Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 3
Jólablað 1975. — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Rústir stærsta kaup- staðar hérlendis á 14. öld að skipta leigum og landsskuld- um greiddum i friðu i annan og útgengilegan varning. Skálhylt- ingar hafa sótt mjög verslun til Hvalfjarðar og urðu þeir fyrstu fórnarlömb svarta dauða. Annars sóttu þeir einnig verslun niður á Eyrar. Aðalforsendan fyrir kaup- höfninni við Hvalfjörð á fjórtándu öld hefur þó verið að fjörðurinn var gagnauðugur lengi fram eftir öldum og þar var góð og örugg höfn. Mariuhöfn segir Skúli land- fógeti Magnúss. að sé „mjög góð og örugg höfn skipum, sem rista eigi meira en fimmtán fet. Þar eru hvorki sviptivindar né sjó- gangur. Dýpi er þarna 2 1/2 faðmur um fjöru á hreinum sand- botni.” Þar sér marka fyrir miklum tóftum Skúli segir að Hvammsvikin eystri sé mjög góð höfn, ,,en þar koma hræðilegir hvirfilvindar, sem hafa i för með sér ýmist logn eða þá slikan storm, að siglur og rár hljóta að brotna”. Einnig telur hann að höfnin undan bæn- um Eyri geti ekki talist góð vegna vinds, sem alltaf blæs út eftir Hvalfirðinum. Eins segir hann að sé háttað höfnum við Hvalfjörð fyrir innan Hvammsvikina. ,,Þar eru allsstaðar mjög góð skipa- lægi, en mjög hættuleg vegna hinna miklu hvirfilvinda. En þar er og fátt um mannabústaði”. — En tivaö um Búðasand og Mariuhöfn? — Búðasandur er allhár sjávar- kambur, en innan hans liggur grunnt og aflangt lón, en læna fellur úr til sjávar austanv. við sandinn. Á flóði gengur sjór upp i lónið og sjávarfalla gætir allmik- ið við Hvalfjörð. Eflaust hefur verið hægt að leiða létthlaðin skip á flóði upp lænuna inn á lónið, og þaðan hefur verið tiltölulega auð- velt að draga þau i naust á bakk- anum, en þar sér marka fyrir miklum tóftum, sem gætu verið eftirnaust. Liklega hafa farmenn sóst eftir kauphöfnum, þar sem svo háttaði til eins og hér greinir, þvi að skip hafa verið örugg fyrir sjógangi á lóninu, og mikið erfiði hefur sparast við setningu skipa að þurfa eTtki að tosa þeim yfir fjörukambinn, þegar þau voru dregin i naust eða sjósett. — Eftir 1400 urðu miklar breytingar á siglingum til landsins og skip tóku að sigla yfir hafið á öllum árstið- um og hættu að mestu að hafa hér vetursetu. Þá fjölgaði mjög skipakomum til landsins og mikil umskipti urðu á verslunarhöfn- um. Tæknibylting i skipasmiðum — Af hverju stöfuðu þær breyt- ingar? — Af tæknibyltingu i skipa- smiðum. Þá komu fram tvimöstr- ungar og skömmu siðar þrimöstr- ungar, þannig að reiðinn og segl- búnaður allur varð fullkomnari en áður. Þetta gerði að verkum að Rætt viö Björn Þorsteinsson, sagnfræðing, um kaup- höfnina í Hvalfirði skipin urðu fær i allan sjó og óháð siglingum eftir árstiðum. A ni- undu öld og fram á þá fjórtándu var einungis siglt til Islands á hálfopnum bátum með einu stór- segli. Á þessu timabili voru þaö einkum norömenn, sem sigldu hingað, en upp úr 1400 fóru eng- lendingar að sigla hingað, og þeir voru þá þetta lengra komnir i siglingatækninni en norömenn. Nú skulu menn þá á festum taka — Hvernig var tekið á móti kaupskipum, þegar þau komu af hafi i þá tið? — Þá þurfti margt aö starfa, hressa við búðir, skipa upp varn- ingi, setja upp skipið og gera við það eftir sjóvolkið. Stýrimenn skyldu boða bændur i nágranna- héruðum hafnarinnar eftir þvi sem þeim þætti við þurfa til upp- sáturs eða sjósetningar og með minnst viku fyrirvara. Var ,,hver bóndi skyldur aö fara og húskarl- ar hans nema sauðamaður einn”, og voru stýrimenn skyldir að fæða i tvö mál, sem komnir voru lengst að eða komust ekki heim á málum. Stýrimenn og hásetar áttu að hlunna fyrir skipi, búa það festum til dráttar og gera hróf, áður en dráttarliðið kæmi til hafnarinnar, og skipa þvi til verka. ,,Nú skulu menn þá á fest- um taka”, segir i lögum, ,,er stýrimaður vill, og leiti við þrisv- ar af öllu afli, og ef þá gengur ei skip út eða upp, þá eru þeir allir ósekir, er þar voru, þótt þeir geri ekki fleira að, og séu menn tilkvaddif annað sinn svo viða sem þarf”. Hér virðist mönnum hvorki hafa hugkvæmst að nota vindur né dráttardýr við uppsátur skipa á miðöldum, heldur tosuðu þeir af handafli kauplaust sem best þeir gátu, þvi að mikið var i húfi hjá kaupmönnum og reyndar einnig landsmönnum sjálfum, að forða slíipum undan hafróti. oskulag Kaupmönnum og islendingum hefur báðum verið það kappsmál að hafnir væru sem hægastar og setning skipa sem auðveldust, en óviða hefur aðstaða verið hægari til þeirra hluta en á Búðasandi. — Var verslunarstaðurinn þar sá fyrsti við Faxaflóa? — Fyrsti mikli verslunarstað- urinn þar sennilega, en rannsókn- irskortir á rústunum sjálfum, frá hvaða tima þær séu. Höfðu menn þar vetursetu eða var gæsla skip- anna falin bændum og gistivinum þeirra i nágrenninu? Hvert er umfang þeirra, hve stór eru naustin, ef um naust er að ræða? Margar slikar spurningar eru á- leitnar. en svörin biða rannsókna. Smáholur hafa verið teknar i tvær rústir. og kom i ljós öskulag, sem Þorleifur jarðfræðingur Einars- son taldi að verið gæti frá þvi um 1490. Ef það reyndist rétt. og öskulagið þekur allar búðirnar, benti það til þess að menn hafi verið hættir að leggja þar kaup- skipum. er askan féll, en hve löngu áður væri fróðlegt að vita. Vonandi verður ekki langt að biða þess að skipulegar rannsóknir verðihafnar á islenskum verslun- arstöðum. Hafnarf jöröur tekur viö — Hvert fluttist verslunin svo frá Hvalfirði? — Til Hafnarfjarðar. Hafnar- fjörður er fyrst nefndur sem verslunarhöfn seint á fjórtándu öld. Arið 1391 lágu þar f jögur skip ,,og fóru öll af Noregi". Þessi mikla sigling á Hafnarf jörð hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.