Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1995, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995
Sérstæð sakamál
Rétt eins og öll önnur börn var
Paulette Boudreaux full af eftir-
væntingu yfir því hvað foreldrar
hennar höfðu keypt handa henni í
afmælisgjöf. Kvöldið fyrir tíu ára
afmæhð læddist hún niður stigann
af efri hæðinni í húsi fjölskyldunn-
ar í Toronto í Ontario í Kanada til
að vita hvort hún gæti orðið nokk-
urs vísari um gjöfina.
Paulette varð undrandi. Hún gat
auðvitað ekki hlerað hver gjöfm
var, en þess í stað heyrði hún íoður
sinn segja í lágum hljóðum: „Nei,
Yvonne. Það er best að hún fái aldr-
ei að heyra sannleikann. Við vitum
ekki hvaða áhrif það myndi hafa á
hana, og það þjónar því engum til-
gangi að segja henni það.“
„Það getur verið, Michel," svar-
aði móðir hennar. „En er ekki betra
að við segjum henni það heldur en
að hún frétti það hjá ókunnugum?"
„Hér þekkir okkur enginn," svar-
aði Michel þá. „Ef við segjum henni
það ekki fær hún aldrei að vita
neitt.“
Hljóðlega læddist Paulette upp
stigann og inn í herbergiö sitt, en
henni varð ekki svefnsamt þessa
nótt. Margar hugsanir sóttu að
henni, en eitt var hún viss um. Sá
dagur kæmi þegar hún kæmist að
því hvað það var sem foreldrar
hennar vildu ekki segja henni.
Gamla ferðataskan
Nú liðu fimm ár. Paulette var í
leyfi úr skólanum og dag einn var
hún ein heima. Þá ákvað hún að
fara upp á háaloft og leita í ferða-
töskum og kössum, ef þar kynni
að vera eitthvaö sem varpað gæti
ljósi á leyndarmálið sem henni
hafði orðið svo tíðhugsaö um und-
anfarin ár.
Hún hafði ekki leitað lengi þegar
hún fann umslag í gamalli íerða-
tösku og á því stóð stórum stöfum:
Einkamál. Hún hikaði augnablik,
en opnaði svo umslagið. í því voru
aUmargar samanbrotnar blaðaúr-
klippur. Sú efsta var frá 15. janúar
1954 og fyrirsögnin var: „DUBUC
HENGDUR FYRIR MORÐIÐ Á
EIGINKONU SINNI“. Paulette
starði á úrklippuna um stund. Hún
þóttist nú viss um að hún væri
komin á sporið. Síðan fór hún að
lesa.
„Snemma í morgun var hinn 54
ára gamli Fortunat Dubuc hengdur
í Bordeaux-fangelsinu í Montreal
fyrir morðið á konu sinni, Adri-
enne Dubuc, í janúar í fyrra. Dubuc
gekk föstum skrefum að gálganum
og þegar hann var spurður að því
hvort hann hefði nokkuð að segja
áður en hann yrði tekinn af lífi
svaraði hann: „Nei, komið ykkur
bara að verki, svo við getum komið
þessu frá.“ Hann lét þó eftir sig
bréf til stúlkunnar Yvonne Gaudin,
sem sögð er ganga með barn hans,
en hennar vegna er hann talinn
hafa myrt konu sína.“
Móðirin spurö
Paulette hætti lestrinum og lagði
úrklippurnar aftur í umslagið.
Mikið rót var komið á hugsanir
hennar. Yvonne Gaudin var nafn
móöur hennar áður en hún giftist
Michel Boudreaux. Paulette var
fædd í maí og Dubuc hafði verið
hengdur í janúar áriö eftir.
Þegar móðir hennar kom heim
spurði Paulette: „Hver var Fortun-
at Dubuc? Var hann faðir minn?
Ég vil að þú segir mér allt um hann.
Mér finnst ég eiga rétt á að vita
það.“
Yvonne Boudreaux varð náfol,
og um hríð kom hún engu orði
upp. Svo rétti hún úr sér og sagði:
„Þú hafðir ekkert leyfi til að róta í
mínum persónulegu munum, en
úr því þú gerðir það er best að þú
fáir að heyra alla söguna.
Fortunat Dubuc hafði verið bóndi
í St. Isidore í Quebec-ríki og hafði
verið kvæntur í tuttugu og sex ár
sumarið 1952, þegar hann fór í
heimsókn til bónda nokkurs í
grenndinni. Þar kynntist hann
fimmtán ára dóttur hans.
Adrienne Dubuc, kona Dubucs,
var þá fimmtíu og tveggja ára og
Fortunat Dubuc.
að mestu rúmfóst vegna heilsu-
brests. Þótt hann væri árinu eldri
var hann heilsugóður. Hann var
einmana í hjónabandi sínu og
Yvonne var sömuleiðis einmana.
Hún fékk ekki að umgangast jafn-
aldra sína að neinu marki því for-
eldrar hennar voru strangtrúaðir
og ólu hana upp á þann hátt að
henni fannst hún hafa mjög tak-
markað frelsi.
Eiginkonan deyr
Þau Fortunat og Yvonne drógust
hvort að öðru þrátt fyrir aldurs-
muninn og fóru að hittast á laun.
Þar kom að hún varð ólétt og þá
bað Dubuc hana að giftast sér.
Vandinn var hins vegar sá að af
því gat ekki orðið meðan Adrienne
Dubuc var lifandi. Hann ákvað því
að flýta fyrir því að hún yfirgæfi
þennan heim.
