Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablaö 1975 reiknuöum kostnaöi þar 'og ekki heldur við Sigöldui lieldur lalla þær allar á Búrlellsvirkjun. Eg skal svo nefna þessar helstu stærðir fyrir þr jár virkjanir sem nokkuð eru i umtali og er þá farið eftir lauslegum áætlunum: Virkjun í Blöndu: 1:55 megavött. árleg orkuvinnsla 800 gigavatt- stundir, kostnaðarverð 1.56 kr. á kólóvattstund. Virkjun við Villinganes i Skagafirði: 32 megavött, árleg orkuvinnsla 175 gigavattstundir, kostnaðarverð 2,18 kr. á kólóvattstund. Detti- foss: 161 megavatt. 1.140 giga- vattstundir. 1.41 kr. á kilóvatt- stund. Þess ber að gæta að ofan- greindar tölur gefa ekki tæmandi samanburð milli orkuveranna þar eð hlutfallið milli árlegrar vinnslugetu og uppsetts afls (svonefndur nýtingartimi upp- setts afls), er ekki hínn sami i öll- um dæmunum. Kostnaður á orkueiningu er mjög háður þess- um nýtingartima. Jarðgufuvirkjun á við meðal vatnsfall — Ég tek eftir því að kostnaðarverð á kólóvattstund er taliö svipað viö Kröflu eins og við Sigöldu. — Áætlanirnar • hljóða upp á það, en hér verður að muna eftir fyrirvaranum um mismunandi nýtingartima. Við hér i Orku- stofnun höldum að jarðgufustöðv- ar séu ódýrari en það vatnsafl sem er dýrast, en aftur séu þær dýrari en ódýrasta vatnsaflið. bannig ber að skilja samanburð- inn milli Kröflu og annarsvegar Blöndu eða Dettifoss, hinsvegar Villinganess. Ég skal þó taka fram að nokkur óvissa rikir um viðhaldskostnað jarðgufustöðvar eins og þeirrar við Kröflu. Við höfum eins og áður segir sjálfir engar reynslu- tölur frá sambærilegum stöövum við að styðjast. Þá ber þess og að gæta að allar þessar tölur miðast við fullnýtingu stöðvanna þegar i stað við gangsetningu. Svo er að venju miðað við 12% vexti á byggingartima og 40 ára af- skriftartima. baö má vel vera aö við komum til með að standa andspænis tæknilegum byrjunarörðugleik- um við Kröflu og eftilvill þarf að gera timabundin hlé á rekstrinum til ýmiskonar verka. Það væri ekki á nokkurn hátt óeðlilegt eða óvenjulegt. En stærsta spurning- in um Kröflu er þó sú hvernig gengur að koma orkunni á mark- að. Ef það dregst mjög lengi get- um við fengið miklu hærri tölur um kostnað á kilóvattstund. Þetta á vitanlega einnig við vatnsafls- virkjanir, t. i Blöndu. Hægt að gera virkjun óhagkvæma á við dísilstöð — Allar þessar virkjanir sem við höfum nefnt eru stórar eða fremur stórar. Hvað um smá- virkjanir og kostnaðarverð raf- orkunnar frá þeim? — Stækkunin á Mjólkárvirkj- un, sem nú er lokið, er 5,7 mega- vött að afli og árleg orkuvinnsla um 30 gigavattstundir. Eaun- verulegt kostnaðarverð á kiló- vattstund er á milli 3 og 4 krónur. Gerð hefur verið áætlun um virkj- un i Suðurfossá á Rauðasandi. Aflið yrði 2,4 megavött og árleg orkuvinnsla 9,3 gigavattstundir. Þar yrði kostnaðurinn á núver- andi verðlagi rUmlega 8 krónur á kilóvattstund. Sé nU þetta borið saman við tölurnar sem ég nefndi þér áðan um stórvirkjanirnar, fæst gróf mynd af stærðarhag- kvæmninni. HUn er tvimælalaust veruleg, en auðvitað er þetta háð staðháttum, þannig að kostnað- ur er nokkuð breytilegur á sömu stærðvirkjunar eftir þvi hvar hUn er. — Er nú ekki árlegur nýtingar- timi stöðva breytilegur? — Vissulega.og þess vegna ma. er vandasamt að bera saman hagkvæmni orkuvera. Kostnaður á kilóvattstund er háður þvi hve mikið er sett upp af afli