prins Pólóa
á ári hverju og er þá aðeins reiknað
með stórum Prins Pólóum. Það kem-
ur því engum á óvart að aldrei hefur
komið' til tals að hætta innflutningi
á súkkulaðikexinu. Það er einn af
hornsteinum Heildverslunar Ás-
björns Ólafssonar enda nemur salan
fimmta hluta af veltu fyrirtækisins.
Síöan frjálsu markaöshagkerfi var
komið á í Póllandi hafa mörg fyrir-
tæki í eigu ríkisins verið einkavædd.
Nýlega varð það hlutskipti Olza
verksmiðjunnar en hún komst í eigu
Kraft Jacobs Suchard sem er eitt af
fyrirtækjum eignarhaldsfyrirtækis-
ins Philip Morris. Það var að frum-
kvæði forráðamanna þess sem breyt-
ingar voru gerðar á tækjabúnaöi
verksmiðjunnar og umbúðum
súkkulaðikexins.
Hræddist
breytingarnar
„Þeir vildu endurnýja vélakostinn
og færa þetta nær nútímanum - hafa
vöruna í lokuðum umbúðum. Þetta
réttlættu þeir með því að það væri
neytandanum til hagsbóta og vöru-
gæðin yrðu meiri. Við vildum gjarn-
an að gamla bréfið fengi að halda sér
en það var ekki hægt. Nýju vélarnar
þeirra geta ekki framleitt 50 gramma
súkkulaðikex og því varð að fram-
leiða það í 40 grömmum. Ég verö að
viðurkenna að ég hræddist bæði
umbúða- og stærðarbreytinguna en
þetta hefur komið mjög vel út ef miö
er tekið af sölunni. Eg held aö marg-
ir séu fyrirfram á móti breytingun-
um þegar þeir sjá umbúðirnar. Það
er ekki hægt að opna þetta á sama
hátt og gert hefur veriö í áraraðir og
ekki bætti úr skák að það var þynnra.
Ég held samt að þetta sé mikið til
sálrænt. Prins Póló er og verður
Prins Póló og stenst þessa breytingu
eins og tímans tönn,“ segir Björn.
-PP