Dag nokkurn í janúar 1953 sneri
Dubuc sér til prestsins á staðnum,
Yvonne Gaudin.
Adrienne Dubuc.
Jean-Marie Russel læknir, ásamt
konu sinni.
fóður Elisee Choquet, og sagði að
þegar hann hefði komið inn eftir
morgunverkin í útihúsunum hefði
kona hans verið dáin. Hann bað
nú um að presturinn og heimilis-
læknirinn kæmu með á sveitabæ-
inn.
Þannig stóð á að heimilislæknir-
inn gat ekki komið með presti og
var því sóttur annar læknir, Cle-
ment að nafni. Hann taldi Adrienne
hafa látist af hjartabilun, og þegar
heimilislæknir Dubucs-hjóna gat
svo staðfest að hún hefði verið
hjartveik gaf Clement læknir út
dánarvottorð.
Nágrannarnir
verða forvitnir
Adrienne Dubuc var jarðsett, og
þar með hefði málinu verið lokið
hefðu ekki tvær forvitnar grann-
konur farið að fylgjast með því sem
gerðist á bæ Dubucs. Þær fengu
mikinn áhuga á lífinu þar eftir að
þeim varð ljóst að ung stúlka var
komin á bæinn, aðeins þremur vik-
um eftir lát Adrienne. Enginn hafði
séð stúlkuna koma og hún virtist
aldrei fara úr húsi fyrr en eftir
myrkur.
Dubuc sjálfur vakti nokkra at-
hygli á sér fyrir að vera í mun betra
skapi en hann hafði verið um ára-
bil. Það þótti ýmsum kyndugt, svo
skömmu eftir að hann hafði misst
konu sína sem hann hafði verið
kvæntur í rétt rúman aldarfjórð-
ung.
Nágrannakonumar þurftu að
fmna sér tilefni til að grennslast
fyrir um hagi Dubucs, svo þær
gerðu sér ferð heim á bæinn til
þess að bjóða aðstoð við sveitastörf-
in, skyldi hennar vera þörf. Það
sem þær sáu varð svo til þess að
mikið umtal hófst í sveitinni. Þær
sögðu að ung stúlka, Yvonne Gaud-
in, aðeins sextán ára, væri á bæn-
um og gengi hún með barn.
Ábendingin
Konurnar tvær lögðu saman tvo
og tvo og komust að þeirri niður-
stöðu að Dubuc væri með eitthvað
óhreint í pokahorninu. Þær fóru á
fund yfirvaldsins og þegar þær
höfðu sagt sögu sína var ákveðið
að grafa upp lík Adrienne Dubuc.
Réttarlæknir, Jean-Marie Rouss-
el, var fenginn til rannsóknarinnar
og kom í ljós að í líkinu var um
tuttugu sinnum meira af strikníni
en þurfti til að drepa meðalmann.
Um leið og niðurstaðan lá fyrir
var málið fengið rannsóknarlög-
réglunni og eftir yfirheyrslur tókst
henni aö komast að því að vinur
Dubucs, Robert Laviere, hafði
keypt flösku með refaeitri, en
striknín var aðalefnið í því. Laviere
skýrði svo frá því aö Dubuc hefði
beðið sig að kaupa eitrið fyrir sig.
Húsleit hjá Dubuc leiddi síðan í ljós
flöskuna og vantaði þá í hana um
helming innihaldsins.
Dauðadómurinn
Dubuc gerði enga tilraun til að
ljúga um gerðir sínar. Hann sagðist
hafa hellt eitrinu út í hjartalyf konu
sinnar. „Ég vissi að konan mín gat
dáið hvenær sem var,“ sagði hann.
„En ég hafði ekki tíma til að bíða
því að stúlkan sem ég elskaði gekk
með barnið mitt.“
Það varð ekkert af brúðkaupinu
-sem fyrirhugað hafði verið. Dubuc
kom hins vegar fyrir rétt í Montre-
al í september 1953 og hlýddu kvið-
dómendur á málflutninginn. Að
honum loknum og eftir að þeir
höfðu ráðiö ráðum sínum í þrjá
tíma lýsti kviðdómsformaðurinn
yfir því að þeir teldu Dubuc sekan.
Dómarinn setti upp svarta hettu
og hanska, en það var hefð við
uppkvaðningu dauðadóma. Síðan
tilkynnti hann að Fortunat Dubuc
skyldi hengdur.
Eftirmálinn
Paulette Boudreaux, sem er nú
fjörutíu og eins árs, segir nú frá:
„Ég fæddist í maí 1954 og tveimur
árum síðar giftist móðir mín Mic-
hel Boudreaux. í fimmtán ár hélt
ég að hann væri faðir minn. Þau
fluttust til Toronto, þar sem enginn
þekkti móður mína. Hefði ég ekki
heyrt samtalið í stofunni kvöldið
fyrir tíu ára afmælið mitt heföi ég
líklega aldrei fengið að vita hver
raunverulegur faðir minn var.“
Móðir mín leit svo á að hún bæri
sinn hluta ábyrgðarinnar, sagði
Paulette svo. „Hún lést nýlega úr
krabbameini og þegar hún lá bana-
leguna sagði hún við mig: „Það
skipti mig engu þótt Fortunat
Dubuc væri fimmtíu og þriggja ára
og ég fimmtán ára. Og það hefði
engu breytt þótt hann hefði verið
dálítið eldri. Ég hefði samt viljað
giftast honum til þess að komast
að heiman og frá foreldrum mín-
um. Mér fmnst því að ég hafi átt
þátt í að senda konu hans í gröfma
og hann í gálgann." “