miðað við ár! orkuvinnslugetu.Orkuvinnslu- geta virkjunar ræðst fyrst og fremst af rennsli árinnar á virkjunarstað og af miðlunar- möguleikum. Samanlagt uppsett afl (vélastærð) allra orkuvera á tilteknu raforkukerfi verður að vera eins og mest álag á kerfið að viðbættu hæfilegu varaafli til að mæta truflunum. Þessu heildar- afli er skipt á einstök orkuver Uppsett afl til rafmagnsframleiðslu og orkuveitusvæði eins og þau mál stóðu fyrir tveimur árum. Tölurnar tákna kilówött, hringir vatnsaflsstöðvar, ferhyrningar disilstöðvar. Feitu linurnar afmarka samtengd svæði. Siðan þetta kort var teiknað hafa þær breytingar orðið helstar að Lagarfossvirkjun er komin I gang, Mjólkárvirkjun hefur veriö stækkuð, Snæfellsnes hefur verið tengt Landsvirkjunarsvæði og stóru svæðin tvö á Norðurlandi eru nú samtengd. uppsetts afls mismunandi frá einu orkuveri til annars, og þar með einnig kostnaður orkunnar frá þvi. Að öðru jöfnu verður ork- an þvi dýrari sem nýtingartimi uppsetts afls er styttri. Itafvæðiiigu sveitanna er nú mjög langt komið. t árslok 1974 var taliö að 4.718 býli nytu rafmagns frá samveitum. Tala sveitabýla sem hafa ver- ið tengd samveitum undanfarin ár: 1969 142, 1970 214, 1971 202, 1972 172, 1973 166, 1974 200. i lok þessa árs er talið að aðeins 155 býli vanti raf- magn, og er þá átt við að þau hafi ekki rafmagn frá samvcitu og hafi ekki heldur góða vatnsknúða einkarafstöö. — Myndin getur verið tákn- ræn fyrir rafvæðingu sveitanna en hún sýnir bæinn Vindheima í Skaga- firði fyrir allmörgum árum. Ljm. S. Kist. Sjávarfallastöö var starfrækt I Brokey á Breiðafiröi i fyrstu 20-25 ár þessarar aldar. Vigfús J. Hjaltalin bóndi smíðaöi stöðina og var sjávarfallakrafturinn að visu ekki hagnýttur til rafmagnsframleiðslu heldur til kornmölunar. A myndinni sjást leifar vatnshjólsins. kerfisins. Hve mikið afl kemur á hvert fer fyrst og fremst eftir þvi hvað það kostar (i krónum á hvert kllóvatt) i hinum ýmsu orkuverum. Mesta aflið er sett i þau orkuver þar sem þessi kostnaður er lægstur, en engan veginn er vist að þau orkuver hafi jafnframt mesta vinnsiugetu. Vegna þess að þetta fylgist ekki að verður hlutfall orkuvinnslu og — En hvað kostar þá rafmagn framleitt i disilstöðvum? — Við getum sagt að það kosti svona um 10 krónur að meðaltali, þar af er oliukostnaðurinn einn um 8 krónur. Af dæminu sem við tókum af Suðurfossá sést að hægt er að finna virkjunarmöguleika þar sem orkukostnaðurinn slagar hátt upp i orkuverð frá disilstöðv- um. 20%aukning vegna samtengingar — Oft eru nefnd töfraorðin vantsmiðlun og samtenging i sambandi við virkjanir. Hvað þýða þau? — Litum á einhverja vantsafl- stöð og segjum að engar miðlan- ir séu og disilstöðvar veiti litla eða óverulega hjálp. Þá er ekki hægt að treysta á mikið meira en lágrennsli i þeirri á sem virkjuð er. Ella geta menn átt á hættu að ekkert vatn sé til staðar þegar þarf á orku að halda. Tilgangur miðlana er sá að geta geymt vatn frá Urkomusömum timabilum til þurrkatima og hjá okkur þýðir það frá sumri til vetr- ar. bannig er unnt að fá miklu meiri orkuvinnslugetu en ella. Seu nU samtengdar virkjanir i ám sem hafa mismunandi rennsli, þá hefur það svipuð áhrif og miðlun. Segja má að i engum tveim ám fylgist rennslið nákvæmlega að, amk. ekki ef ein- hver fjarlægð er á milli þeirra. Og munurinn verður talsverður ef árnar eru hvor i sinum lands- hluta, td. önnur syðra og hin nyrðra. Samtengdar virkjanir i slikum ám gefa þvi meiri vinnslu- getu en summan af vinnslugetu hvorrar um sig ef ótengdar eru, þvi önnur getur þá hjálpað upp á sakirnar þegar rennslið er i lág- marki i hinni. Séu nU jafnframt gerðar miðlanir, bætast þau áhrif við og auka orkuvinnslugetuna enn frekar. — Er hægt að nefna tölur uin þessi áhrif? — Samtenging Norðurlands við Suðurland hækkar vinnslugetu virkjananna i Laxá um 30 giga- vattstundir á ári. NUverandi vinnslugeta Laxár einnar sér án samtengingar er um 135gigavatt- stundir á ári. Þetta er þvi yfir 20% aukning. Sams konar áhrif mundu koma fram af samteng- ingu norður-suöur á virkjun i Blöndu ef reist yrði. Samtenging gefur jafnmikiö og dísilvinnslan bað er hægt að taka annað praktiskt dæmi þar sem áhrif samtengingar væru enn stórkost- legri. bað er tenging nUverandi vantsaflstöðva á Austurlandi, þeas. Lagarfoss- og Grimsár- virkjana, við Norðurland, svæði Laxárvirkjunar, og áfram við Suðvesturland um svonefnda byggðalinu. Slik tenging mundi ein sér auka vinnslugetu Austur- landsstöðvanna um 45 gigavatt- stundir á ári, en sU aukning er miklu meiri en nUverandi vinnslugeta þeirra án sam- tengingar. — En vantar ekki sárlega ein- hvcrjar vatnsmiölanir þarna eystra? — Þær mundu alla vega koma sér vel, þvi að miðlunarvirkjun, t.d. i Bessastaðaá, mundi hafa svipuð áhrif til að auka vinnslu- getu Lagarfoss- og Grimsárvirkj- ana eins og sU tenging sem ég var að nefna auk vinnslu Bessastaða- árvirkjunar sjáifrar. En fyrir það yrði tenging ekki óþörf, heldur mundi hUn bæta enn við. — Þarna nefndirðu einar 75 gigavattstundir sem mundukoma fram i aukinni árlegri orku- vinnslugetu við ákvcðnar sam- tcngingar. Það er vist svipað og samanlögð orkuvinnsla allra oliu- stöðva á árinu 1974. Eru oliu- stöðvarnar ekki með of mikinn lilut af rafmagnsframleiðslunni hjá okkur? — Vitanlega er hann of stór, en þó er ástandið ekki svo siæmt þegar horft er á landið i heild. 1 fyrra komu 3% raforkunnar frá disilstöðvum. Hlutfall disilstöðv- anna er hinsvegar miklu hærra i einstökum landshlutum, einkum eystra og vestra. A þvi þarf að ráða bót og að þvi hefur verið unnið. En það má þó ekki fortakslaust fordæma alla disilvinnslu hvernig sem á stendur. Það getur Utaf- fyrirsig stundum verið hagkvæmt að hjálpa vatnsaflstöðvunum, en vandinn er sá hvar setja á tak- mörkin. Oliustöðvarnar eru sjálf- sagðar sem varastöðvar i sjald- gæfum vatnsleysistimabilum eins og þeim sem bUast má við einu sinni á áratug eða svo. Þá getur disilvinnsla rafmagns orðið tals- vert mikil um takmarkaðan tima i senn á einstökum stöðum á iand- inu, en það er þó aftur undir sam- tengingunni komið. Aö geyma sunnlenskt vatn fyrir norðan — Ef við snúum okkur aftur að áhrifum samtengingar á orku- búskapinn og reynum að taka scm flesta þætti inn i myndina... — Eitt af þvi sem vinnst er það að meiri orkuvinnsla fæst Ut Ur samtengdu kerfi stöðva heldur en ella mundi samanlagt frá þeim einangruðum. Þetta stafar eins og áður segir af þvi að rennslis- hættir eru mismunandi frá einni á til annarrar. Einnig er hitt að notkun orkunnar er mismunandi eftir landshlutum. Markaðurinn er misjafnlega samsettur. álags- toppar dags eða árs koma ekki á sömu timum og þetta hefur i för með sér Utjöfnun. Þá er það að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.